Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 6
Helgarblað 6.–9. maí 20166 Fréttir SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is F organgsröðun í þágu umferðar öryggis er sögð hafa ráðið því að Ólöf Nordal innan ríkisráðherra sló síðasta áfanga Dettifossvegar út af samgönguáætlun á dögunum. Sú skýring kemur fram svari innanríkis­ ráðuneytisins við fyrirspurn DV. Þar er vísað til þess að sextán banaslys hafi orðið í fyrra, samanborið við þrjú árið áður, og forgangsröðunin taki mið af því. Athugun DV leiðir hins vegar í ljós að í samgönguáætlun eru engar vegabætur fyrirhugaðar á þeim vegarköflum þar sem bana slysin urðu í fyrra. 430 milljónir voru hins vegar settar í margvíslegar aðgerðar sem stuðla eigi að umferðaröryggi. Næstum allir afbókuðu gistingu Heilsársvegur hefur verið lagður frá þjóðvegi 1, Mývatnsmegin, að Detti­ fossi auk þess sem unnið er að upp­ byggingu vegarins frá Ásbyrgi í Öxar­ firði að Vesturdal. Haftið sem eftir er, frá Dettifossi að Vesturdal, var hins vegar slegið út af samgönguáætlun í vetur. Eins og DV greindi frá á dögun­ um eru ferðaþjónustubændur í Öxar firði miður sín vegna þessa, en vegurinn er lokaður stærstan hluta ársins. Einn ferðaþjónustuaðili, sem heldur úti bændagistingu, bar að 28 af 30 bókunum í desember hafi ver­ ið afbókaðar á síðustu stundu. Þá hringdi fólk frá Dettifossi og sagðist ekki komast leiðar sinnar. Ástandið er svo slæmt að verslunin í Ásbyrgi var í fyrsta sinn í 41 ár lokuð í vetur. „Hingað koma engir peningar,“ sagði Ævar Ísak Sigurgeirsson í samtali við DV en Öxfirðingar horfa á ferða­ mannastrauminn að mestu úr fjar­ lægð, án þess að njóta ávaxtanna. Brothættar byggðir DV spurði Ólöfu þann 14. apríl síð­ astliðinn hvernig stæði á því að vegurinn, sem heimamenn hafa beðið eftir árum saman, hafi ver­ ið felldur út af samgönguáætlun. Blaðið spurði hvernig ákvörðunin samrýmdist því yfirlýsta markmiði stjórnvalda að stuðla að dreifingu ferðamanna um allt land. Þá minnti DV á að Kópasker og Raufarhöfn, þau byggðarlög sem mest myndu hagnast á þessari samgöngubót, væru á lista yfir brothættar byggðir. „ Hvernig samrýmist ákvörðunin þeirri viðleitni stjórnvalda að efla þessi viðkvæmu byggðarlög?“ spurði DV meðal annars. Kostar 1.500 milljónir Þessum spurningum var ekki svarað með beinum hætti heldur benti ráðuneytið á að verið væri að vinna að uppbyggingu vegarkaflans frá Tó­ vegg – sem er nálægt Ásbyrgi – að Vesturdal. Um 22 kílómetra kafli væri skilinn eftir en til þess verkefnis þyrfti 1.500 milljónir króna. „Megin­ forsenda fyrir vali á verkefnum inn á árin 2017 og 2018 í fjögurra ára sam­ gönguáætlun sem nú liggur fyrir Al­ þingi var öryggissjónarmið. Umferð fer vaxandi og fjölgaði banaslysum úr þremur árið 2014 í 16 á síðasta ári. Við þessa forgangsröðun náði loka­ áfangi Dettifossvegar ekki inn á áætl­ unina árin 2017 og 2018 en kemur til skoðunar í næstu áætlun,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið benti á að miklar samgönguframkvæmdir væru í gangi „á svæðinu“. Í því samhengi voru nefndar framkvæmdir við Bakka á Húsavík og endurnýjun flugvallarins við Húsavík. Loks voru Vaðlaheiðar­ göng nefnd en þau eru í tæplega tveggja klukkutíma akstursfjarlægð frá Kópaskeri. Þó að göngin muni nýtast öllu Norður­ og Austurlandi vel er vegalengdin frá Kópaskeri að Vaðlaheiðargöngum álíka löng og frá Reykjavík til Stykkishólms. Hún