Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Síða 30
Helgarblað 6.–9. maí 201622 Menning 1 KakkalakkarnirJo Nesbø 2 Grillveislan - Lækn-irinn í eldhúsinu Ragnar Freyr Ingvarsson 3 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 4 IrénePierre Lemaitre 5 Þjóðaplágan ÍslamHege Storhug 6 JárnblóðLiza Marklund 7 VinkonurRagna Sigurðardóttir 8 Smásögur heimsins - Norður Ameríka Ýmsir höfundar 9 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 10 Evrópukeppnin í fótbolta Metsölulisti Eymundsson 27. apríl–3. maí 2016 Jo Nesbø Fjölmála skáldasamfélag Ós Pressan er vettvangur fyrir skáld sem skrifa á ólíkum tungumálum T íu prósent landsmanna eru innflytjendur, svo það er raunverulög þörf fyrir svona vettvang,“ segir Ewa Marcinek, ljóðskáld og ein af stofnendum Ós Pressunnar, fjölmála samfélags rithöfunda á Íslandi, sem var komið á fót undir lok síðasta árs. Ewa kom upphaflega frá Póllandi fyrir þremur árum í starfsnám en ílengdist vegna hrifningar á Íslandi. Hún starfar nú á frístundaheimili og veitingastað – meðfram því að skrifa. „Þetta er okkar leið inn í íslensku bókmenntakreðsuna,“ bætir Randi Stebbins við. Hún er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur búið víða um heim með íslenskum eigin­ manni sínum, þar til þau fluttu hing­ að til lands fyrir um tveimur árum. Eftir að hafa starfað sem lögfræðing­ ur um árabil gafst henni loks tími til meira skapandi skrifa hér á landi. Báðar munu þær koma fram á bókmenntadagskrá Ós Pressunn­ ar og Bókmenntaborgar UNESCO á Kaffislipp á laugardag, ásamt Krist­ ínu Ómarsdóttur og kanadíska ljóð­ skáldinu Fred Wah. Að mætast í ósnum Ós Pressan var stofnuð í fyrra í framhaldi af tveimur alþjóðlegum ritsmiðjum Söguhrings kvenna og Bókmenntaborgar UNESCO sem kanadíska hljóðljóðaskáldið Angela Rawlings kenndi. Þar mættist fjölþjóðlegur hópur skálda­ kvenna búsettur á Íslandi og í kjölfarið ákváðu þær að festa félags­ skapinn í sessi og víkka hann út. Markmiðið með stofnun samtakanna var því að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld sem skrifa á ólíkum tungu­ málum en eiga það sameiginlegt að búa á eða hafa tengsl við Ísland. Þótt hópurinn hafi í upphafi aðeins ver­ ið skipaður kvenskáldum eru allir velkomnir og sérstaklega þeir sem upplifa sig sem hluta af jaðarsettum hópum. „Ég held að við höfum allar upplif­ að hvað stuðningurinn sem við feng­ um í þessum ritsmiðjum var mikil­ vægur. Við vildum því skapa stærra samfélag sem gæti veitt öðrum höf­ undum, sem ekki hafa háværa rödd í almennu bókmenntaumræðunni, þennan sama stuðning,“ segir Randi og útskýrir að, eins og nafnið gefur til kynna, samtökin eigi að vera stað­ ur þar sem ákveðin opnun á sér stað og skáld úr ólíkum áttum geta mæst, sameinast, miðlað og deilt reynslu. Erfitt að komast inn í bókmenntakreðsuna Ein ástæða fyrir stofnun hópsins er að erfitt getur reynst fyrir innflytj­ endur að finna sér stað í íslensku bókmenntasamfélagi. „Það eru jafnvel dæmi um að fólk ákveði að skrifa undir dulnefni sem hljómar íslenskt til að fá efni útgef­ ið,“ segir Ewa íbyggin. „En hins vegar hefur hópurinn fengið ótrúlega góð viðbrögð og við­ tökur,“ segir hún og Randi tekur undir. „Ég held að þarna hafi verið ákveðið tómarúm og bara spurn­ ing um hvenær einhver myndi fylla í það. Um svipað leyti og við stofnuð­ um Ós birtist einmitt grein í Reykja­ vík Grapevine þar sem var fjallað um þetta, að erlendir rithöfundar – jafn­ vel þekktir á alþjóðlegum vettvangi – ættu erfitt með að fá útgefið efni og hljóta styrki. En hvort það er vegna erlenda nafnsins eða vegna skorts á íslensku er auðvitað ekki ljóst. Mark­ miðið okkar var að vinna saman að því að skapa rými fyrir þetta fólk,“ segir hún. Í þessum tilgangi hefur Ós Pressan haldið viðburði og ritsmiðjur, haldið úti vefsíðu og vinnur nú að útgáfu fjöl­ tyngds bókmenntatímarits, en fyrsta tölublaðið kemur út síðar á árinu. „Við vissum ekkert hvernig við­ brögðin yrðu en við vorum alveg upp með okkur hvað þau voru góð,“ segir Randi, en tímaritið verður meira en hundrað síður, höfundarn­ ir rúmlega tuttugu talsins og textarn­ ir á níu tungumálum. Tungumálið er tæki Ewa og Randi segja misjafnt hvort höfundar tengdir Ós skrifi á móður­ máli sínu, ensku eða íslensku, og það sé engin forskrift. Þó að pólska sé móðurmál Ewu skrifar hún til að mynda á ensku – með íslensku og pólsku slangri og innskotum – en það segir hún vera vegna þess að veruleiki hennar hér fari að mestu fram á slíku tungumáli. Ljóðin fjalla oft á spaugilegan hátt um hversdagslega erfiðleika, varð­ andi tungumál og hefðir, hjá mann­ eskju sem býr í erlendu samfélagi. „Ég er ekki reiprennandi í ensku en ég tek því bara opnum örmum og nota þá staðreynd mér í hag, beiti því sem tæki,“ segir Ewa. „Það er mjög skemmtilegt að í Ós verður tungan einfaldlega enn eitt tólið í skrifunum,“ segir Randi og nefnir til dæmis eitt af sínum ljóð­ um, þar sem hún vinnur með er­ lendar þýðingar á eigin orðum. „Enginn sem les ljóðið getur haft fullan aðgang að merkingu orð­ anna, jafnvel ekki ég, og það skap­ ar ákveðin óþægindi í lesandanum: skil ég virkilega það sem er í gangi? Þetta er sama tilfinning og maður upplifir þegar maður býr í samfé­ lagi með annað mál en manns eig­ ið,“ segir hún. „Oft er verið að lesa upp á þremur eða fjórum mismunandi tungumál­ um á einu upplestrarkvöldi og eflaust enginn sem skilur öll málin fullkom­ lega. Við sjáum það hins vegar ekki sem hindrun fyrir tengingu fólks í millum. Þó að maður skilji ekki hvert einasta orð skapar maður sína eigin merkingu og hópurinn skapar merk­ ingu í sameiningu.“ Ós Pressan og Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir bókmennta­ dagskrá með Ewu Marcinek, Randi Stebbins, Fred Wah og Kristínu Ómarsdóttur á Kaffislipp, Mýrargötu 10, laugardaginn 7. maí frá klukkan 15.00. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég held að við höf- um allar upplif- að hvað stuðningurinn sem við fengum í þessum ritsmiðjum var mikilvægur. Skáldkonur Ewa og Randi eru meðal stofnenda Ós Pressunnar, fjölmála sam- félags rithöfunda á Íslandi. MyNd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.