Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Qupperneq 27
Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Kynningarblað - Veitingahús 7
Ísafold, SKÝ og Jörgensen: Þrír
ólíkir veitingastaðir – allir einstakir
D
avíð Kjartansson stýrir
nýjasta hóteli Center
Hotels-keðjunnar, að
Laugavegi 120, en þar er
veitingastaðurinn Jörgen-
sen Kitchen & Bar, í gamla Arion
banka-húsinu. Gengið er inn á
staðinn af götu og fyrir almenning
er tengingin við hótelið vart sýnileg.
Veitingastaðurinn hefur skemmti-
legt og afar persónulegt yfirbragð.
„Við erum með íslenska matar-
gerð með alþjóðlegu ívafi. Matur-
inn er umfram allt bragðgóður
en uppleggið er líka að gera hann
skemmtilegan og fallegan. Verðlag-
ið er mjög sanngjarnt en jafnframt
lagt mikið upp úr gæðum,“ seg-
ir Davíð, en útlit matarins skiptir
miklu máli:
„Þetta er umfram allt mjög fal-
legt og skemmtilegt. Það er bara
þannig að maður borðar fimmtíu
prósent með augunum. Það vita
flestir og þeir sem vita það ekki, þeir
upplifa það hjá okkur. Við leggjum
mikið upp úr því að upplifun gesta
sé eftirminnileg. Það kemur fram í
útliti og alls konar smáatriðum sem
erfitt er að lýsa, maður þarf að koma
á staðinn til að upplifa þetta.“
Davíð segir jafnframt að hver
matardiskur sé í raun listaverk.
Andrúmsloftið er frjálslegt:
„Hingað koma gjarnan litlir
vinahópar og hér má hafa hátt, það
má hlæja og hafa gaman. Við erum
bara með íslenska tónlist sem er
liður í því að hafa stemninguna
vinalega.“
Sem fyrr segir er Jörgensen
Kitchen & Bar í gömlu bankahúsi og
þar af leiðir er vínkjallarinn í gömlu
peningageymslu bankans sem hlýt-
ur að teljast einstakt. Vínúrvalið er
gott en umfram allt er staðurinn
ætlaður öllum:
„Við reynum að verðleggja réttina
þannig að flestir eiga að geta leyft
sér eitthvað. Annars vegar leggj-
um við áherslu á A la Carte-matseð-
il á kvöldin sem er þó þannig úr garði
gerður að fólk getur keypt sér tvo rétti
í stað eins á sambærilegu veitingahúsi
og deilt með sér. Hins vegar er það
Street Food þemað okkar, sem hefur
heppnast afskaplega vel. Þar erum við
með mat frá öllum heimshornum og
úrvalið er síbreytilegt. Þetta eru rétt-
ir sem fara afskaplega vel með vín-
glasi eða bjór. Þessir réttir eru í senn
afskaplega góðir, þrælskemmtilegir
og hræbillegir. Hér er því tilvalið tæki-
færi fyrir hópa að koma og njóta fram-
úrskarandi veitinga.“
Jörgensen Kitchen & Bar er opið
alla daga frá kl. 11.30 til miðnættis.
Sími: 595 8565. n
SKÝ Restaurant & Bar
Stórkostlegt útsýni – gómsætur léttleiki – sérlagaðir kokteilar
S
KÝ Restaurant & Bar er
staðsettur á 8. hæð á Center
Hotels. Á veitingastaðnum
er stórkostlegt útsýni yfir
Faxaflóa, Esjuna, Hörpu og
miðbæ Reykjavíkur. Útsýnið eitt og
sér gerir máltíð á SKÝ að einstakri
upplifun.
SKÝ er hannaður á nýtískulegan
en þó hlýlegan máta og er þar að
finna stóra verönd með borðum og
stólum sem gestirnir geta nýtt sér
þegar veður leyfir. SKÝ býður upp
á gott úrval af léttum réttum eins
og pasta, samlokum, hamborgur-
um, kjúklingaréttum og fiski, sem
listakokkar staðarins útbúa. Alla
daga vikunnar milli 12 og 16 er boð-
ið upp á glæsilegan „brunch“.
SKÝ býður upp á mikið úrval
hanastéla. Fjallastélin eru sérút-
búnir kokteilar sem nefndir eru eft-
ir fjöllunum sem skarta sínu feg-
ursta fyrir augum gestanna. Þannig
er staðurinn tengdur við útsýnið,
til dæmis getur fólk notið fegurðar
Esjunnar á meðan það gæðir sér á
Esju-kokteil.
SKÝ tekur fagnandi á móti hóp-
um, allt að 80 manns, og býður upp
á einstaklega góðan hópmatseðil.
Er staðurinn til dæmis vinsæll með-
al saumaklúbba.
Það er tilvalið að koma við á SKÝ
áður en farið er á tónleika í Hörpu
en tónlistarhúsið er rétt hjá. Góð-
ur matur, sérlagaður kokteill og frá-
bært útsýni – vart er hægt að hugsa
sér betri upphitun fyrir menningar-
viðburð í Hörpu.
SKÝ Restaurant & Bar er opið alla
daga frá kl. 11.30 til miðnættis. Sími:
595 8545. n
Jörgensen Kitchen & Bar:
Lystisemdir á viðráðanlegu verði
Jörgensen Kitchen
& Bar Viktoría Hrönn
Axelsdóttir vaktstjóri
og Jóhann Ingi Reynis-
son matreiðslumeistari.
Mynd BrynJa