er heldur styttri en frá Reykjavík að Vík í Mýrdal. Malbikað frá Laugarvatni að Flúðum Eins og áður segir stendur ekki til að gera úrbætur á þeim vegarköflum þar sem banaslys urðu í fyrra. Þrjú banaslys urðu á Biskupstungna­ braut. Þriggja ára fótgangandi stúlka lést við sveitabæ í Biskupstungum, 65 ára ökumaður lést í bílslysi norðan við Minni­Borg og farþegi, 23 ára, lést á Biskupstungnabraut við Alviðru. Eina vegaframkvæmdin sem fyrirhuguð er á þessu svæði er á Reykjavegi, sem tengir saman Laugarvatn og Flúðir. Þar á að mal­ bika. Þrjú banaslys urðu á Suður­ landsvegi en hans er ekki getið í samgönguáætlun, svo annað dæmi sé tekið. Á meðal stórra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru í samgönguáætlun eru Dýrafjarðargöng, heilsársvegur um Dynjandisheiði, tvöföldun þjóð­ vegarins um Mosfellsbæ auk þess sem að í Ölfusi og á Kjalarnesi á að fara í 2+1 framkvæmd. Uxahryggja­ vegur verður malbikaður. Fyrir austan á að malbika hringveginn um Skriðdal að Breiðdalsheiði, ljúka á við veginn um Berufjarðarbotn og ný brú verður byggð yfir Hornafjarðar­ fljót, svo eitthvað sé nefnt. Ekki nýr vegur um Öxi Auk vegarins um Dettifoss hefur verið hætt við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og nýjan veg um Öxi auk þess sem ekki stendur til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Þá stendur ekki til að halda áfram vinnu við Arnarnesveg í efri byggðum Kópavogs. Varasamur vegslóði DV benti ráðuneytinu á þriðjudag á þá staðreynd að fyrirhugaðar vega­ úrbætur, sem getið er í samgöngu­ áætlun, nái ekki til þeirra vega þar sem banaslys urðu í fyrra. Auk þess var bent á að í frétt DV frá 19. apríl síðastliðinn hafi komið fram að margir lendi í háska á veginum – sem er lokaður stærstan hluta ársins. Í umræddri frétt sagði Ísak í Ás­ byrgi að nær daglega þyrftu bænd­ ur í sveitinni að aðstoða fólk í vanda á vegunum í kringum Jökulsá. Hann sagði tímaspursmál hvenær stór­ slys hlytist af. Mörg dæmi væru um að fólk hefði þurft að hafast við í bíl­ um sínum yfir nótt í nístandi kulda – í þeirri trú að vegurinn yrði ruddur daginn eftir. Á endanum freisti sum­ ir þess að ganga til byggða. Slíkt gæti endað með ósköpum, enda væru veður mjög válynd uppi til fjalla. Í svari frá ráðuneytinu var á það bent að 430 milljónum króna hefði verið varið til margvíslegra aðgerða á sviði umferðaröryggis á árinu. Þær millj­ ónir fara meðal annars í merkingar við einbreiðar brýr, undirgöng fyrir búfé, hvíldarsvæði við vegi, eftirlit lögreglu og fræðslu í grunnskólum. Frekari skýringar í ljósi þessara atriði höfðu ekki borist þegar DV fór í prentun. n Öryggissjónarmið sögð hafa frestað Dettifossvegi n Fjöldi banaslysa í fyrra stýrði forgangsröðinni n Engar úrbætur á vegum þar sem banaslysin urðu Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Banaslysin 2015 n Sextán einstaklingar létust í jafn mörgum slysum; fjórar konur en tólf karlmenn. n Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir 13 utanbæjar. n Enginn lést af völdum ölvunar- eða fíkniefnaaksturs. n Sex létust á Suðurlandi. n Af þeim látnu voru sjö útlendingar, þar af fimm erlendir ferðamenn. Dettifoss Skilja eftir Í dag er fært allt árið frá þjóðvegi 1 að Dettifossi. Verið er að vinna að veginum frá Ásbyrgi að Vesturdal. Haftið á milli er skilið eftir. Ásbyrgi Hringvegurinn Vesturdalur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.