Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Side 14
Helgarblað 8.–11. apríl 201614 Umræða Stjórnmál
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21
Stefnir í Sumar hinna hörðu átaka
n Misburðugir flokkar búa sig undir kosningabaráttu n Næstu dagar skipta öllu máli fyrir nýja ríkisstjórn n Stjórnarandstaðan er til í hörð átök í flestum málum
A
ftur á byrjunarreit. Eftir
mikið tal um siðbót og ný
stjórnmál er traust þjóðar
innar á íslenskum stjórn
málum komið á sama stað
og eftir hrun. Undanfarna daga hef
ur þjóðin í forundran horft upp
á ævintýralegt leikrit sem skrifað
var af stjórnmálamönnum í ör
væntingu. Þetta leikrit hafði allt,
háðulegt fall aðalpersónunnar,
skylmingar og stóryrði í allar áttir og
jafnvel sprenghlægileg augnablik í
beinni sjónvarpsútsendingu.
Framvindan hefur fram til þessa
verið óútreiknanleg, en nú liggur
fyrir að það verður kosið innan
skamms. Það er einungis spurn
ing um tíma og veltur í raun á al
menningi. Ríkisstjórn Sigurðar Inga
Jóhannssonar, sem tók formlega við
völdum í gær, heldur í sinn leiðang
ur í miklum mótbyr og mun ekki
þola fjölmenn mótmæli til lengdar.
Einkum ef litið er til þess að það eru
ekki allir þingmenn stjórnarliðsins
sem halda í leiðangurinn af fullum
hug. Fjari undan mótmælunum á
næstu dögum er ekkert því til fyrir
stöðu að ríkisstjórnin sitji fram á
haust.
Hvort sem kosið verður á næstu
tveimur mánuðum eða í haust, þá
þurfa flokkarnir að fara að undir
búa kosningar með öllu sem því
fylgir. Formenn allra flokka segjast
reiðubúnir til kosninga, en það þarf
enginn að velkjast í vafa um að þær
yfirlýsingar eru settar fram af mis
mikilli einlægni. Hér að neðan verð
ur farið yfir stöðuna innan flokk
anna eins og hún blasir við í dag.
Fíllinn í herberginu
Framsóknarmenn þurfa að spyrja
sig stórra spurninga á komandi vik
um. Forsætisráðherrann, sem flokk
urinn eins og hann lagði sig varð
veitti á stalli og sló skjaldborg um,
er fallinn. Sú staða að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson er enn for
maður og þingmaður setur flokks
menn í óþægilega stöðu. Sam
kvæmt nýjustu mælingu nýtur hann
trausts einungis 10 prósent þjóðar
innar og nær útilokað er að nokk
ur flokkur á þingi sé tilbúinn að
starfa með honum í náinni fram
tíð eftir það sem á undan er gengið.
Kjarninn í kringum Sigmund Davíð
Gunnlaugsson telur hins vegar að
hann eigi endurkomuleið í íslensk
stjórnmál og mun berjast með kjafti
og klóm fyrir áframhaldandi yfir
ráðum hans yfir flokknum. Það
gætu orðið átök. Bæjarfulltrúar víða
um land risu upp gegn honum fyrr
í vikunni og vitað er að innan þing
flokksins er skýr vilji til að boða strax
til kosninga.
Það yrði mikið hættuspil fyrir
Framsóknarflokkinn að fara inn í
kosningar án nokkurs konar upp
gjörs við formannsembættið, hvort
sem þeir kjósa að bola Sigmundi
Davíð frá eða veita honum áfram
haldandi umboð til að leiða flokk
inn áfram líkt og sumir þingmenn
hafa látið liggja að við Eyjuna að
sé fyllilega mögulegt. Sigurður Ingi
er augljóslega næstur í röðinni,
en framsóknarmenn virðast hafa
dregið upp óvænt tromp með því
að sækja Lilju Alfreðsdóttur í ráð
herraembætti. Ekki aðeins er hún
með FramsóknarDNA í blóðinu
verandi dóttir Alfreðs Þorsteins
sonar, heldur er hún vel liðin þvert
á flokka. Engum ætti að koma á
óvart þótt hún yrði formaður Fram
sóknarflokksins fyrr en síðar.
Magnús G. Eyjólfsson
Freyr Rögnvaldsson