Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 36
28 Menning Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Metsölulisti Eymundsson 23.–29. mars 2016 Liza Marklund 1 JárnblóðLiza Marklund 2 MerktEmelie Schepp 3 Í hita leiksinsViveca Sten 4 The very worst of Dagsson Hugleikur Dagsson 5 Independent PeopleHalldór Laxness 6 Meira blóðJo Nesbø 7 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 8 Saga af nýju ættarnafni Elena Ferrante 9 Einn af okkurÅsne Seierstad 10 NicelandKristján Ingi Einarsson Dauðastríð – í þykjustunni n Krieg, nýjasta sviðsverk Ragnars Kjartanssonar, sýnt í Berlín n Leikari klukku- D ramatísk sinfóníutónlistin hefst og flauelstjaldið er dregið upp. Á sviðinu er gamaldags yfirdrifin og leikhúsleg leik- mynd, handgerð niður í smæstu smá- atriði: Hólar, hæðir, lauflaus tré, um- merki um stríð, fallbyssa, glóðareldur á jörðinni, brotin grindverk, lík liggja eins og hráviði á sviðinu, hvítur fáni, blóðrauður himinn handan við fjöll- in en ofar á himinháu leiktjaldinu er máluð ljósblá skýjahula. Eftir nokkrar mínútur – þegar maður hefur fengið tíma til að virða fyrir sér sviðsmyndina og smjúga inn í tónlistina – sér maður glitta í líf. Hönd birtist bak við einn hólinn. Hægt og þjáningarfullt skríður víg búinn prúss- neskur hermaður (leikinn af Maxim- ilian Brauer) yfir hæðina: með skraut- legan hjálm, í bláum og rauðum jakka, slíður í beltinu, í gulum buxum og skyrtu og hvítum stígvélum. Hann reynir að reisa sig við en öskrar af þjáningu og hnígur nið- ur í moldina. Hann emjar og engist. Undir ómar dramatísk en viðmótsþýð – eiginlega melódramatísk – tónlistin. Hann er að deyja. Og þannig heldur hann áfram næsta klukkutímann – deyjandi. Hann grætur hástöfum og þjáist til- gerðarlega, kveinar leikhúslega og kvelst þykjustulega. Þannig er einþáttungsóperan Krieg – eða Stríð – eftir Ragnar Kjartans son, við tónlist Kjartans Sveinssonar, sem sýnd er í Volks- bühne leikhúsinu í Berlín. Rómantískt málverk á sviði Krieg er annað sviðsverkið sem Ragnar og Kjartan vinna saman. Síðast gerðu þeir Kraftbirtingarhljóm guðdómsins fyrir sama leikhús, en verkið var síðar sett upp í Borgarleikhúsinu. Kraftbirtingarhljómur guðdóms- ins var óður til sviðsmyndarinnar, þess hluta leikhússins sem alltaf stendur í bakgrunni á bak við leikar ana. Með því að bregða upp nokkrum handmáluðum sviðsmynd- um, sem hreyfðust hægt með hjálp frábærrar lýsingar og annarra sviðs- brellna, reyndi Ragnar að nálgast þá ægifegurð sem listamaðurinn Ólafur Ljósvíkingur stendur stöðugt frammi fyrir í Heimsljósi Halldórs Laxness. Útlit sýningarinnar sótti inn- blástur í gamlar leikhússviðsmyndir og rómantísk málverk, þar sem feg- urð heimsins hafði verið fönguð í hádramatískum náttúrumyndum. Verkið var eins og tilraun til að gera fagurfræði klassíska rómantíska landslagsmálverksins – í anda þýskra 19. aldar málara á borð við Caspar David Friedrich og Andreas Aschen- bach – viðeigandi fyrir nútímann. Verkið var lifandi málverk, það sem hefur verið kallað tablaue vivant, við tónverk Kjartans. Þeir léku sér með tvö hundruð ára gamla og, að því er hefur virst, úrelta hefð, horfðu aftur til tíma þegar listamaðurinn var ekki álitinn eiga að nota verkið til að íhuga stöðu sína, pólitískt og félags- lega, heldur mátti hann einfaldlega leita að fegurðinni og reyna að miðla henni. En viðfangsefni Ragnars