Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 9
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Fréttir 9 Elsta vEitingahús REykjavíkuR staRfandi í 80 áR Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Allt til ræktunar og fullt af fíneríi fyrir heimilið og bústaðinn HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook Fjórir stjórnendur Fengu 1.600 milljónir í bónusa n Fengu nærri helminginn af heildarbónusgreiðslum ALMC n Forstjórinn fékk yfir 500 milljónir í laun og bónusa á síðasta ári réttarkerfi félagsins, eins og áður hef- ur verið rakið á síðum DV, eru meðal annars Birna Hlín Káradóttir, yfirlög- fræðingur Fossa markaða, og Magn- ús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku fjárfestingabanka. Birna Hlín var áður yfirlögfræðingur Straums fjár- festingabanka og ALMC. Hefur hún setið í stjórnum fjölmargra félaga á vegum ALMC á undanförnum árum. Magnús Ingi var áður forstöðumaður fjárstýringar Straums en vann einnig um tíma fyrir ALMC samhliða störf- um sínum fyrir fjárfestingabankann. Rétt er að taka fram að ólíkt því sem á við um íslensk fjármálafyrirtæki, sem mega ekki greiða meira en sem nemur 25% af árslaunum starfsmanna sinna í kaupauka, þá gilda engar slíkar reglur um hámark á bónusgreiðslur til starfs- manna eignaumsýslufélags á borð við ALMC. Bónusar til starfsmanna ALMC voru greiddir út í evrum og fyrir þá Íslendinga sem fengu slíka bónusa þurfa þeir að greiða 46,25% tekjuskatt eins og um sé að ræða launatekjur. Jakob hefur sagt að þeir bónus- ar sem ALMC greiddi út í desember á síðasta ári séu í takti við þróunina erlendis. Í samtali við mbl.is hinn 16. febrúar síðastliðinn, í kjölfar forsíð- ufréttar DV um bónusgreiðslurnar, sagði hann að vissulega væri um veru- lega háar greiðslur að ræða en hins vegar væri ljóst að aðstæður í þjóð- félaginu væru aðrar í dag en rétt eftir bankahrun. Þá benti Jakob á að þess- ar kaupréttar greiðslur „lúti þeim lög- málum sem svona gerir erlendis,“ og 5 milljarða stöðugleikaframlag Forsenda þess að ALMC gat greitt út milljarða bónusa til starfsmanna var að félagið myndi fallast á að borga stöðugleikaframlag til íslenskra stjórnvalda – að öðrum kosti myndi leggjast 39% stöðugleikaskattur á eignir félagsins eins og þær stóðu í árslok 2015. Slíkur skattur hefði að óbreyttu sett áformaðar bónusgreiðslur í uppnám. Stjórn ALMC samþykkti að lokum að inna af hendi slíkt framlag til stjórnvalda, eins og áður hefur verið sagt frá í DV, og nam heildarfjárhæðin um 5,3 milljörðum króna, að því er fram kemur í ársreikningi ALMC. Stöðugleikaframlagið felst í greiðslu reiðufjár í krónum að fjárhæð 4 milljarðar og framsali innlendra krafna upp á milljarð króna miðað við bókfært virði. Eftir að hafa samþykkt greiðslu stöðugleikaframlags til stjórnvalda fékk félagið heimild frá Seðlabanka Íslands í nóvember á síðasta ári til að greiða inn á breytanleg skuldabréf í eigu hluthafa ALMC. Samtals nam fjárhæðin sem ALMC greiddi inn á bréfin 650 milljónum evra, jafnvirði ríflega 90 milljarða króna á núverandi gengi. ALMC hefur því núna nánast lokið hlutverki sínu með því að umbreyta eignum félagsins í reiðufé og greiða til hluthafa sinna en í árslok 2015 námu eignir þess aðeins um 43 milljónum evra. því