Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 45
Lífsstíll 37Helgarblað 1.–4. apríl 2016 prófinu mínu og hef ekki reykt eftir það. Frá fyrsta degi fannst mér eig- inlega bara ógeðslegt að reykja. All- ar vinkonur mínar reyktu og þegar ég kom aftur í skólann eftir jólafrí og þær fóru út að reykja og komu svo til baka með reykingalyktina þá trúði ég því varla að ég hefði eytt tíu árum af ævi minni í að lykta svona.“ Ákvað að keppa í módelfitness Rósa á erfitt með að svara því hvað var til þess að líkamsræktaráhuginn kviknaði, það gerðist bara smám saman. „Það hafði kannski áhrif að það voru svo margir sem sögðu að ég væri manneskja sem liti ekki út fyrir að reykja eða drekka. Og mig langaði svolítið að vera þessi manneskja sem allir héldu að ég væri. Fólk var yfirleitt mjög hissa þegar það komst að því að ég reykti. Ég leit bara ekki þannig út, ég var svo lítil og saklaus.“ Þegar Rósa flutti svo aftur í bæ- inn eftir að hafa lokið námi á Bif- röst hélt hún áfram að fara í rækt- ina ásamt vinkonu sinni og tók ákvörðun um að keppa í módelfit- ness. En þá varð hún líka að taka mataræðið alveg í gegn, eitthvað sem hún hafði í raun ekki gert þrátt fyrir að vera farin að hugsa aðeins um hvað hún setti ofan í sig. „Ég hélt að ég væri að borða hollt því ég vissi ekki betur. Ég var kannski með fiski- bollur í kvöldmatinn en það var það eina sem ég borðaði þann daginn. Sem var samt skárra en þegar ég drakk bara kók og reykti sígó. Þá borðaði ég nánast ekki neitt því kókið og sígaretturnar tóku frá mér alla matarlyst. Ég fór kannski með krökkunum í skólanum að borða í hádeginu og fékk mér eina lang- loku og lét það duga yfir daginn,“ segir Rósa sem keppti í fyrsta skipti í módelfitness árið 2009. Sú fyrsta til að reykja og drekka Reyndar borðaði Rósa reglulega epli sem unglingur og móðir henn- ar telur það hafa bjargað henni frá algjörum næringarskorti. „Það var það eina sem ég borðaði sem var einhver næring í. Mamma keypti alltaf tonn af eplum þegar hún fór í búðina og hún varð eiginlega að rétta mér epli til að ég borð- aði. Ég var mjög oft að fá svima- köst því auðvitað þjáðist ég af næringarskorti,“ segir Rósa sem skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort það hafi nokkuð hvarfl- að að henni á þessum tíma að hún ætti eftir að keppa í módelfitness einn daginn. „Ég féll alltaf á mætingu í leik- fimi í grunnskóla. Það var ekki séns að ég færi í leikfimi. Ég var með níu og tíu í einkunn í öllu öðru.“ Rósa kom því líklega flestum í kring- um sig töluvert á óvart líka þegar hún breytti algjörlega um lífsstíl. „Það var líklega það síðasta sem fólk bjóst við af mér, að ég myndi keppa í módelfitness. Ég var með þeim fyrstu í bekknum mínum í tí- unda bekk til að byrja að reykja og drekka. Ég tók þetta kannski bara út snemma.“ Á móti öllum öfgum En Rósa lét sér ekki nægja að keppa í módelfitness, hún fór að læra einkaþjálfun á Keili og var í náminu samhliða undirbúningnum fyrir fyrsta fitness-mótið. Síðan þá hefur hún keppt þrisvar, síðast árið 2014. „Ég hugsa að ég sé hætt að keppa núna, en maður á reyndar aldrei að segja aldrei. Nú er ég samt bara að einbeita mér að því að vera einka- þjálfari.