Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Mig hefur alltaf langað að eignast börn Henrý Steinn gekk með og fæddi dóttur nýlega. – Gay Iceland Margt má sjá í baksýnisspeglinum E inkar áhugaverður fundur var haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á þriðju- dag. Þar var til umfjöllunar skýrsla rannsóknarnefndar um fall sparisjóðanna. Eðli málsins sam- kvæmt fór mestur tími í að ræða mál- efni Sparisjóðs Keflavíkur sem síðar varð SpKef. Hreinsunardeild hrunsins mætti í öllu sínu veldi. Steingrímur J. Sigfús- son, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, ásamt fulltrúum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Íslenska ríkið tapaði 25 milljörð- um á falli sparisjóðsins suður með sjó. Fulltrúar Seðlabanka Íslands, sem veittu sparisjóðnum fyrir- greiðslu löngu eftir að hann var í raun gjaldþrota, sögðust á fundin- um vera sammála skýrslunni um fall sparisjóðanna. Í henni er því haldið fram að um pólitísk afskipti hafi ver- ið að ræða. Fjármálaeftirlitið, sem gat litlar skýringar gefið á því af hverju sjóð- urinn fékk ítrekað að halda áfram rekstri, vísaði á fjármálaráðuneytið – það þýðir á íslensku – pólitísk af- skipti. Þeir fyrrverandi ráðherr- ar, Steingrímur Joð og Gylfi, bentu báðir á að fólk hefði á þessum tíma verið að gera sitt besta og allir hefðu reynt að vinna eins gott starf og mögulegt hefði verið við þessar aðstæður. Samt eru þetta mennirnir sem bæði Seðlabanki og Fjármála- eftirlitið höfðu nýlega gef- ið í skyn að hefðu beitt póli- tísku valdi sínu til að löngu gjaldþrota sparisjóðurinn fengi að lifa áfram. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tilkynnti nýlega að hann ætlaði sér ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann væri búinn að sitja svo lengi á þingi. Steingrímur Joð hefur setið mun lengur á þingi en Ögmundur. Þetta mál, og sú ábyrgð sem hann viður- kennir ekki, ætti að hjálpa honum við að taka ákvörðun um að leita á ný mið. Hans svör fyrir nefndinni á þriðjudag voru ekki trúverð- ug. Gylfi Magnússon viðhafði mörg stór orð í kjölfar hruns- ins og kallaði meðal annars eftir því að skipt yrði um fólk á skútunni – það yrði að hreinsa til. Hann var heldur ekki til- búinn að axla ábyrgð á þessu máli. Það er eðlilegt að menn sem hafa gert mistök, og jafn- vel farið illa með pólitískt vald sitt, verji sig. Það gerðu þeir félagar til hins ítrasta. Hitt er nú alltaf stór- mannlegra að játa mistök og jafnvel biðjast afsökunar. n Styður Andra – ver Ólaf Bubbi Morthens, náttúrubarn og söngvari, lýsti yfir stuðningi við Andra Snæ sem næsta forseta. Í sömu yfirlýsingu gerði Bubbi athugasemd við framgöngu fjöl- miðla og Guðna Th. í garð Ólafs Ragnars. Bubbi segir allt gert til að reyna að koma höggi á Ólaf Ragnar. „… mér finnst ekki sæm- andi hvernig það er gert og hvern- ig fjölmiðlar hamast á honum.“ Þarna hefur söngvaskáldið nokk- uð til síns máls. Hér er rétt að hafa í huga að sú framganga sem Bubbi lýsir er líklegust til að gagn- ast Ólafi Ragnari mest þegar upp verður staðið. Býsna margir eru mótfallnir svona kosningabaráttu. Gullpotturinn Reykjavik Media, félag Jóhann- esar Kr. Kristjánssonar, Sig- mundarbana, tilkynnti í gær að búið væri að safna hundrað þúsund evr- um, eða fjórt- án milljónum króna, á Karolina Fund. Upphaf- legt markmið var 40 þúsund evrur en svo mikil ánægja ríkir með störf RME að söfnunin fór langt fram úr björt- ustu vonum. Í ljósi þessa þarf engan að undra að þeir félagar, Jóhannes og Aðalsteinn Kjart- ansson, hafi haldið spilunum þétt að sér og ekki hleypt nema örfáum að gullpottinum. Aðal- steinn sagði á Facebook í vik- unni: „Mikið rosalega er þetta gaman.“ Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf „ Íslenska ríkið tapaði 25 milljörð- um á falli sparisjóðsins suður með sjó. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Sagan endurtekur sig F yrir næstum tuttugu árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í „Pólunum“ svokölluðum. Pólarn- ir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð ofanvert við flugvöllinn í Vatnsmýr- inni langt fram eftir síðustu öld. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barn- margar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þessum árum, snemma á fjórða áratugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars stað- ar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda. Lög í okkar landi á þessum tíma mæltu svo fyrir, að þeir sem þæðu af sveit, þ.e.a.s. fengju framfærslustyrk frá bæjaryfirvöldum, væru svipt- ir kosningarétti, nytu sem sagt ekki sömu réttinda og þeir, sem áttu eign- ir eða voru með örugga atvinnu. Þessi ágæti maður, sem sat fyrir svörum hjá mér í útvarpinu þenn- an sunnudag, rifjaði það upp, að einmitt þegar hann var drengur – pabbinn atvinnulaus með marga tóma maga fyrir að sjá – hefði leg- ið fyrir Alþingi tillaga frá Alþýðu- flokknum þess efnis, að allir þegn- ar þessa lands, sem komnir væru af barnsaldri, burtséð frá því, hvort þeir hefðu atvinnu eður ei, skyldu njóta sömu mannréttinda og aðrir – þar á meðal að fá að fara á kjörstað og kjósa. Þessi tillaga Alþýðuflokksins þótti mikil ósvinna. Hún þótti eig- inlega svívirðileg heimtufrekja í hugum þeirra sem réðu í landinu. Íhaldið gerði allt, sem í þess valdi stóð til að hindra framgang hennar á Alþingi. Eftir margra mánaða bar- áttu og málþóf tókst þó að lokum að koma henni í gegnum þingið og fá hana samþykkta. Það ríkti því mikill fögnuð- ur í Pólunum næst þegar kosið var. Menn hlökkuðu til að klæðast spari- fötunum, fara gangandi niður í mið- bæ, með börnin uppáklædd sér við hlið, upplitsdjarfir, stoltir, frjálsir menn í frjálsu landi. Í þá daga var bara kosið í Miðbæjarskólanum. En svo kemur endirinn á sögunni – og hlustið nú. „En hvað heldur þú að þetta fólk hafi kosið, Bryndís?“ spyr maðurinn – viðmælandi minn – og horfir djúpt í augu mér. Ég sagði ekki orð, horfði bara óttaslegin á hann. Ég fann til í hjart- anu. Ég óttaðist svarið. „Íhaldið, Bryndís – það kaus Íhaldið.“ Svo þagnaði hann. Og þögnin getur verið óþægileg – sérstaklega í útvarpi. Mér var orða vant, en gat þó stunið upp: „En – hvers vegna?“ Enn horfðumst við í augu. Það brá fyrir sorg í svip hans. „Af því að fólkið vildi ekki tilheyra alþýðunni lengur.“ Svo lækkaði hann róminn. „Það vildi upp – upp til fína fólksins! Gleyma uppruna sínum, gleyma fortíðinni. Þannig launaði fólkið vel- gjörðina,“ sagði hann. Og þannig er það enn í dag. Ekkert hefur breyst. Sagan endur- tekur sig. n Bryndís Schram skrifar Af pressunni Þetta styrkir okkar boðskap Greta Salóme um umdeilda mynd af sér á forsíðu Fréttablaðsins. – DV Ekkert hefur breyst. Sagan endurtekur sig Bryndís Schram um öreigana úr Pólunum sem kusu íhaldið. – Pressan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.