Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 17
Umræða Stjórnmál 17Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ríkisstjórn í skugga skattaskjólsgagna n Upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum koma ráðherrum í vandræði n Ekki bara á exótískum eyjum n Íslendingar eiga yfir 30 milljarða á Tortóla Þ að sem kallað hefur ver- ið skattaskjól eru svoköll- uð aflandssvæði þar sem bankaleynd er mikil. Dæmi um slík svæði eru Lúxem- borg, Sviss, Kýpur, Bresku Jómfrú- areyjar, Jersey og Mön, auk fjölda annarra. Ekki er ólöglegt að eiga félög eða fyrirtæki skráð á þessum svæðum. Geri framteljendur grein fyrir eignum sínum sem þeir eiga erlendis hafa skattyfirvöld engar athugasemdir við hvar þær eru skráðar. Skiptir þá engu máli hvort það er í Svíþjóð, Kína eða á Kýpur. Aðkoma Íslendinga Nokkru fyrir síðustu aldamót hófu íslensk fjármálafyrirtæki að byggja upp viðskiptamódel sem gengu út á að útibú umræddra fjármálafyr- irtækja sem staðsett voru erlendis önnuðust umsýslu í kringum fjár- muni, einkum ágóða af sölu hluta- bréfa. Slík umsýsla innibar fjár- vörslu, stofnun á félögum til að halda utan um eignir, lánafyrir- greiðslu og ýmsa tengda þjónustu. Gríðarlegur fjöldi félaga var stofnaður, svo skipti hundruðum. Í langflestum tilfellum voru þau stofnuð af útibúum íslensku bank- anna í Lúxemborg og að stærstum hluta fór sú vinna fram í Kaupþingi sem kynnti sérstaklega leiðir fyrir viðskiptavini sína í þessum efnum. Þá var Landsbankinn einnig virkur þátttakandi. Hvernig virkar þetta? Tilgangurinn með stofnun félag- anna var í flestum tilfellum ým- ist að hafa af þeim skattahag- ræði, að komast alfarið hjá því að greiða skatta eða leyna eignarhaldi. Raunverulegur eig- andi félags var þá ekki skráður eig- andi þess heldur var skráður eig- andi annað fé- lag, einhverjir lög- menn eða leppar sem hafa atvinnu af því að vera skráðir eigendur. Síðan voru gerðir baksamn- ingar sem gengu út á að raunverulegur eigandi hirti arð út úr félaginu og komst þannig hjá því að greiða skatta hér á landi. Ýmsir staðir voru valdir til að skrá félögin á, sum voru skráð í Lúxemborg en önnur annars stað- ar. Mörg þeirra félaga sem um ræð- ir voru skráð á Bresku Jómfrúareyj- um, einkum á Tortóla. Á síðasta ári taldi Seðlabanki Íslands að eignir Íslendinga næmu 31,6 milljörðum króna á Bresku Jómfrúareyjum, fyrst og fremst á Tortóla. Peningarnir í evrópskum bönkum Bankareikningar og fjármunir eru skráðir á félögin á aflandseyjun- um en eru hins vegar ekki raun- verulega geymdir þar heldur í bönkum í Lúxemborg eða öðrum Evrópuríkjum. Það eru því í raun einkum félögin, upplýsingarnar, sem geymd eru á aflandssvæðum. Þar má finna heimilisföng þar sem gríðarlegur fjöldi félaga og fyrir- tækja er skráður til húsa en engin raunveruleg starfsemi er þar á bak við, félögin eru í raun skúffufyrir- tæki utan um einhverjar eignir eða jafnvel utan um ekki neitt. Ekki bara á framandi eyjum Ekki er neinn meginmunur á skattaskjólum, þau virka öll á svip- aðan hátt. Þá þurfa þau alls ekki að vera á framandi eyjum í Suðurhöf- um. Þannig var Lúxemborg á síð- asta ári talin í 6. sæti yfir „bestu“ skattaskjól í heiminum í saman- tekt Tax Justice Network, óháðs hóps sérfræðinga. Upplýsingum leynt Skattyfirvöld hafa fyrst og fremst horn í síðu aflandssvæða og skatta- skjóla vegna þess hversu erfitt er að nálgast upplýsingar þar. Ekki eru til dæmis veittar banka- upplýsingar um fé- lög sem skráð eru á Bresku Jómfrú- areyj- um og þeim er ekki skylt að gefa út árs- reikninga. Líkt og áður segir er ekki ólög- legt að stofna eða eiga félög er- lendis en það sem er fyrst og fremst athugavert er ef það hvílir leynd yfir slíkum félögum. Þess eru dæmi að upp hafi komist að Íslendingar sem áttu eða eiga félög í skatta- skjólum hafi ekki gert grein fyrir eignum sínum á skattframtölum. Skattyfirvöld hafa hins vegar feng- ið veður af slíkum undanskotum og í einhverjum tilvikum höfðað mál á hendur umræddum einstak- lingum. Horfir til betri vegar Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkisskattstjóra telja menn þar á bæ að staðan í þessum efnum sé heldur að batna. Gagnsæi hafi auk- ist verulega í skattamálum síðustu ár. Miklu máli skipti að G20 ríkin hafi sammælst um að auka upp- lýsingaskipti sín á milli hvað þetta varðar. Þá hefur OECD verið fram- arlega í þessum efnum og svokall- aðir tvísköttunarsamningar gera ráð fyrir að ríki skiptist á upplýs- ingum. Til umræðu hefur verið að bjóða einstaklingum sem eiga eignir í skattaskjólum að gefa sig fram við skattyfirvöld, koma með sínar eignir til landsins og greiða af þeim skatta og vera þar með laus- ir undan frekari afleiðingum. Slíkt frumvarp hefur hins vegar ekki litið dagsins ljós, þótt það hafi ver- ið boðað. Það gæti verið hvati til þess að hingað til lands kæmi hóp- ur fólks með óskattlagt fé og gerði upp við skattyfirvöld. n Hvað eru skattaskjól? að lægja öldurnar og sú ummæli for- sætisráðherra að hann byggi siðferði sitt á lögum fóru öfugt ofan í marga. Spurt er hvort það sé siðferðilega verj- andi að æðstu ráðamenn í krafti fjöl- skylduauðs búi í öðru bankaumhverfi en þjóðin sem þeir leiða, hvort það hafi verið rétt af forsætisráðherra að upplýsa ekki um fjárhagslega stöðu sína og eiginkonu sinnar áður en upp- gjör föllnu bankanna fór fram, eink- um í ljósi þess að þau áttu hagsmuna að gæta. n Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra n Falson & Co. n Stofnað af Landsbankanum í Lúxemborg. n Skráð á Seychelles-eyjum. Seychelles- eyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.