Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 20
20 Fólk Helgarblað 1.–4. apríl 2016
avis.is
591 4000
Frá
1.650 kr.
á dag
Vissir þú að meðal heimilisbíll er
notaður í eina klukkustund á dag
Langtímaleiga er
þægilegur, sveigjanlegur
og skynsamlegur kostur
Á
R
N
A
S
Y
N
IR NOTAÐU ÞITT FÉ
SKYNSAMLEGA
Einar Áskelsson
þjáist af krónískri
áfallastreituröskun
(Complex Post Traumatic
Stress Disorder) og
kulnun (burnout). Það
sést ekki utan á honum,
frekar en mörgum öðrum
sem stríða við geðrask-
anir. Hann er snyrtilegur
og hress og kemur vel
fyrir sig orði. Ragnheiður
Eiríksdóttir blaðamaður
hitti Einar í einlægu spjalli
um missi lífsgæða sem
flestir telja sjálfsögð,
ofsakvíða og ótta, og
afleiðingar áfalla í æsku.
Í
ágúst í fyrra upplifði Einar versta
tíma lífs síns. Hann fór að með
atali í gegnum 2–4 ofsakvíðaköst
á dag. Eitt kast gat staðið yfir
upp í þrjá klukkutíma. „Það sem
gerist í þessum köstum er að undir
meðvitundin lætur mig endurupp
lifa sársauka áfalla úr barnæsku,“
segir Einar.
Hámark ofsakvíða og ótta
Svona lýsir Einar líðan sinni daginn
sem honum varð ljóst að ofan í allt
annað hafði hann misst vinnuna:
„Höfuðverkurinn var byrjaður fyrir
fundinn á vinnustaðnum en eftir á
færðist hann í aukana og mér fór að
líða eins og höfuðið væri að klofna.
Mig svimaði þegar ég gekk út af
fundinum. Á leiðinni heim kom
ógleðin. Ég kom við á bensínstöð og
reyndi að kasta upp – ekkert kom.
Ég bjóst við að ná heim, en þurfti að
stoppa bílinn rétt við Smáralind og
kastaði upp. Næsta sólarhringinn lá
ég í keng, maginn herptist saman
og líkaminn allur, ég man varla eftir
mér.“
Þarna náði ofsakvíðinn og óttinn
hámarki, Einar var kominn í þrot
og hann missti alla von. Hann var
búinn að úthugsa og undirbúa
hvernig hann myndi kveðja. Hann
hlakkaði meira að segja til. Í dag
er Einar dauðfeginn að hafa lifað
þetta af. Hann er í bata og það er
full vinna. Hann upplifir sig í meira
jafnvægi en nokkru sinni áður. „Ég
hef aldrei verið eins auðmjúkur,
þakklátur og rólegur og í dag.“
Sómaheimili með myrkar hliðar
Einar ólst upp á Húsavík og Akur
eyri á fínu heimili. Allt var slétt og
fellt utan frá séð, en Einari leið illa
og sú vanlíðan tengdist drykkju ná
ins ættingja á heimilinu. „Allt var
svo fullkomið utan frá og enginn
áttaði sig á að neitt væri að. Frá 8
eða 9 ára aldri var ég kominn í það
hlutverk að sjá um alkóhólistann
á heimilinu. Ég var vakinn og sof
inn með áhyggjur og tók hlutverkið
mjög alvarlega, jafnvel þó að enginn
hafi beðið mig um það eða sett mér
það fyrir. Ég er alltaf einn í minn
ingunni, hræddur og kvíðinn.“
Á þessum árum var alkóhólismi
ekki í umræðunni. „Ég þekkti
engan sem bjó við svona aðstæður
og fannst ég mjög einangraður.“
Þegar Einar nálgaðist unglingsárin
breyttust kvíðinn og óttinn í reiði.
„Ég sneri baki við alkóhólistanum,
sem ég hafði séð um frá unga aldri,
og varð í staðinn reiður. Á mínum
neysluárum skiptum við um hlut
verk.“
En það var fleira en drykkja sem
olli vanlíðan Einars á uppvaxtar
árunum. Innan veggja þess sem
utan frá leit út fyrir að vera hið
mesta sómaheimili varð hann fyrir
alvarlegu ofbeldi af hálfu annars
ættingja. „Það eru miklar gloppur
í minninu frá þessum árum, en
ég man svo vel óttann og stans
lausan kvíðann sem tengdist hon
um. Ég man líka eftir barsmíðum
og stöðugum hótunum um að hann
myndi drepa mig ef ég segði frá. Í
Ofsakvíði, ótti
og áfallastreita
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
„Það er ekki
tabú að biðja
um hjálp. Það er ekki
merki um veikleika
heldur styrkleika
manneskjunnar.