Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 29
Fólk 21Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið dr. bronner’s: Ofsakvíði, ótti og áfallastreita einu minningarbroti ligg ég í keng og hann er að sparka í mig.“ Skömmin Ég átti besta vin á þessum árum og man mjög sterkt eftir því þegar ég bauð honum heim til mín eft- ir skóla og viðkomandi sat í sófa með hníf í hendi. Ég stirðnaði upp, bað vin minn að fara og lokaði mig inni þar til foreldrar mínir komu heim. Þetta var mikil niðurlæging, ég skammaðist mín óendanlega fyrir að besti vinur minn skyldi fá að sjá þetta. Ég var á þessum tíma á kafi í íþróttum, sem björguðu mér eiginlega, og vildi alls ekki blanda þessum heimum saman. Mínar grunntilfinningar alla barnæskuna voru hræðsla, kvíði, meðvirkni og gríðarlegur ótti við höfnun. Ég hélt lengi vel að svona ætti manni að líða og vissi ekki hvernig ég ætti að vera öðruvísi. Þetta er það sem ligg- ur að baki veikindunum sem ég hef átt við að stríða síðan 2013.“ Þrátt fyrir þessar aðstæður segir Einar að æskan hafi líka átt sína góðu kafla og foreldrar hans hafi gert sitt besta til að ala hann vel upp. „Það var þó lítið eða ekkert rætt um tilfinningar. Ég vil taka fram að ég og alkóhólistinn minn urð- um sátt og bestu vinir eftir að það rann af mér. Það skipti okkur bæði miklu máli. Fyrirgefningin er besta meðalið fyrir sálina. Pabbi var af gamla skólanum. Þótt hann nefndi það ekki tók hann minn alkóhól- isma mjög nærri sér. Þetta ræddum við síðar. Það varð mér og honum ómetanlegt. Ég er mjög þakklátur að hafa getað kvatt foreldra mína sáttur í hjarta.“ Áfengi og andleg vakning Einar lýsir fyrstu kynnum sínum af áfengi sem sinni fyrstu andlegu vakningu. „Ég var 14 ára og man þetta eins og gerst hefði í gær. Við vorum nokkrir félagar úr fótbolt- anum sem höfðum orðið okkur úti um flösku af íslensku brennivíni. Ég píndi það ofan í mig, blandað í kók, bragðbætt með tópasi. Ég gleymi áhrifunum og sælunni aldrei, því þarna fann ég kannski í fyrsta sinn að mér gat í raun liðið vel. Ég held að ég hafi verið fyrirfram dæmd- ur til að verða fíkill. Bæði koma til erfðaþættir og svo afleiðingar áfalla í æsku. Sú hugsun var þó fjarri mér þarna því ég fyrirleit alkóhólista og ætlaði svo sannarlega ekki að verða einn þeirra. Alkóhólistar voru göturónar, þannig var tíðarandinn.“ Á sama tíma og Einar byrjaði að þróa fíkn sína þótti hann mjög efni- legur í fótbolta. „Mig dreymdi um atvinnumennsku og stefndi þang- að. Þessir draumar dugðu þó ekki til að spyrna á móti fíkninni.“ Sumarið sem hann varð 17 ára náði ferillinn hápunkti þegar hann spilaði með úrvalsdeildarliði frægan leik á móti Manchester United á Akureyri. „Þarna var ég kominn í unglinga- landsliðið og í þessum leik spilaði George Best með okkur, og hetjan mín, Arnór Guðjohnsen. En þessu klúðraði ég með hjálp áfengisins og annarra vímuefna.“ Einar segir að alkóhólisminn hafi þróast hjá honum með ógnarhraða. „Ég óð áfram í stjórnlausri neyslu til 25 ára aldurs. Ég virkaði ekki í líf- inu ódeyfður og á milli þess sem ég var í vímu var ég þunglyndur, „para- nojd“ og félagslega einangraður. Ég klúðraði öllu og iðrast margs.“ Einar skammaðist sín fyrir alkó- hólismann, það stóð honum fyrir þrifum. Hann telur sig þó heppinn að hafa lifað af, og óttinn við að deyja var drifkrafturinn sem varð til þess að hann kom sér á réttan kjöl í þeim efnum. „Ég hafði samt úti- lokað að ég myndi nokkurn tíma eignast eðlilegt líf. Svo vonlaus var ég.“ Eftir nokkrar áfengismeðferðir á fjögurra ára tímabili tókst Einari að hætta neyslu áfengis. Hann hefur verið edrú síðan. Draumur um eðlilegt líf rættist „Ég játaði mig sigraðan, fékk hjálp og fór eftir ráðleggingum. Ég kunni hvorki á samskipti né að skilgreina tilfinningar. Vissi ekki hvernig mér leið. Þurfti að læra allt frá grunni. Hafði byggt upp svo þykka varnar- grímu með hroka. Hægt og rólega byrjaði ég að byggja mig og líf mitt upp og það kom að því að ég fór að lifa eðlilegu lífi. Fór í háskóla og kláraði erfitt nám með glans og fann að ég styrktist við hvert verk- efni sem ég tók mér fyrir hendur.