Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Side 33
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Menning 25 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir Arkitektúr minningAnnA n theresa Himmer rannsakar tengsl staða og minninga n Safn minninga um safn í Búlgaríu ekki í gegnum það hvernig það er kynnt opinberlega, heldur í gegn- um hinar földu frásagnir, í gegnum þá sem nota það. Skilja safnið sem félagslega byggingu sem er sköpuð í hversdagslegri notkun,“ segir hún. Í ritverki sem Theresa vann með Arnari Frey Guðmundssyni, graf- ískum hönnuði, birtast endur- minningar notenda um safnið, af byggingu hússins og skorti á viðhaldi, námskeiðum og umdeild- um listasýningum á kommúnista- tímanum, jarðarförum sem safnið var notað undir og svo framvegis. Hópurinn sem deildi minningum sínum var fjölbreyttur; listamenn, gestir, stjórnendur, ræstingafólk og svo framvegis – en frásagnirnar eru brotakenndar og ómerktar. Þannig fær lesandinn smám saman mósaík mynd af merkingu staðarins fyrir samfélagið. Í ljósmyndaverkunum vinnur hún svo með hin sjónrænu form safnsins, bæði í arkitektúrnum og þau sem hafa orðið til vegna skorts á viðhaldi eða fyrir tilviljun. Þessi rými, form og strúktúra dregur listakonan svo ýmist fram eða gerir óskýrari með sandblásnu gleri utan um myndirnar. „Fyrstu myndirnar eru teknar inni í galleríinu og beina athyglinni að hinu sérstæða innan þess en svo færast þær út á við, bæði efnislega úr safninu og út að landslaginu og borginni, og á hliðstæðan hátt út frá því einstaka að formlegri og mynd- rænni rannsókn á staðnum, frá þessari tilteknu ferð minni og út að öllum hinum fjölmörgu lögunum sem liggja í safninu,“ segir Theresa. „Ég vona að verkin virki á tveimur plönum, bæði að þau séu nógu sér- tæk til að segja fólki eitthvað um þennan tiltekna stað og aðra menn- ingu – um hvernig hlutirnir geti ver- ið öðruvísi. En á sama tíma að þau séu nógu opin til að fólk geti sett sig sjálft inn í verkin. Þetta sé ekki endi- lega of skýr rammi, fólki sé leiðbeint eða niðurstaðan ákveðin, þannig að þú getir varpað inn þinni eigin sögu eða túlkun í verkið.“ n Mynd: Marino Thorlacius Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir n Dagskrá Skjaldborgar kynnt Í vikunni var kynnt dagskrá heim- ildamyndahátíðarinnar Skjald- borg sem fer fram í tíunda sinn á Patreks firði 13. til 16 maí. Tuttugu og fimm myndir verða sýndar á há- tíðinni og á dagskránni eru bæði ör- stuttar myndir og í fullri lengd auk nokkurra verka í vinnslu. Meðal nýrra íslenskra heimildamynda sem verða á dagskránni eru Heiti pottur- inn eftir Hörpu Fönn Sigurjóns- dóttur, Rúnturinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson, Garn eftir Unu Lorent- sen og Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur. n Fangelsi verði að menningarhúsi Starfshópur um fram- tíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg leggur til að húsið verði áfram í þjóðareigu og þar verði fjölþætt menn- ingarstarfsemi, auk verslunarstarf- semi og veitingareksturs. Í skýrslu hópsins er meðal annars stungið upp á því að fangelsisgarðurinn geti nýst undir tónleikahald: „Sviðslistir, uppistand og fleira gæti einnig not- ið sín í garðinum. Vel færi á því að djasstónlist yrði þar sýndur sómi,“ segir meðal annars í skýrslunni. n Menningarlaus bítlabær Svo gæti farið að menningarhá- tíðin Ljósanótt verði lögð af og framlög til tónlistarkennslu í Reykjanesbæ verði skorin niður, en greiðslufall blasir við bænum eftir að mistókst að semja við kröfuhafa hans. Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu sem mun tryggja að lögboðin grunnþjónusta haldi áfram, en þau verkefni sem ekki flokkast sem lögbundin skylduverk- efni gætu hins vegar lagst af. úr listheiminum Sprungur „Húsnæði safnsins var í svo slæmu ástandi, því hafði í raun ekki verið haldið við. Þarna voru risastórar sprungur í byggingunni, sem lágu niður vegginn og í gegnum allt gólfið. Á einum stað voru svo tvær litlar skrúfur, hvor sínum megin, sem áttu að halda byggingunni saman. Það snerti svolítið við mér – einhver vonlaus tilraun til að halda þessum hlutum saman. Ég var alveg heilluð af þessum sprung- um, þær segja margt um efnismenningu byggingar- tímans, um horfna hugmyndafræði og pólitík ákveðins tímabils. Þetta var svo hlaðið merkingu. Ég klippti ljósmyndirnar með- fram sprungunum, þannig að þær urðu að tveimur myndum sem voru svo rammaðar inn hvor í sínu lagi.“ MynD STuarT richarDSon Waterfall (2006) „Ég ákvað að láta þau hanga uppi óhreyfð og leyfa þeim að veðrast. Það hvernig það drabbast niður verður þá hluti af verkinu. recollection Sýning í Bókasafni Seltjarnarness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.