sé þetta ekki sambærilegt við það sem þekkist almennt hérlendis. „Þetta er klárlega ekki einsdæmi á alþjóðleg- um vettvangi,“ sagði hann. Í eigu erlendra vogunarsjóða Eignaumsýslufélagið ALMC varð til í kjölfar þess að kröfuhafar Straums- Burðaráss, sem fór í greiðslustöðvun í mars 2009, samþykktu nauðasamn- inga sumarið 2010 og fengu þá um leið yfirráð í félaginu. Á þeim tíma áttu íslenskir aðilar, að mestu ýms- ir lífeyrissjóðir, um þriðjungshlut í ALMC en þeir seldu sig fljótlega út úr félaginu og í dag eru eigendur þess nánast einungis alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir. Á meðal stærstu hluthafa ALMC er bandaríski vog- unarsjóðurinn Davidson Kempner en félög á vegum sjóðsins hafa sem kunnugt er verið umsvifamikil í hópi kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun um kaupaukagreiðslur (e. long term incentive plan, LTIP) til lykilstarfsmanna, eins og DV upplýsti fyrst um í forsíðufrétt þann 19. maí í fyrra, byggir á samþykkt hluthafa á aðalfundi ALMC frá árinu 2011. Á þann fund voru meðal annars mættir fulltrúar íslenskra félaga og lífeyris- sjóða sem áttu hagsmuna að gæta sem hluthafar í ALMC. Markmið kaupaukakerfisins er að halda í lykil- stjórnendur og starfsmenn félags- ins þannig að endurheimtur eigenda skuldabréfa ALMC yrðu hámarkaðar. Ekki lengur einsdæmi Kaupréttarkerfið sem hluthafar ALMC samþykktu á sínum tíma er ekki lengur neitt einsdæmi á með- al félaga hér á landi. Sambærilegt kerfi hefur nú þegar verið innleitt hjá Glitni og gamla Landsbankanum (LBI) eftir að slitabúin luku form- lega slitameðferð með nauðasamn- ingum og sett var á fót ný stjórn til að stýra félögunum. Þrátt fyrir að slíkt bónuskerfi hafi enn ekki tekið gildi hjá Kaupþingi þá munu tillögur þess efnis verða lagðar fyrir hluthafa- fund félagsins síðar á árinu. Á meðal þeirra sem voru kjörnir í fjögurra manna stjórn eignarhaldsfélags Kaupþings um miðjan marsmánuð síðastliðinn var Óttar Pálsson. Fyrir stjórnarsetuna í Kaupþingi fær Óttar 250 þúsund evrur, jafnvirði um 35 milljóna króna, á ári en jafnframt er ljóst að hann verður í hópi þeirra lyk- ilstjórnenda sem munu verða hluti af fyrirhuguðu bónuskerfi félagsins. Óttar tók við starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir að félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í mars- mánuði 2009. Hann stýrði félaginu í gegnum nauðasamninga sumar- ið 2010 og tók í kjölfarið sæti í stjórn ALMC í október árið eftir. Ekki þarf að koma á óvart að áhrifamestu kröfu- hafar föllnu bankanna leiti ítrekað til Óttars til að gæta hagsmuna sinna hér á landi. Óttar hefur um árabil verið þeirra mikilvægasti ráðgjafi á Íslandi og þannig átti hann, sam- kvæmt heimildum DV, stóran þátt í því undir lok maí í fyrra að sannfæra helstu kröfuhafa Glitnis um að að fallast á þau stöðugleikaskilyrði sem ráðgjafar íslenskra stjórnvalda höfðu kynnt þeim og var forsenda þess að slitabúið gæti lokið skuldaskilum sínum með nauðasamningi. n „Lúti þeim lögmálum sem svona gerir erlendis Óttar Pálsson Gamli Straumur Í nýjum ársreikningi ALMC er upplýst að laun og bónusgreiðslur til fjögurra æðstu stjórnenda félagsins námu 1.850 millj- ónum króna á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.