Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 5
Bæring Ólafsson býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hann mun beita sér fyrir auknu lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar og stuðla að öflugu menningarlífi. Þá mun hann styðja heilbrigðismál, málefni aldraðra og öryrkja og stuðla að sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Bæring telur lífsreynslu sína auk starfsreynslu vera góðan grunn fyrir störf forseta Íslands. Að hans mati á forseti að vera heiðarlegur, traustur og réttlátur leiðtogi, óháður sjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum. Hann vill vera verndari þjóðarinnar og sálufélagi og hafa hagsmuni hennar ætíð að leiðarljósi. Framundan er stærsta og mikilvægasta atvinnuviðtal Bærings – hjá íslensku þjóðinni. Hann hlakkar til að kynnast fólkinu í landinu betur; hlusta á skoðanir þess og væntingar til hlutverks nýs forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.