“ Hún er ekki hrifin af öfgum í lík- amsrækt og er frekar hlynnt því að fólk byggi sig upp eða grenni sig hægt og rólega. Fari ekki of geyst af stað. „Það er svo mikið um öfgar í líkamsrækt. Það er mikið af fitness- fólki sem er að hvetja aðra til að fara út í þann lífsstíl. Sem er ekkert gott fyrir Jón úti á götu. Mér finnst mikilvægt að fólki fari milliveginn. Það er enginn að fara að lifa bara á kjúklingi og spergilkáli, eins og margir halda að þeir þurfi að gera til að fara í megrun, af því þeir hafa séð svo mikið af fitness-fólki gera það. Ég vil reyna að útrýma þeirri hugsun. Allt er gott í hófi og maður þarf að finna gullna meðalveginn. Þetta þarf að vera eitthvað sem fólk er tilbúið að gera til frambúðar, ekki skyndilausn.“ Fólk oft með alltof stíf plön Rósa verður vel vör við það í fjar- þjálfuninni hjá sér, þar sem við- skiptavinir fá send matar- og æf- ingaplön, þegar fólk er farið að kunna að borða rétt. Þá hættir það að þurfa á matarplaninu að halda, enda búið að finna hvað hentar. „Þá er markmiðinu mínu náð. Fólk á ekki að þurfa að láta mata á sig á þessum upplýsingum að eilífu, það þarf að læra þetta sjálft,“ útskýr- ir Rósa. Hennar markmið er fyrst og fremst að koma viðskiptavin- um sínum á sporið. „Mér finnst að fleiri einkaþjálfarar mættu einbeita sér að því. Ekki bara hugsa um að láta fólk fá svaka prógramm þannig að það missi fullt af kílóum á ein- um eða tveimur mánuðum og svo þegar það hættir í þjálfun, af því það hefur kannski ekki efni á því lengur, þá koma öll kílóin aftur því þetta voru svo miklar öfgar. Ég vil frekar að fólk snúi sér að eðlilegu og hollu mataræði og það þarf ekkert endi- lega að hreyfa sig sjö daga í viku. Fjórum sinnum í viku er mjög gott. Þá kemur þetta hægt og rólega.“ Rósa segist hafa séð æfinga- og matarplön sem fólk er að fá hjá öðr- um einkaþjálfurum og að henn- ar mati eru mörg hver alltof stíf. „Kona sem vinnur skrifstofuvinnu er kannski með eins plan og ég fékk þegar ég var að undirbúa mig fyr- ir fitness. Það er ekki góð þróun að það þyki eðlilegt,“ segir hún hrein- skilin. Sunnudagar eru hvíldardagar Í dag er einkaþjálfunin aðeins aukavinna hjá Rósu og hún viður- kennir að það sé stundum erfitt að vera í tveimur vinnum. „Það kem- ur alveg fyrir að ég þarf að sleppa því að fara í hádegismat til að vinna plön fyrir viðskiptavini. Ég er stund- um að keyra mig aðeins of mikið út. Á sunnudögum er ég líka alveg búin á því. Þá opna ég varla tölvupóstinn minn. Ég reyni að taka algjöra hvíld á sunnudögum.“ Rósa er alltaf að stækka við- skiptavinahópinn sinn og hún gæti alveg hugsað sér að hafa einka- þjálfunina að aðalstarfi í framtíð- inni. Hún er dugleg að auglýsa sig á samfélagsmiðlunum og held- ur einnig úti heimasíðunni rosafit- ness.is. „Snapchat er eiginlega lang- besta auglýsingin mín. Ég hugsa að langflestir sem ég fæ í þjálfun komi í gegnum Snapchat. Fólki finnst það oft þekkja mig eftir að hafa fylgst með mér þar. Og það er oft kostur.“ Þeir sem vilja fylgjast með Rósu geta fundið hana á Snapchat undir nafninu rosasoffia. n „Að borða morgunmat var eitthvað sem ég hafði varla gert áður á ævi minni Allt til ræktunar og fullt af fíneríi fyrir heimilið og bústaðinn HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook LJÓSASPEGLAR Á TILBOÐI FRAM AÐ PÁSKUM 30% afsláttur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.