var samt allt annað en rómantísku málaranna, það var nefnilega ekki ægifegurð nátt- úrunnar eða umheimsins, heldur feg- urð listarinnar, fegurðin eftir að lista- maðurinn hefur reynt að miðla henni, fegurð málverksins og fegurð sviðs- myndarinnar. Verkið vann þannig með klisjur og „pastiche“, en endur- vinnslan var ekki endurtekning eða eftirherma heldur nýstárlegur óður til listsköpunar fyrri tíma, óður til hinn- ar einlægu upplifunar á fegurðinni sem hefur ekki átt jafn mikið upp á pallborðið í listheiminum undanfar- in hundrað ár. Fjallar ekki um dauðann Krieg heldur áfram þar sem frá var horfið í síðasta verki. En nú er leik- arinn stiginn inn í rómantísku sviðs- myndina og sviðsljósinu er beint að honum, á Leikarann (með stóru L-i) og leikinn sjálfan. Ragnar segir í kynningu verksins að það sé inn- blásið af því þegar hann lék sér að því að leika deyjandi hermann – eins og atriði úr bíómynd – þegar hann var barn. Þó að á sviðinu sé hermaður deyj- andi í heilan klukkutíma, vakti verkið nánast engar hugsanir hjá mér um dauðann. Þó að vissulega megi leiða hugann að forgengileika tilverunnar, hetjudáðum og karlmennsku, stríð- um og langdreginni þjáningu 18. ald- ar hermanna á vígvellinum er alltaf grafið undan því með endurtekninga- sömum ofleiknum. Manni er stöðugt sýnt að leikarinn sé að leika, og mað- ur gleymir sér því aldrei í aðstæð- unum, á vígvellinum. Verkið segir manni því ósköp lítið um dauðann – og er líklega ekki ætlað að gera það. Við fylgjumst ekki með raunsæis- legu dauðastríði hermanns, heldur sviðsleikara að leika dauðastríð. Að segja „fylgjumst með“ er jafnvel rangt, því það gerir ráð fyrir hreyfingu, fram- vindu eða línulegri frásögn, en í verk- inu er ekkert slíkt. Krieg er málverk. Lifandi málverk af sviðsleikara í miðri dramatískri dauðasenu. Eins og í öðrum fígúratífum mál- verkum er vissulega hægt að smíða sögu sjálfur í huganum: „Fyrst reynir persónan að lyfta sverðinu og virðist vilja halda stríðinu áfram – fyrir hverju er hann að berjast? – svo sér hann andlit einhvers sem hann þekk- ir í líkhrúgunni og grætur – er þetta bróðir hans, vinur eða herforingi? – seinna styður hann sig við byssu – ætlar hann að enda þennan tilgangs- lausa og þjáningarfulla lífróður? Af hverju er hann bara einn eftir á víg- vellinum?“ En svörin skipta litlu máli. Það er líka hægt að leita að fram- vindu í tónlist Kjartans, en á sama hátt og myndheimurinn endurvinnur hefðina meðvitað er tónlistin aldrei sérstaklega afgerandi – eiginlega klisjukennd og „kitsch“ (sérstaklega þegar hún er leikin í græjum sem ná Krieg Handrit og leikstjórn: Ragnar Kjartansson Tónlist: Kjartan Sveinsson Upptaka: Deutsches Filmorchester Babelsberg Búningar: Tabea Braun Málarar: Christoph Fischer, Anton Hä- gebarth, Camilla Hägebarth, Ragnar Kjart- ansson, Julia Krawczynski, Anda Skrejane Ljós: Johannes Zotz Dramatúrg: Henning Nass Sýnt í Volksbühne Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Leikhús Leikurinn sem myndlist Þrykk eftir japanska listamanninn Toyohara Kunichika frá 1894, sem sýnir kabuki-leikarann Ichikawa Sadanji I í hlutverki samúræjans Akiyama Kii no kami. Í atriðinu er persónan að fremja kviðristu, Seppuki, hefðbundið japanskt heiðurssjálfsvíg. „Krieg er málverk. Lifandi málverk af sviðsleikara í miðri dramatískri dauðasenu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.