Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Page 10
10 Fréttir Helgarblað 8.–11. apríl 2016 » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík F ramkvæmdir standa nú yfir við byggingu sumarbústaðar á jörðinni Ölfusvatni í Árnes­ sýslu. Um er að ræða tanga sem kenndur er við Lamb­ haga og teygir sig út í Þingvallavatn. Orkuveita Reykjavíkur á landið en þar standa fyrir nokkur sumarhús sem öll eiga það sameiginlegt, líkt og nýbyggingin, að vera í eigu sömu fjölskyldunnar; Engeyinganna svokölluðu, Benedikts, Guðrúnar, Einars og Ingimundar Sveinsbarna. Hitaveita Reykjavíkur keypti Ölfusvatnslandið fyrir rétt rúmum þrjátíu árum til að afla jarðhita­ réttinda og er óhætt að segja að þau kaup hafi verið afar umdeild á þeim tíma. Gríðarhátt verð var greitt fyrir jörðina og héldu fyrri eigendur áframhaldandi notum af henni fyrir sumarbústaði sína. Jarðhitanýt­ ingin er hins vegar ekki enn hafin. Nýjasta húsið sem nú er að rísa er á lóð sem skráð er á Ingimund Sveinsson. Keypt vegna jarðhita Það var árið 1985 sem Hitaveita Reykjavíkur, sem síðar varð Orkuveita Reykjavíkur, keypti jörðina Ölfusvatn af Helgu Ingimundardóttur, ekkju Sveins Benediktssonar útgerðar­ manns, og börnum hennar fjórum, þeim Guðrúnu, Einari, Ingimundi og Benedikt. Sá síðastnefndi er sem kunnugt er faðir Bjarna Benedikts­ sonar fjármálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Orku­ veitu Reykjavíkur (OR) var tilgang­ ur kaupanna að afla jarðhitaréttinda norðan til á Hengilssvæðinu. Deilt hefur verið um hvort það hafi verið raunveruleg ástæða kaupanna. Samkvæmt fréttum af kaupunum frá þessum tíma var kaupverðið 60 milljónir króna, sem í júlí 1985 þótti umtalsverð upphæð, en að núvirði gera þetta ríflega 450 milljónir króna. Leigulaus afnot í hálfa öld Athygli vakti, og vekur enn, að við söluna hélt fjölskyldan eftir, til leigu­ lausra afnota í 50 ár, lóðum sem tvö sumarhús stóðu þá á, í svokölluðum Lambhaga, nyrst á jörðinni. Að auki héldu Engeyingarnir eftir rétti til að byggja á þremur lóðum til viðbótar á Lambhagatanganum. Þar var fyrir eitt hús að auki í eigu annarra en fjölskyld­ an keypti það eftir sölu jarðarinnar til Hitaveitunnar. Engeyingarnir seldu því jörðina til Reykjavíkurborgar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fór með meirihluta, en héldu eftir full­ um afnotum og byggingarrétti á öll­ um lóðunum sex auk veiðiréttinda. endurgjaldslaust til 50 ára. Þar að auki kom fram í fjölmiðlum þess tíma að eftir árið 2036, þegar samningstíminn rennur út, hafi fjölskyldan forleigurétt. Gagnrýnt sem spilling Vinstrimenn í borginni og víðar á þessum tíma gagnrýndu þessi við­ skipti Sjálfstæðisflokksins í borginni harðlega. Bent var á að fasteigna­ mat Ölfusvatnsjarðar, með veiði­ réttindum, hafi verið um 400 þúsund krónur. En kaupverðið nam 60 millj­ ónum króna. Ljóst var þá og þegar að borgin hefði greitt yfirverð fyrir jörðina og rúmlega það. Í grein Össurar Skarphéðins­ sonar, núverandi þingmanns Sam­ fylkingarinnar, í Þjóðviljanum í maí 1986 er þetta enda sagt „óheyrilegt kaupverð“ í fyrirsögn og er bent á í greininni að jörðin hafi verið tífalt dýrari en t.d. Nesjavellir á sínum tíma. „Gömlu eigendurnir fá því 60 milljónir á silfurfati úr sameigin­ legum sjóðum Reykvíkinga, án þess að þurfa í rauninni að láta landið af höndum. Orsökin er ein og aðeins ein: eigendurnir eru erfingjar gam­ algróins áhrifamanns úr Sjálfstæðis­ flokknum. Þeir tilheyra Engeyjar­ ættinni svokölluðu. Og þess má geta í viðbót, að hitaveitustjóri vann að samningagerðinni fyrir hönd Reykja­ víkurborgar. En svo vill til að hann er líka nátengdur gömlu eigendunum. Hvað er spilling, ef þetta er ekki spill­ ing?“ spurði blaðamaðurinn Össur árið 1986. Fleiri harðorðar greinar af sama toga má finna frá þessum tíma á vefnum timarit.is. Meðal annars heilsíðuauglýsingu frá Alþýðuflokks­ Nýr bústaður rís á á tanga Engeyinga n OR á jörðina n Fjölskyldan hélt eftir afnotum leigulaust n Jarðhiti ekki enn nýttur Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Saman í bústað Þessi mynd af Sigmundi og Bjarna birtist þegar stjórnarmyndunarvið- ræður stóðu yfir í maí 2013. Þarna sitja þeir í bústað Benedikts, föður Bjarna. Rís í landi Engeyinga Framkvæmdir standa greinilega yfir vegna bústaðar á lóð Ingimundar Sveinssonar við Þingvallavatn. Hingað og ekki lengra Sumarbústaðaland Engeyinga er í eigu OR en engu að síður lokað utanaðkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.