Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Síða 17
Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Umræða 17
Mielke: „Mitt hobbí er í rauninni
mjög svipað: „Ég safna saman öll
um sem segja brandara um þig.“
Þannig gamansemi í
þjóðsögum og bókmenntum
Húmor af þessu tagi, svona litlar
gamansamar sögur þar sem vald
hafar eru dregnir sundur og saman
í háði, er reyndar náskyldur þjóð
sögum og ævintýrum; einhvers
konar varnarleikur hinna undirok
uðu. Enda sjáum við í svo mörgum
þjóðsögum, til dæmis nýrri snilldar
útgáfu á Grimmsævintýrum endur
sögðum, sem kom út á íslensku fyrir
síðustu jól, að hetjur þeirra sagna
eru gjarnan hinir smæstu; kot
ungar, undirokaðir yngstu bræð
ur, að ekki sé talað um sjálfa Ösku
busku. Hinir „litlu“ í samfélögunum
reynast í slíkum sögum gjarnan úr
ræðabestir og útsjónarsamastir, auk
þess að hafa unnið sér inn góðvild
dýra og ýmissa vætta með breytni
sinni, á meðan hinir eldri eru stirð
ir og hugsa hægt og hafa áður sýnt
öllum og öllu tillitsleysi og yfirgang.
Eins og húsdýrin sem á að slá af
vegna þess að þau eru orðin gagns
laus að áliti mannanna, en sem
taka sig saman um að halda hóp
inn og stofna hljómsveit. Þetta er
ein af mínum uppáhaldssögum í
veröldinni, hét áður „Brimaborgar
söngvararnir“ en í hinni nýju endur
sögn Philips Pullman og þýðingu
Silju Aðalsteins „Tónsnillingarnir
frá Brimaborg“; þeir lenda í háska
er þeir hitta hættulegan ræningja
flokk, en reynast honum miklu hug
vitssamari. Úr bókmenntum liðinna
alda þekkjum við margar slíkar sög
ur, og eru oftast kenndar við „píkar
esku.“ Fræg bókmenntaverk hafa
verið skrifuð dálítið í sama anda; ein
vinsælasta skáldsaga liðinnar aldar
er eins og allir vitar „Góði dátinn
Svejk“ og þar er það mælska og hug
vitssemi hinna óbreyttu sem oftast
skilur foringja og hershöfðingja eftir
sem berstrípaða trúða. Þegar bókin
kom fyrst út var Habsborgaraveldið
mikla reyndar liðið undir lok, en
hefði svo ekki verið hefði hún án efa
orðið því gamla keisaradæmi ærið
skeinuhætt.
„Hvað myndi gerast ef einhver
dræpi Walter Ulbricht?“
Walter Ulbricht var á undan
Honecker leiðtogi AusturÞýska
lands eða DDR, þessa undarlega
Stasisamfélags þar sem líklega
var betur fylgst með þegnunum
en annars eru dæmi um í sögunni.
Þar var svo nákvæmlega njósnað
um borgarana að það þótti hrein
lega vera kostur í tilfellum eins og
ef menn þurftu að taka leigubíl; bíl
stjórinn vissi hver þú varst og hvar
þú áttir heima.
Walter Ulbricht var að sjálf
sögðu skreyttur mörgum orðum
og heiðursmerkjum, meðal annars
einni sem mikið var spaugað með,
en hún var fyrir hetjuskap í Spænsku
borgarastyrjöldinni. Hetjuskap sem
ekki margir aðrir könnuðust við,
og síst þeir sem sjálfir höfðu ver
ið á vígstöðvunum á móti fasista
herjum Francos. Konan hans, Lotte
Ulbricht, var líka höfði í háum sessi,
og hún hagaði sér eins og drottning
eða móðir allrar þjóðarinnar, þótt
hún hefði síst orð á sér fyrir mann
kosti; mildi, þokka eða skemmti
legheit. Ein alþýðusagan var svona:
Tveir DDRborgarar hittust á Alex
anderplatz og tóku tal saman. Og
annar segir við hinn: „Hugsaðu þér,
í Bandaríkjunum skutu þeir forset
ann! Hvað heldurðu að myndi ger
ast hér ef einhver kæmi og dræpi
Walter Ulbricht?“ Hinn svaraði:
„Ekki veit ég hvað myndi gerast
þá. En ég er samt nokkuð viss um
að skipakóngurinn Onassis myndi
ekki giftast ekkjunni.“ n
Að hlæja óvinsæl yfirvöld í hel
Erich Honecker Erich Mielke
Walter Ulbricht
Beittasta
vopnið
„Sumt póli-
tískt grín
er semsagt
þannig að
það semur
sig sjálft, og
varla neinu
við það að
bæta.“