Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Side 4
Helgarblað 6.–9. maí 20164 Fréttir … komdu þá við hjá okkur Ertu á leið í flug? Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457 Hádegis-tilboð alla daga Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Höfnuðu World Class og gróðurhvelfingum Hafnarfjarðarbær vill ekki láta lóð við Suðurbæjarlaug undir líkamsræktarstöðvar eða matjurtarækt B æjaryfirvöld í Hafnar firði höfnuðu á þriðjudag um­ sóknum þriggja fyrirtækja sem öll vildu byggja á lóð Suðurbæjarlaugar og opna þar líkamsræktarstöðvar eða gróður­ hvelfingar. World Class og Gym heilsa ehf. kepptust þar um leyfi til að byggja líkamsræktarstöðvar en sprotafyrirtækið Spor í sandinn vildi opna þar klasa gróður hvelfinga. Forsvarsmenn fyrir tækjanna þriggja höfðu ekki heyrt af ákvörðun bæjar­ yfirvalda þegar DV náði tali af þeim á miðvikudag. Skoðar aðrar lóðir Skipulags­ og byggingarráð Hafnar­ fjarðar tók á þriðjudag undir umsögn skipulagsfulltrúa bæjarins sem er á móti byggingaráformum fyrirtækj­ anna þriggja á lóðinni Hringbraut 77. Samkvæmt henni er umrætt svæði skilgreint sem land undir samfélags­ þjónustu. Hugmyndirnar þrjár falli því ekki að aðalskipulagi svæðisins. „Svona er oft með byltingar­ kenndar hugmyndir, að þær standa stundum í regluverkinu,“ segir Hjör­ dís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Spors í sandinn. Fyrir­ tæki hennar óskaði í mars síðast­ liðnum, í bréfi til bæjar ráðs Hafnar­ fjarðar, eftir því að fá að kaupa eða leigja lóð sunnan við sundlaugina undir sjálfbærar gróðurhvelfingar (e. Biodomes). Samkvæmt umsókn fyrir tækisins var hugmyndin að rækta þar matjurtir en einnig bjóða upp á „fræðslutengda upplifun og nýja inn­ viði í afþreyingu og ferðaþjónustu“. „Við munum nú taka upp sam­ tal við bæjaryfirvöld og skoða þeirra rök og hvort þau hafi aðra staðsetn­ ingu í huga. Ég skoða þetta með opnum hug,“ segir Hjördís og bæt­ ir við að hún hafi einnig sýnt öðrum lóðum í Hafnarfirði áhuga. „Þær komu út úr samráðsfundi með skipulagsstjóra bæjarins. Á þeim fundi sammæltumst við um að Suðurbæjarlaug félli best að hug­ myndafræði okkar um myndun klasa gróðurhvelfinga með annarri starfsemi. Það er búið að kynna þetta fyrir fjölda fjárfesta en skuld­ bindingin verður aldrei til staðar fyrr en staðsetningin er á hreinu. Ég er einnig að skoða önnur sveitarfé­ lög og það má segja að ég sé með allt landið í skoðun. Ég vil ekki nefna þau en það kemur í ljós fljótlega,“ segir Hjördís. „Vonbrigði“ Bæjarráði Hafnarfjarðar barst umsókn World Class um sömu lóð í febrú­ ar 2015. Í umsókninni greinir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri og stofn­ andi fyrirtækisins, frá hugmyndum þess um 2.000 fermetra heilsuræktar­ stöð í suðurenda sundlaugargarðsins. Stöðin verði af „fullkomnustu gerð með vel búnum æfingasölum, af­ greiðslu og búningsklefum“. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að bærinn hafi hafnað þessu. Ég hafði áhuga á að gera flotta stöð í bænum. Ég er að byggja aðra stöð í Breiðholti og ætla að klára það og sé svo til með framhaldið,“ segir Björn. Gym heilsa hefur rekið heilsurækt í Suðurbæjarlaug í 17 ár. Fyrirtækið sendi bæjarráði Hafnarfjarðar bréf í lok mars í fyrra og óskaði eftir sam­ starfi um rekstur nýrrar stöðvar í 500 fermetra byggingu sem yrði reist við núverandi mannvirki. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri Gym heilsu, hafði ekki heyrt af ákvörðun bæjar­ yfirvalda þegar DV náði tali af honum á miðvikudag og vildi af þeim sökum ekki tjá sig um niðurstöðuna. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ekki hætt Hjördís Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Spors í sandinn, skoðar nú aðrar lóðir í Hafnarfirði undir gróðurhvelfingarnar. Vonsvikinn Björn Leifsson, framkvæmda stjóri World Class, segir ákvörðun bæjaryfir- valda í Hafnarfirði hafa komið sér á óvart. Suðurbæjarlaug Fyrirtækin þrjú vildu öll byggja á lóð laugarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.