Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 21
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Kynningarblað -Besti ísinn í bænum 5 Snæland: Tveir fyrir einn alla þriðjudaga! Með Kjörís í 30 ár! S nælandsvídeó, sem hóf fer- il sinn við Furugrundina í Kópavogi, heitir í dag ein- faldlega Snæland og legg- ur áherslu á ís og grill, enda nánast ekkert vídeó lengur. Um er að ræða rótgróið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Það er Pétur Smárason sem er í forsvari fyrirtækisins í dag en hann var mjög ungur að árum þegar hann fór að aðstoða föður sinn við afgreiðslu. Metnaður og gæði „Við erum afar þakklát fyrir trygg- lynda viðskiptavinina sem koma aft- ur og aftur til okkar – þar sem þeim finnst þeir fá langbesta ísinn. Við höfum frá upphafi verið með ís- blöndu frá Kjörís en þeir eru með æðislega uppskrift frá 1974. Við erum vinsælir af nágrönnunum í hverfunum þar sem við erum stað- settir en eigum einnig fastakúnna frá öðrum landshlutum, sem heimsækja okkur í bæj- arferðum og eins gestir úr öðrum íbúðahverfum,“ segir Pétur. „Frá upphafi hefur markmið okk- ar og metnaður í Snælandi snúist fyrst og fremst um að vera ávallt með gott verð og bestu fáanleg gæði í ísnum okkar.“ Besti Bragðarefurinn í bænum! „Það er skemmtilegt að skoða hversu mikið ísmenningin hefur breyst frá því við hófum rekstur árið 1985. Hún er vissulega mun fjölbreyttari og meira spennandi en áður var. Vin- sælasti ísinn á okkar bæ er Bragðarefur með ferskum jarðarberjum enda er hann alveg meirihátt- ar bragðgóður og ferskur. Það er líka alltaf vinsælt að fá sér einn í brauði með dýfu. Það hefur alltaf verið fjölskyldu- fyrirtækinu Kjörís mikið kappsmál að framleiða bragðgóðar gæðavör- ur sem neytendur geta treyst. Það er lykillinn að því að ísunnendur haldi óhikað áfram að gæða sér á ís frá Kjörís með góðri samvisku.“ Þriðjudagstilboðin slá í gegn „Þriðjudagstilboð Snælands hafa heldur betur slegið í gegn en þá eru í boði tveir ísar úr vél á verði eins. Viðskiptavinir bíða glaðir í röð þegar um svo rausnarlegt tilboð er að ræða á frábærum ís. Gaman væri að gera þriðjudaga að alþjóðlegum ísdegi,“ segir Pétur og hlær. n Snæland: Hafnarfirði - Kópavogi – Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.