Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 8
Helgarblað 6.–9. maí 20168 Fréttir Fjórir stjórnendur Fengu 1.600 milljónir í bónusa F jórir æðstu stjórnendur ís- lenska eignaumsýslufélagsins ALMC, áður Straums-Burða- ráss fjárfestingabanka, þar á meðal Óttar Pálsson, hæsta- réttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, fengu um 1.850 milljónir króna í laun og bónusgreiðslur á ár- inu 2015. Að langstærstum hluta er um að ræða greiðslur til þeirra á grundvelli kaupréttaráætlunar – sam- tals um 1.600 milljónir króna – sem var samþykkt á aðalfundi félagsins árið 2011. Fá þeir því hver um sig að meðaltali 400 milljónir króna í bónus. Fengu þessir sömu stjórnendur ALMC, forstjóri og þrír stjórnarmenn, næstum helminginn af allri þeirri fjár- hæð sem eignaumsýslufélagið innti af hendi í bónusgreiðslur til fjölda nú- verandi og fyrrverandi starfsmanna um miðjan desembermánuð í fyrra. Rétt eins og sagt var frá í forsíðufrétt DV hinn 16. febrúar síðastliðinn, þar sem upplýst var um að ALMC hefði nýlega lokið við að borga starfsmönn- um sínum milljarða í bónusa, þá hafði félagið áætlað að greiðslurnar myndu nema 22,8 milljónum evra, jafnvirði 3,34 milljarða króna miðað við með- algildi krónunnar gagnvart evru á ár- inu 2015. Bætt í bónuspottinn Samkvæmt nýjasta ársreikningi ALMC þá gjaldfærði félagið hins vegar 2,56 milljónir evra til viðbótar á síð- asta ári vegna bónusgreiðslna. Sam- tals námu bónusar til stjórnenda og lykilstarfsmanna því um 3,7 milljörð- um króna en eftir því sem DV kemst næst áttu um tuttugu starfsmenn, bæði Íslendingar og útlendingar, rétt á því að fá hlut í þeim bónusgreiðsl- um. Ársreikningur ALMC fyrir árið 2015, sem var nýlega skilað til fyr- irtækjaskrár, staðfestir að stærstur hluti þessara greiðslna fór til aðeins mjög fárra lykilstjórnenda ALMC – og þar munar mestu um forstjóra og stjórnar menn félagsins. Auk Óttars þá hafa þeir Christoph- er Perrin stjórnar formaður og Andrew Bernhardt, skipað stjórn ALMC undanfarin ár. Greiðslur til þeirra í fyrra voru samtals 9,1 milljón evra, jafnvirði 1.330 milljóna króna, bor- ið saman við 943 þúsund evrur á ár- inu 2014. Ekki er sundurliðað í reikn- ingi ALMC hversu stór hluti greiðslna til stjórnar manna fyrir árið 2015 sé vegna kaupréttaráætlunar félags- ins en að því gefnu að þóknun vegna stjórnarsetu hafi ekki breyst mikið á milli ára þá námu bónusgreiðslur til þeirra þriggja samtals um 1.180 millj- ónum króna. Þá fékk Svíinn Daniel Svanström, forstjóri ALMC frá árinu 2013, einnig margfalt hærri greiðsl- ur í sinn hlut í fyrra borið saman við árið 2014 þegar laun hans námu 573 þúsund evrum, jafnvirði 84 milljóna króna á þáverandi gengi. Greiðslur til hans námu samtals 3,56 milljón- um evra en ef gengið er út frá því að forstjóralaun Svanströms hafi hald- ist óbreytt á milli ára þá fékk hann greiddan út bónus frá eignaumsýslu- félaginu ALMC að fjárhæð um 430 milljónir króna í lok síðasta árs. Gilda engar reglur Jakob Ásmundsson, fyrrverandi for- stjóri Straums fjárfestingabanka, sem gegndi starfi fjármálastjóra ALMC fram til ársins 2013, var einnig í hópi þeirra lykilstjórnenda sem fengu hvað langsamlega hæstu bónusgreiðslurnar frá ALMC. Aðrir Íslendingar sem voru hluti af kaup- n Fengu nærri helminginn af heildarbónusgreiðslum ALMC n Forstjórinn fékk yfir 500 milljónir í laun og bónusa á síðasta ári Um 700 milljónir á 7 árum Þeir sem hafa setið í þriggja manna stjórn ALMC frá því í árslok 2010 hafa fengið ríflegar greiðslur í þóknun fyrir stjórnarstörf sín. Þannig hafa greiðslur fyrir stjórnar setuna að jafnaði numið samtals frá 110 milljónum til 145 milljóna króna á ári. Stjórnin hefur haldist nánast óbreytt frá upphafi ef undan er skilið þegar Nikolaus Requat var skipt út sumarið 2012 og inn kom Andrew Bernhardt sem þá var einnig framkvæmdastjóri félagsins. Christopher Perrin hefur ávallt gegnt starfi stjórnarformanns ALMC og þá hefur Óttar setið í stjórninni allt frá því að félagið tók til starfa eftir nauðasamning. Ef bónusgreiðslur til stjórnarmanna ALMC í desember 2015 eru ekki teknar með í reikninginn – samtals um 1.185 milljónir króna – þá hafa þeir fengið um 670 milljónir króna í sinn hlut í þóknun fyrir stjórnarsetuna frá árinu 2010. Í ársreikningum ALMC er ekki sundurliðað hvernig greiðslurnar skiptast á milli stjórnarmanna. Ef hins vegar er gengið út frá því að stjórnarformaður fái 50% hærri þóknun en aðrir stjórnarmenn, sem er algengt fyrirkomulag, þá ættu heildargreiðslur til hans vegna stjórnarsetunnar að nema um 280 milljónum fyrir tímabilið. Aðrir stjórnarmenn, meðal annars Óttar, hafa þá að sama skapi fengið um samtals 190 milljónir hver um sig. Ljóst er að Óttar hefur borið fjárhagslega mjög mikið úr býtum vegna starfa sinna fyrir ALMC á undanförnum árum. Að því gefnu að tæplega 1.200 milljóna króna bónusgreiðsla til stjórnarmanna ALMC hafi skipst jafnt á milli þeirra þriggja þá hefur Óttar því fengið samtals um 600 milljónir króna í þóknun og bónusa frá því að hann settist í stjórn ALMC í október 2010. Þá var Óttar einnig forstjóri félagsins meðan á slitameðferð þess stóð frá mars 2009 og fram á haustið 2010 en á þessum árum námu heildarlaunagreiðslur félagsins til forstjóra um 260 milljónum króna. Hluti af þeim greiðslum fóru hins vegar einnig til William Falls, fyrrverandi forstjóra Straums-Burða- ráss fjárfestingabanka, og Oscars Crohn, sem tók við af Óttari sem forstjóri ALMC seint á árinu 2010. Þrátt fyrir það er ljóst að meginþorri þessara greiðslna fór til Óttars og því má varlega áætla að hann hafi fengið samtals um 700 milljónir á þeim sjö árum sem hann hefur starfað fyrir ALMC. Hörður Ægisson hordur@dv.is Andrew Bernhardt Daniel Svanström Christopher Perrin Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is • 101@101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gna s a l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is 101@ i Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gna s a l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarn rgata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is • @101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gn sa l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3 09 • www.101.is • 101@101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f t e gn sa l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Sig rún 85 7 2 267 Þar sem hjartað slær Lei fur 82 0 8 100 – Þ A R S E M H J A R TA Ð S L Æ R –

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.