Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 44
36 Lífsstíll Helgarblað 1.–4. apríl 2016 É g var 16 ára þegar ég byrjaði að reykja og eftir það var það bara kók og sígó í öll mál,“ segir Rósa Soffía Haraldsdóttir einkaþjálf- ari, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlinum Snapchat fyrir skemmtileg æfingamyndbönd og persónulegt spjall. Blaðamaður hefur fylgst með Rósu í gegnum Snapchat um nokkurt skeið og það er nánast óhugsandi að hún hafi nokkurn tíma lifað jafn óheilbrigðu líferni og raun ber vitni. Saga hennar sýnir að hver sem er getur snúið við blaðinu. Að mati blaðamanns stígur Rósa varla feilspor þegar kemur að hinum heil- brigða lífsstíl í dag, þótt hún fái sér stöku sinnum pitsu eða nammi. „Ég er alltaf með nammidag. Annars væri ég löngu sprungin,“ segir hún hlæj- andi þegar blaðamaður hefur dáðst að staðfestunni. Bætti á sig eftir barnsburð Sem unglingur og langt fram á full- orðinsár lifði Rósa bókstaflega á kóki og sígarettum og hreyfði sig lítið sem ekkert. Hún var mjög grönn, enda borðaði hún aldrei neinn mat að ráði. Hún var í raun holdgervingur hins óheilbrigða lífsstíls þrátt fyrir að það sæist ekki endilega á henni. Eftir að Rósa eignaðist dóttur sína árið 2001 bætti hún á sig ein- hverjum kílóum, en hún hafði aldrei fyrr lent í slíku. Aldrei þurft að hugsa um kílóin. „Þá fór ég að fara einu sinni eða tvisvar í viku í ræktina en var ekkert að borða að ráði með. Ég fékk samt aldrei al- mennilegan áhuga á þeim tíma.“ Það var ekki fyrr en Rósa hóf nám á Bifröst árið 2005 að líkams- ræktaráhuginn kviknaði. „Ég fór að fara nánast daglega í ræktina og þegar ég var byrjuð á því fór ég að hugsa hvort það væri kannski snið- ugt að hætta að reykja og fara að borða einhvern mat.“ Fannst strax ógeðslegt að hafa reykt Hún fór þó hægt af stað. Byrjaði á því að fá sér eina hrökkbrauðsneið í morgunmat og svo vatt það upp á sig í heilbrigðara líferni. „Að borða morgunmat var eitthvað sem ég hafði varla gert áður á ævi minni. Ég fékk mér bara kók og sígó. Svo ákvað ég að hætta að reykja, en ég gerði það með margra mánaða fyr- irvara. Ég ákvað að þegar ég væri búin í jólaprófunum þá myndi ég hætta. Þegar fór svo að líða að því þá var ég eiginlega farin að hlakka til að hætta að reykja. Ég taldi nið- ur dagana. Það var ótrúlega skrýt- ið,“ segir Rósa og hlær. Og þegar hún hætti loks að reykja þá var hún alveg hætt. „Ég labbaði út úr síðasta Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Sneri blaðinu við Rósa komum öllum á óvart, og sjálfri sér líka, þegar hún fór að fara daglega í ræktina og hætti svo að reykja. Mynd SigtRygguR ARi n Rósa Soffía einkaþjálfari breytti um lífsstíl n Vekur athygli á Snapchat Lifði á kóki og sígó » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.