“ Einar eignaðist konu, börn, heimili og gekk vel í vinnu við sitt fag. „Þetta var eins og draumur, því ég var lengi vel viss um að ég mundi aldrei öðlast þessar gjafir.“ Einar man ekki eftir að áföllin í æsku og erfiðar minningar hafi haft nokkur áhrif á hann á tímabilinu frá því hann varð edrú 1993 og þar til sumarið 2013. „Ég var virkur í 12 spora starfi og á þessum tíma náði ég bata með hjálp reynslusporanna og vann til dæmis töluvert í minni meðvirkni. Barnæskan var í þoku, ég gat ekki rifjað mikið upp og af- skrifaði þetta sem búið og gert. Líf- ið gekk ágætan vanagang, skrölti áfram þrátt fyrir skin og skúrir. Ég var upptekinn af vinnunni og að vera til staðar fyrir fjölskylduna – svona eins og flest annað fólk.“ Alkóhólisti getur verið veikur án drykkju Árið 2011 ákváðu þau hjónin að skilja. „Árin á undan hafði ég ekki sinnt sjálfsrækt sem skyldi. Ég vann hjá alþjóðlegum fyrirtækjum og var um töluvert skeið á ferð og flugi um allan heim. Stoppaði ekki. Þegar heim kom þá var ég farinn út með hundinn upp á næsta fjall. Var al- gjörlega stjórnlaus án áfengis og vímugjafa. Til dæmis hafði ég ekki mætt lengi á fundi 12 spora sam- taka. Núna veit ég að alkóhólisti þarf ekki að drekka til að vera veik- ur, og að þetta hafði sitt að segja.“ Eftir skilnaðinn kom Einar sér upp nýju heimili og tók að sinna sjálfum sér betur. „Ég vandaði mig mikið og byrjaði þarna að fara til sálfræðings. Síðar átti eftir að koma sér vel að hafa þau tengsl. Alltaf leiðinlegt að það þurfi áföll eða erfiðleika til að maður nái áttum og geri eitthvað í sínum málum.“ Nýtt samband og sæluvíma Haustið 2012 kynntist hann konu og heillaðist upp úr skónum á ógnarhraða. „Eftir fyrsta stefnumót leið ég um í sæluvímu, og þremur mánuðum síðar vorum við búin að kaupa okkur fasteign saman. Það er auðvitað flókið að blanda saman tveimur stórum fjölskyldum, en við vorum viss um að þetta myndi allt ganga vel. Þetta var nýtt líf og nýr draumur. Mér fannst ég eiga þetta skilið og það voru bjartir tímar fram undan.“ Þannig leið Einari fram á sum- arið 2013 en þá fóru kvíðaköst að gera vart við sig. „Hræðslan og ótt- inn heltóku mig og ég áttaði mig á að fortíðin væri greinilega að banka upp á. Köstin voru verst þegar ég var að festa svefn, eða að ég hrökk upp úr svefni. Það var augljóst að ég þurfti að bregðast við og gera eitthvað. Ég hefði átt að leita mér aðstoðar hjá fagaðila – en ég brá á það ráð að skrifa um reynslu mína og tilfinningar. Þarna fór ég niður í minn dýpsta kjarna, og skrifaði um atburði sem enginn vissi af, um leið áttaði ég mig á hvað ég mundi í raun lítið eftir ofbeldinu og æskunni. Ég ákvað að leyfa sambýlis konu minni að lesa þetta til að opna mig og tengjast henni sterkari böndum. Ég vildi svo innilega að samband okk- ar yrði farsælt. Í sumarbústaðar- ferð í ágúst fór ég einn út í myrkrið og brenndi bréfin – þetta var tákn- rænt fyrir mig og þannig ætlaði ég að ljúka þessum málum.“ Því miður reyndist ekki svo einfalt fyrir Einar að vinna úr áföllum fortíðarinnar. „Þetta var rétt að byrja.“ Allt fer á hvolf Sjúkdómurinn tók að herja á Einar, en hann er lúmskur og lævís, eins og hann orðar það sjálfur. „Köstin hættu dálítinn tíma og það blekkti mig. Ég er líka með meistaragráðu í afneitun, sem heil- inn minn setti strax í gang. Fannst ekkert að mér – hélt það og ákvað. Svo fóru kvíða og panikkköst að koma í skömmtum, og tengdust andlegu álagi á hverjum tíma. Gamla meðvirknin og höfnunarótt- inn fóru líka í gang hægt og bítandi. Ég var alls ekki með á nótunum.“ Veikindi í baki, myglusveppur í húsi og fjárhagserfiðleikar í kjöl- farið settu líka strik í reikninginn. „Ég get líklega nefnt tímapunkt þegar ég missti stjórnina, það var seint á árinu 2013 þegar ég ákvað að leyna ofsakvíðakasti fyrir sam- býliskonu minni. Þarna var sjúk- dómurinn farinn að taka yfir dóm- greind, gjörðir mína og hegðun. Allt þetta bættist ofan á meðvirkn- ina og höfnunaróttann. Ennþá var ég samt í afneitun og reyndi að gera mitt besta á hverjum degi. Það er auðveldara að sjá þetta eftir á. „Næsta sólar- hringinn lá ég í keng, maginn herptist saman og líkaminn allur, ég man varla eftir mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.