Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Síða 8
Vikublað 24.–26. maí 20168 Fréttir Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Tekur undir gagnrýni á fjárfestingarfjötra Frosti Sigurjónsson vill breytingar á frumvarpi um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna Þ að er mikilvægt að lífeyr- issjóðirnir geti tekið þátt í mikilvægum innviðaverk- efnum, uppbyggingu og ný- sköpun í raunhagkerfinu, því annars gætum við þrengt að vexti hagkerfisins og þar með lífskjörum í landinu til framtíðar,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um gagnrýni Landssamtaka lífeyris- sjóða (LL) á stjórnarfrumvarp sem á að takmarka heimildir þeirra til fjár- festinga. Færri og stærri DV fjallaði um umsögn LL um frum- varpið síðasta föstudag en í henni er fullyrt að erfiðara verði að fjármagna verkefni eins og stærri innviðafjár- festingar fari svo að lífeyrissjóðunum verði eingöngu heimilt að eiga 15% í hverju hlutafélagi. Slík þróun eigi eft- ir að draga úr umsvifum í hagkerfinu, hagvexti og lífskjörum. Í frumvarp- inu eru einnig tekin af tvímæli um að rýmri mörk til fjárfestinga í samlags- hlutafélögum, sem voru hækkuð úr 15% í 20% á árunum 2009 til 2015, til að auðvelda aðkomu sjóðanna að fjármögnun fjárfestingarfélaga, verði framlengd. Benda LL á að rýmri mörk hafi stuðlað að fjármögnun ýmissa félaga sem styðja við sprota- starfsemi og nýsköpun sem og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Þetta er fróðleg umsögn og nefndin átti fund með LL og lífeyr- issjóðum sem sendu inn umsagnir. Þar kom fram að lífeyrissjóðir eru nú færri og stærri en áður og því verð- ur 15% þakið nú meiri fyrirstaða en áður var. Að mínu mati er mikil- vægt að bregðast við þessu þannig að sjóðunum sé áfram mögulegt að vera drifkraftar og afl til að knýja framkvæmdir og innviði hér á landi öllum til hagsbóta. Því þurfum við að skoða þessa ábendingu vandlega til að lífeyrissjóðir geti sameinast um slík verkefni,“ segir Frosti. Ekki rætt við Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði frumvarp- ið fram á Alþingi um miðjan mars síðastliðinn. Aðspurður segist Frosti hvorki hafa hafa rætt efni þess eða gagnrýni LL við Bjarna. Þingmaður- inn segist ekki vita af hverju frum- varpið miði við 15% hlutdeild í fé- lögum en bendir á að með því á að breyta eldri lögum frá 1997. „Ég þekki ekki forsögu þessa 15% þaks en það gæti verið frá þeim tíma þegar hér voru miklu fleiri lífeyr- issjóðir starfandi og því fleiri sem gátu komið að hverri fjárfestingu. Einnig gætu verið þau rök að lífeyr- issjóðir eigi ekki að vera gerendur í atvinnurekstri. Það sjónarmið gæti hafa ráðið að lífeyrissjóðir eigi að- eins að fjárfesta í verðbréfum en ekki raunverulegum verkefnum og vera þannig verðbréfakaupendur en ekki frumkvöðlar,“ segir Frosti og heldur áfram: „Ég er ekki viss um að þetta þak sé sérstaklega pólitískt mál. En þetta eru að mínu mati mjög góðar ábendingar til nefndarinnar. Þetta hefur allt kosti og galla en er mikil- vægt mál í okkar samfélagi þar sem lífeyrissjóðirnir eru orðnir svona rosalega stór þáttur af hagkerfinu að þeir geti tekið þátt í að efla raunhag- kerfið sem lífskjörin byggjast á,“ seg- ir Frosti. n Hittu LL Frosti Sigurjónsson segir meðlimi efnahags- og viðskiptanefndar hafa fundað með fulltrúum lífeyrissjóðanna um stjórnar- frumvarpið. „Ég er ekki viss um að þetta þak sé sérstaklega pólitískt mál. Landspítalinn Hannes Frímann Hrólfs- son, forstjóri Virðingar, sagði í samtali við DV á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt geti það haft áhrif á inn- viðafjárfestingar eins og nýjan Landspítala og Sundabraut. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Nálgunarbann í hálft ár Hæstiréttur staðfesti á mánudag nálgunarbann yfir manni sem grunaður er um að hafa beitt eig- inkonu sína miklu ofbeldi; and- legu, líkamlegu og kynferðislegu. Konan hefur ítrekað kært mann- inn fyrir grófar árásir. Bannið gild- ir í sex mánuði. Á þeim tíma má maðurinn ekki koma í námunda við dvalarstað konunnar; í Kvennaathvarfið í Reykjavík eða lögheimili hennar. Hann má ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í sam- band við hana með einum eða öðrum hætti. Konan er heyrnar- skert og hefur borið neyðarhnapp af ótta við manninn, en brotin ná aftur til ársins 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.