Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 13
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Sannleikurinn um höfund Njálu Hefur þú prófað blómadropa? Blómadropar tilheyra nýrri grein meðferða sem öðlast krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru fullkomlega öruggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni. Sölustaðir: Heilsuhúsin í Rvk, Akureyri og Selfossi, Snyrtihofið Vestmanneyjum, Gló Fákafeni Erum á Facebook Gleði - Friður - Hamingja Nýjaland Sími 517 4290 Umræða 13 að taka þátt í árásinni en þeir vilja ekki vera með, en heldur ekki svíkja árásarmenn með því að segja til þeirra; reyna í vandræðum sínum að vara við með almennum orðum sem duga ekki. Síðan er árás gerð á bæ- ina. Varist er af mikilli hörku úr dyr- um og gættum uns árásarmenn eiga tvo kosti, frá að hverfa eða bera eld að húsunum, og svo framvegis, og í samskonar atburðarás þekkjum við framhaldið, með öllum þeim merki- legu hliðstæðum sem á undan voru nefndar. Þetta eru auðvitað Njáls- brenna og Flugumýrarbrenna. Um þriðja hluta beggja verka þarf svo ekki að fjölyrða, hann snýst um að einn þeirra fjögurra sem ætlunin var að drepa hefur sloppið úr eldin- um, það fréttir brennumannaflokk- urinn daginn eftir og verður mönn- um þá að orði að þetta muni þýða bana margra þeirra. Sem svo verður, með tveimur hefndarleiðöngrum þar sem, í báðum bókum, fimm brennu- menn eru felldir í þeim fyrri og átta í hinum síðari. Og í hefndarköflun- um sjást svo enn fleiri einkennilegar hliðstæður, t.d. undir lokin þegar ís- lenskur maður er staddur erlendis og heyrir þar sem hann stendur úti fyrir dyrum hvar maður innandyra gerir lítið úr banastund eins þeirra sem voru viðriðnir brunann; Kári í Njálu heyrir hæðst að lítilmannleg- um dauða Skarphéðins í Njálu, Þórð- ur kakali það sama um Kolbein grön í Sturlungubók Sturlu; báðir hlaupa inn og höggva til bana hina glað- hlakkalegu sögusmettu. Af hverju er þetta svona? Sumir hafa reynt að skýra þessar óumdeildu samsvaranir með ágisk- un um að höfundur Njálu kunni að hafa verið nýbúinn að lesa Sturlungu og einfaldlega undir svona miklum áhrifum af henni er hann reit hina fyrrnefndu. Báðar eru reyndar taldar samsettar á svipuðu árabili (ca. 1270– 80) en vert er að minnast þess að á þeim tíma var engin bókaútgáfa eða prentun og fyrir vikið sáralítil bóka- dreifing. Og engin sérstök ástæða til að ætla að handrit Sturlungubók- ar Sturlu hafa yfirgefið ritstofu hans við Breiðafjörð fyrr en eftir hans dag (hann dó 30. júlí 1284). Njála er augljóslega einhvers kon- ar skáldleg eða jafnvel mýtólógísk og siðferðileg útlegging á þeim dramat- ísku atburðum sem Sturla Þórðarson var viðriðinn í lífinu og hann segir frá í sínu verki um Sturlungastríðin; þannig er Njáll gerður að hálfheilög- um mannasætti og kristilegum frið- flytjanda, sem hliðstætt fórnarlamb hinnar bókarinnar, Gissur Þorvalds- son, goði á Flugumýri, var augljós- lega ekki. Og Gunnarskaflinn í Njálu er útlegging á þeirri stóru ráðgátu sem Sturla löngum glímdi við, að það er sitthvað gæfa og gjörvileiki. Engir fræðimenn hafa and- mælt mér á prenti um þessi mál, en margir vikið að mér góðu, í skrifum og spjalli. Og einn af okkar helstu miðaldafræðimönnum gekkst inn á kenninguna um Sturlu sem aðalbók- menntahöfund sinna tíma í fínum fyrirlestri í Reykholti fyrir einu eða tveimur árum. n Nýstárlegur Njáll Svona leit Njáll út í sýningu Borgarleikhússins. MyNd GRIMUR BJARNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.