Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Qupperneq 78

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Qupperneq 78
Helgarblað 4.–7. mars 2016 sér inn aukalega færi að miklu leyti i menningartengda neyslu eins og það er í dag. Þetta gæfi því mun fleir- um tækifæri til þess að njóta,“ segir Ingólfur. Aðrir benda á að skilyrðislaus grunnframfærsla myndi gefa fleirum færi á að nýta allan eða hluta tíma síns í listsköpun – hvort sem list þeirra sé ætluð til sölu og dreifingar eða einfaldlega fyrir eigin ánægju og sjálfsþroska. „Það er manneskjum eðlislægt að gera list. Listsköpun er líffæri. Notkun líffæra er ekki sérfræðistarf. Engin manneskja er svo ómerkileg að hún verðskuldi ekki að gera það sem henni er eðlislægt,“ segir Krist- inn Sigurður Sigurðsson, sviðslista- maður í Finnlandi. „Í praxís eru borgaralaun lista- mannalaun fyrir alla. Listamanna- laun fyrir alla eru nauðsynleg því engin manneskja er svo ómerki- leg að hún eigi ekki að fá að gera það sem henni finnst skemmtilegt (og mikilvægt). Að halda því fram að listamannalaun eigi einungis að vera fyrir suma en ekki aðra eru leif- ar af hugsunarhætti þjóðfélags þar sem eitt barn var valið til að fara suður og læra á fiðlu meðan öll hin börnin í þorpinu áttu að strita fyrir kaupfélagið í verksmiðjunni – til æviloka,“ segir Kristinn. Meira frelsi frá valnefndum Nokkrir viðmælenda DV nefna að áhrif valnefnda jafnt sem markaðar- ins á listsköpun einstaklinga myndu minnka. „Það er niðurlægjandi ferli að sækja um listamannalaun. Það er mikil vinna, afskaplega ólíkleg að fá þau og vonlaust að ætlast til þess að matsnefndir séu fullkomnar. Það blundar listamaður í okkur öll- um. Fullt af mann-, hag-, og sam- félagsbætandi hugmyndum er ekki að fá vængi í dag vegna ótta við af- komu og nefndir,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Stærsti plúsinn í þessu að mínu mati væri sá að engum listamönn- um væri hyglað af nefndum og ráð- um. Allir hefðu möguleika á að reyna að skapa sér feril sem lista- menn en markaðurinn myndi al- farið sjá um að vinsa úr hverjir gætu gert starfið að fullri vinnu,“ segir Ingólfur. „Á sama hátt og grunnfram færsla myndi losa um nevrótískt samband launþegans við vinnuveitandann, þar sem fullorðið fólk er dæmt til að vera í subbulegu valdasambandi við hvert annað myndi samband lista- manna við markaðsöflin/menn- ingarstofnanirnar breytast,“ segir Kari Grétudóttir myndlistarkona. Hún telur að með því fjárhags- lega frelsi sem borgaralaun geti veitt muni listamenn græða tíma og fá ríkari tækifæri til að gagnrýna stofn- anir og valdaaðila í menningar- iðnaðinum án þess að eiga á hættu á að missa lífsviðurværi sitt. Völd markaðarins minnka Hermann Stefánsson rithöfund- ur segir að ef allir íbúar landsins fengju skilyrðislausa grunnfram- færslu myndu líklega einhverj- ar skáldsögur, sem ekki verða til í dag vegna skorts á fjármagni, verða skrifaðar. Það væri þó ekki endi- lega ljóst hvort þær kæmu út, enda geti markaðurinn verið harður hús- bóndi. „En samt gætu almenn borgara- laun hugsanlega valdið því að skáld- sögur tækju minna mið af markaðn- um. Fremur en að finna sig knúna til að skrifa það sem lesandinn veit fyr- ir og vill heyra myndu skáldsagna- höfundar almennt hafa efni á að leita að nýjum sannleika,“ segir Hermann. Hann segir að um þessar mundir ýti stór útgáfufyrirtæki oft vondum skáldskap að almenningi og þessu gætu borgaralaun mögu- lega breytt. „Hugsanlega myndu borgaralaun til lengri tíma hafa þau áhrif að bókaútgáfur yrðu fleiri og smærri og jafnvel hugsjónaríkari. Sú maóíska, kapítalíska hagræðing sem í „bestsellerisma“ felst yrði minni. Það myndu spretta upp alls kyns smærri forlög. Í þeim þarf að vera mjög fjölþætt, nauðsynleg fagþekk- ing sem tilheyrir bókaútgáfu eigi þau að verða til góðs,“ segir Hermann. Listamannalaun eru ekki borgaralaun Hermann tekur fram að borgara- laun séu ekki það sama og starfslaun listamanna enda séu þau greidd úr sérstökum verkefnatengdum sjóð- um og Birna Þórðardóttir, ferða- skipuleggjandi og fyrrverandi for- maður stjórnar listamannalauna, tekur í sama streng. Hún bendir á að forstjórar, bankastjórar, útgerðarmenn og ráð- herrar muni áfram fá sín laun í sam- félagi borgaralaunanna – en hins vegar séu listamenn teknir út fyrir sviga. „Þá kemur að listamönnum – já – á ekki að leggja niður listamanna- laun – að hafa listamenn á borgara- launum, með ofurforstjórum, út- gerðarauðvaldinu, öllum þeim er græða á vinnu annarra – hvort held- ur svart og sykurlaust eða beint samkvæmt regluverkinu. Undarleg áráttan að hatast út í skapandi lista- menn, hvort heldur er innan ritlistar, myndlistar, tónlistar, sviðslistar eða hönnunar,“ segir Birna. Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur segir að borgaralaun ættu ekki að leiða til þess að listamanna- laun eða styrkir til listsköpunar yrðu lagðir af. „Borgaralaun, hví ekki það? Endi- lega skoða það – en af hverju eru listamenn nefndir sérstaklega og talað um að borgaralaun komi á ein- hvern hátt í stað listamannalauna?“ spyr Guðmundur Andri. „Hví ekki til dæmis verkfræðingar hjá hinu opinbera? Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að segja við lögfræðinga í ráðuneytum, að þeir fái borgara- laun og þurfi ekki frekari umbun af hálfu samfélagsins fyrir framlag sitt? Starfsfólk Vegagerðarinnar – er ekki nóg að vísa því á borgaralaun og von- ast til að sem flestir snúi sér að vega- framkvæmdum þegar borgaralaun eru tekin upp, líka þar sem „mark- aðurinn“ telur ekki gróðavon í þeim? Einhver kynni að svara því til að þetta séu sérhæfð störf sem samfélagið þurfi á að halda – en hið sama gildir um listir. Í þessari framsetningu felst sú hugsun að listamannalaun eigi fremur en önnur laun heima með bótagreiðslum. Þá er litið framhjá því að listir eru sérhæfð starfsemi sem færir samfélaginu margvísleg verðmæti, mælanleg en einkum þó ómæld,“ segir hann. n 62 Menning „Á sama hátt og grunnframfærsla myndi losa um nevró- tískt samband launþeg- ans við vinnuveitandann myndi samband lista- manna við markaðsöfl- in/ menningarstofnan- irnar breytast. – Kari Grétudóttir, myndlistarkona Guðmundur Andri Thorsson Birna Þórðardóttir Ingólfur Þórarinsson Hermann Stefánsson Kari Grétudóttir Kristinn S. Sigurðsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson M enningarverðlaun DV fyrir árið 2015 verða veitt í 37. skipti miðvikudaginn 9. mars í Iðnó. Verðlaunin eru veitt í níu flokkum: kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða afhent, en þessa dag- ana gefst lesendum tækifæri til að kjósa sigurvegara lesendaverðlaun- anna á http://www.dv.is/fbkosning/ menningarverdlaun-dv-2015/. 46 einstaklingar og hópar eru til- nefndir til verðlaunanna í ár. Í tón- listarflokknum eru það Mengi, Mis- þyrming, Stórsveit Reykjavíkur, Stelpur rokka! og Úlfur Úlfur. Í leik listarflokknum eru það Selma Björnsdóttir og Gísli Örn Garðars- son fyrir Í hjarta Hróa hattar, leikarar í sýningunni ≈ [Um það bil], Eiríkur Örn Norðdahl og leikhóp- ur Mávsins, Þorleifur Örn Arnar- son fyrir Njálu og Kristín Eiríksdótt- ir fyrir Hystory. Í dansflokknum eru það Erna Ómarsdóttir og Íslenski dansflokkurinn, Katrín Gunnars- dóttir fyrir Macho Man, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir Milky- whale, Reykjavík Dance Festival og Walk+talk. Í kvikmyndaflokknum eru það Fúsi, Hrútar, Öldin hennar, Hvað er svona merkilegt við það? og Bíó Paradís – heimili kvik- myndanna. Í bókmenntaflokknum eru það Linda Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Auður Jónsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Halldór Halldórsson. Í fræðibóka- flokknum eru það Dagný Kristjáns- dóttir, Bjarni F. Einarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Gunnar Þór Bjarna- son og Góssið hans Árna í ritstjórn Jóhönnu Katrínar Friðriksdóttur. Í myndlistarflokknum eru það Cycle, Ferskir vindar, Ekkisens, Sequences og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Í arkitektaflokknum eru eftirfarandi verkefni tilnefnd: Íþróttamiðstöðin í Grindavík, Orlofshús í Brekku- skógi, Hjúkrunarheimilið Dyngja, Íbúðir í Eddufell og Orka til fram- tíðar. Í hönnunarflokknum eru það Jungle Bar, Aníta Hirlekar, OR Type, Knot-púðinn, Float og Brynjar Sigurðsson. n Enn hægt að kjósa Menningarverðlaun DV veitt í níu flokkum auk lesendaverðlauna sem notendur dv.is velja Alltaf feti framar gómsætur feti í salatið og með matnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.