Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 19
Umræða 19Helgarblað 1.–4. apríl 2016
Vegglist við Laugaveg Ungir menn létu ekkert trufla sig við að teikna á vegg í húsasundi við Laugaveg. mynd Sigtryggur AriMyndin
Bara einn
séns eftir
Þetta er erfiðasta markmið
sem ég hef sett mér í lífinu
Einhvers staðar verða
peningarnir að vera
Kári Steinn Karlsson reynir við ólympíulágmarkið. – DV Ásdís rán gunnarsdóttir er nýkomin með þyrluflugmannsréttindi. – DVSigurður ingi Jóhannsson um hvort eðlilegt sé að kona forsætisráðherra eigi pening á Tortola. – Stöð 2
1 10 yfirgefnir draugabæir Um allan heim standa yfirgefnar
byggingar. Þær segja magnaða sögu.
Lesið: 40.410
2 Fannst á lífi 42 árum eft-ir að hún hvarf: „Þetta er
eins og í bíómynd“
Árið 1974 ákvað hin tuttugu og átta Lula
Gillespie-Miller að yfirgefa fjölskyldu
sína; foreldra og þrjú börn. Hún kom í
leitirnar fyrir skemmstu.
Lesið: 39.526
3 Geir Ólafs fær ekki nauðsynlegt lyf: „Þetta
er til háborinnar skammar“
Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson fær
ekki hjartamagnýl í apóteki þótt hann
hafi lyfseðil. Lyfið er uppselt á landinu.
Lesið: 28.216
4 Pólitískir áhrifamenn sagðir vera á skatta-
skjólslista
DV hefur fjallað ítarlega um skatta-
skjólslistana umtöluðu.
Lesið: 25.305
5 Guðrún kýld í andlitið þegar hún reyndi að
bjarga stúlku í neyð
Guðrún Ásta Þórðardóttir varð fyrir
líkamsárás í miðborg Reykjavíkur þegar
hún reyndi að koma í veg fyrir átök ungs
pars.
Lesið: 25.196
Mest lesið
á DV.is
Stjórnin stendur af sér tillögu um
þingrof – en vantraustið magnast
E
ins og stendur eru engar lík-
ur á öðru en að ríkisstjórnin
standi af sér tillögu um
þingrof og nýjar kosningar.
Stjórnarliðið mun standa
saman um að hafna því – líklega
hver einasti þingmaður. Svoleiðis
eru stjórnmálin á Íslandi.
Aflandseyjamálin hafa flækst
nokkuð eftir að komu fram upplýs-
ingar um fleiri stjórnmálmenn en
forsætisráðherra sem tengjast slík-
um stöðum.
Það verður samt að segjast eins
og er að ef rýnt er í hinn pólitíska
drullupoll er mál hans af annarri
gráðu en hinna, eins og þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins sagði reyndar í fréttum í gær-
kvöldi. Það er ekki sambærileg
staða að vera gjaldkeri í stjórnmála-
flokki og forsætisráðherra – og nú er
gjaldkerinn reyndar búinn að segja
af sér, fyrstur manna vegna þessa
hneykslis.
Umræður um þingrof gætu
orðið forvitnilegar – en líklegt er
samt að þær fari út og suður. Sig-
mundur Davíð segir beinlínis að
sig langi í svona umræður – til að
geta rætt þann árangur sem hefur
náðst. Þá erum við semsagt komin
út í hefðbundinn meting stjórnar og
stjórnar andstöðu – semsagt langt
frá efnisatriðum málsins sem setur
þetta allt af stað. Sú umræða gæti
orðið býsna skrítin.
Þegar litið er til sögu íslenskra
stjórnmála er staðan reyndar dá-
lítið óvenjuleg. Ef ríkisstjórnin fer
frá er eiginlega ekkert annað í boði
en hrein stjórnarskipti, að kosið
verði milli stjórnarinnar og stjórn-
arandstöðunnar. Maður sér varla
að Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur
séu að fara að vinna með Pírötum.
Hrein stjórnarskipti eru fágæt í ís-
lenskum stjórnmálum, en þau
hafa þó orðið í tvennum síðustu
kosningum, 2009 og 2013. Síðustu
hreinu stjórnarskiptin á undan því
eru þegar vinstri stjórnin tók við
1971 (að undanskildum skammlíf-
um minnihlutastjórnum).
Uppljóstranir sem væntanlegar
eru um aflandsfélög geta hins vegar
magnað upp gríðarlega óánægju í
samfélaginu og aukið enn á hið al-
menna vantraust sem hefur varla
verið meira í aðra tíð.
Gunnar Tómasson hagfræðing-
ur orðar þetta skilmerkilega í
orðsendingu til alþingismanna:
„Ef boðaðar upplýsingar um
aflandsreikninga innlendra aðila
sýna að viðkomandi eru m.a.
(a) handhafar kvóta til nýtingar
á sameiginlegri auðlind þjóðarinn-
ar;
(b) aðilar sem hafa notið af-
skrifta af viðskiptalánum sínum í
kjölfar hrunsins; eða/og
(c) opinberir aðilar,
þá er ykkur vandi á herðar lagður
af skyldum gagnvart almenningi og
eigin samvizku.“ n
Egill Helgason
skrifar
Af Eyjunni
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688
fanntofell@fanntofell.is | Finndu okkur á Facebook
Fanntófell hefur sérhæft sig
í framleiðslu á borðplötum og
sólbekkjum frá árinu 1987
Hráefnið sem notað er til framleiðslu
er allt gæðavörur, harðplast HPL, akrílstein,
Fenix NTM og límtré. Erum með mikið úrval
efna, áferða og lita.
Framleiðum eftir óskum hvers og eins.
HARÐPLAST OG AKRÍLSTEINN
Viðhaldsfrítt yfirborðsefni með mikla endingu og
endalausa möguleika í hönnun. Upplitast ekki,
dregur ekki í sig lit, raka, óhreiningi eða bakteríur.
FENIX
Nýtt fingrafarafrítt yfirborðsefni með
einstaka eiginleika og silkimjúka viðkomu.
Efnið er mjög álagsþolið, upplitast ekki og
hefur baktreríudrepandi eiginleika.