Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 29
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Skrýtið Sakamál 21 Kynningarafsláttur í verslun Lyfsalans Segðu halló FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN www.wholeearthfoods.com Yfirfullt af náttúrulegum gæðum Frískandi bragð - No nonsense Fæst í heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum Á haustmánuðum 2014 gift- ist velska konan Fiona Templeton unnusta sínum, Sean Mullender. Tíu dög- um fyrir giftinguna hafði Daniel, níu vikna gamall sonur þeirra, dáið á spítala eftir að hafa verið aftengdur öndunarvél. Lítið vissi Fiona um hvaða mann Sean hafði að geyma og hvað hann hafði á samviskunni. Hún vissi ekki heldur að hann hafði verið handtekinn vegna þeirra áverka sem komu í ljós þegar Daniel var skoðaður á spítalanum. Áverk- ana, níu brotin rifbein, heilablæð- ingu og -skaða, hafði Daniel fengið þegar Sean hristi hann heiftarlega. Tveimur dögum síðar var litli drengurinn allur. Sleppt gegn tryggingu Sean hafði síðar verið sleppt gegn tryggingu og bar kistuna þegar Daniel var lagður til hinstu hvílu. Sannleikurinn kom Fionu í opna skjöldu og sagði hún meðal annars, í viðtali við Wales Online: „Við gát- um ekki ímyndað okkur að Sean gæti gert flugu mein. Hann var stóra ástin mín og var svo ham- ingjusamur þegar Daniel fæddist.“ Dómur var kveðinn upp nú um mánaðamótin og fékk Sean átta ára dóm. Eðli málsins samkvæmt óskar Fiona þess að fá skilnað enda hugnast henni ekki að vera gift morðingja sonar síns og telur einnig að hann hafi sloppið helst til vel með einungis átta ára dóm. Eldri skilorðsbundinn dómur Sean Mullender lýsti sig saklausan af morði að yfirlögðu ráði en játaði á sig manndráp af gáleysi. Sagðist hann hafa valdið áverkum Daniels í „hita augnabliksins“. Fiona sagðist verða óglatt við þá tilhugsun að Sean hafi borið Dani- el til grafar. „Dómurinn hefði aldrei getað orðið of þungur. Hann mun losna út fljótlega og líf hans held- ur áfram, en ég mun daglega hugsa um það líf sem sonur minn kynni að hafa átt. Þetta líf svipti hann okk- ur,“ sagði Fiona. Við réttarhöldin kom fram að Sean hafði skilorðs- bundinn dóm frá 2011 á bakinu, fyrir að hafa beitt unglingsstúlku kynferðislegu ofbeldi. n Giftist morð- ingja sonar síns n Sean var stóra ástin hennar Fionu n Það átti eftir að breytast „Dómurinn hefði aldrei getað orðið of þungur. Sean Mullender Fékk of vægan dóm að mati Fionu Templeton. Mynd LögrEgLan í WaLES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.