Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 20
20 Fólk Helgarblað 1.–4. apríl 2016 avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA Einar Áskelsson þjáist af krónískri áfallastreituröskun (Complex Post Traumatic Stress Disorder) og kulnun (burnout). Það sést ekki utan á honum, frekar en mörgum öðrum sem stríða við geðrask- anir. Hann er snyrtilegur og hress og kemur vel fyrir sig orði. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður hitti Einar í einlægu spjalli um missi lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, ofsakvíða og ótta, og afleiðingar áfalla í æsku. Í ágúst í fyrra upplifði Einar versta tíma lífs síns. Hann fór að með­ atali í gegnum 2–4 ofsakvíðaköst á dag. Eitt kast gat staðið yfir upp í þrjá klukkutíma. „Það sem gerist í þessum köstum er að undir­ meðvitundin lætur mig endurupp­ lifa sársauka áfalla úr barnæsku,“ segir Einar. Hámark ofsakvíða og ótta Svona lýsir Einar líðan sinni daginn sem honum varð ljóst að ofan í allt annað hafði hann misst vinnuna: „Höfuðverkurinn var byrjaður fyrir fundinn á vinnustaðnum en eftir á færðist hann í aukana og mér fór að líða eins og höfuðið væri að klofna. Mig svimaði þegar ég gekk út af fundinum. Á leiðinni heim kom ógleðin. Ég kom við á bensínstöð og reyndi að kasta upp – ekkert kom. Ég bjóst við að ná heim, en þurfti að stoppa bílinn rétt við Smáralind og kastaði upp. Næsta sólarhringinn lá ég í keng, maginn herptist saman og líkaminn allur, ég man varla eftir mér.“ Þarna náði ofsakvíðinn og óttinn hámarki, Einar var kominn í þrot og hann missti alla von. Hann var búinn að úthugsa og undirbúa hvernig hann myndi kveðja. Hann hlakkaði meira að segja til. Í dag er Einar dauðfeginn að hafa lifað þetta af. Hann er í bata og það er full vinna. Hann upplifir sig í meira jafnvægi en nokkru sinni áður. „Ég hef aldrei verið eins auðmjúkur, þakklátur og rólegur og í dag.“ Sómaheimili með myrkar hliðar Einar ólst upp á Húsavík og Akur­ eyri á fínu heimili. Allt var slétt og fellt utan frá séð, en Einari leið illa og sú vanlíðan tengdist drykkju ná­ ins ættingja á heimilinu. „Allt var svo fullkomið utan frá og enginn áttaði sig á að neitt væri að. Frá 8 eða 9 ára aldri var ég kominn í það hlutverk að sjá um alkóhólistann á heimilinu. Ég var vakinn og sof­ inn með áhyggjur og tók hlutverkið mjög alvarlega, jafnvel þó að enginn hafi beðið mig um það eða sett mér það fyrir. Ég er alltaf einn í minn­ ingunni, hræddur og kvíðinn.“ Á þessum árum var alkóhólismi ekki í umræðunni. „Ég þekkti engan sem bjó við svona aðstæður og fannst ég mjög einangraður.“ Þegar Einar nálgaðist unglingsárin breyttust kvíðinn og óttinn í reiði. „Ég sneri baki við alkóhólistanum, sem ég hafði séð um frá unga aldri, og varð í staðinn reiður. Á mínum neysluárum skiptum við um hlut­ verk.“ En það var fleira en drykkja sem olli vanlíðan Einars á uppvaxtar­ árunum. Innan veggja þess sem utan frá leit út fyrir að vera hið mesta sómaheimili varð hann fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu annars ættingja. „Það eru miklar gloppur í minninu frá þessum árum, en ég man svo vel óttann og stans­ lausan kvíðann sem tengdist hon­ um. Ég man líka eftir barsmíðum og stöðugum hótunum um að hann myndi drepa mig ef ég segði frá. Í Ofsakvíði, ótti og áfallastreita Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Það er ekki tabú að biðja um hjálp. Það er ekki merki um veikleika heldur styrkleika manneskjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.