Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 11
Vikublað 24.–26. maí 2016 Fréttir 11
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
dekk á
góðu
verði
Nýtt og ferskt
hrefNukjöt er
komið í verslaNir
Sennilega
hollasta rauða
kjöt sem völ er á
Fornubúðir 3, Hafnarfjörður | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408
Þ
að verður gætt hófs í þessu
öllu saman, en það hefur
ekkert verið áætlað hversu
miklu verður varið í kosn-
ingabaráttuna,“ segir Erla Gunn-
laugsdóttir, fjölmiðlafulltrúi fram-
boðs Davíðs Oddssonar. Hún segir
fjáröflun hafa gengið ágætlega.
Stofnuð var stuðningsmanna-
síða fyrir framboð Davíðs í byrjun
maí sem hefur verið mjög virk í að
vekja athygli á framboðinu. Auk
þess sem hann hefur verið virkur
að undanförnu í ýmiss konar upp-
ákomum á netinu, líkt og beinni
útsendingu hjá Nova, og þá hefur
nú verið stofnuð Instagram-síða
fyrir framboðið.
„Við munum reyna að ná til
allra stuðningsmanna því það eru
ekki allir á Facebook og Instagram.
En markmið okkar er að nýta þess-
ar leiðir enda eru þetta alveg ótrú-
legir miðlar. Svo erum við að reyna
að gera þetta skemmtilegt og ná til
sem flestra. En gömlu, góðu að-
ferðirnar eru samt enn í gildi og við
munum notast við þær.
Þrátt fyrir að Davíð sé aldurs-
forsetinn af þeim frambjóðendum
sem hér er fjallað um segir Erla að
hann sé opinn fyrir tækninýjung-
um nútímakosningabaráttunnar.
Davíð er af gamla skólanum og var
upp á sitt besta í pólitík löngu fyrir
tíma samskiptamiðlanna sem við
þekkjum í dag.
„Hann er alveg til í þetta og
finnst þetta mjög skemmtilegt,
eins og sést. En því verður ekkert
leynt að þetta er nýr heimur fyr-
ir honum en hann er mjög opinn
fyrir þessu og hefur starfað sjálf-
ur á fjölmiðli og áttar sig því á því
hvaða þýðingu þessir samfélags-
miðlar hafa í dag. Hann er opnari
fyrir þessu en við héldum kannski
í upphafi.“
Davíð Oddsson
V
ið gerðum að sjálfsögðu
kostnaðaráætlun en þar
vegur auglýsingahlut-
inn þyngst, en við erum
lítið sem ekkert byrjuð að aug-
lýsa. Við erum búin að fjármagna
grunnvinnuna sem er búin að
vera í gangi núna síðustu vik-
ur. Við erum heilt yfir að
reyna að vera rosalega
praktísk í öllu sem við
gerum,“ segir Vig-
dís Jóhannsdótt-
ir, kosningastjóri
Höllu Tóm-
asdóttur. Hún
segir að fjáröflun
framboðsins hafi
gengið ágætlega
framan af en viður-
kennir að sviptingar
í framboðsmálum hafi
haft áhrif á.
„Þetta er auðvitað áskorun
en við erum búin að fjármagna
grunninn og þiggjum alla þá að-
stoð sem við getum fengið. Við
erum mjög ákveðin í að fara að
lögum og settum reglum um há-
mark og að vera gagnsæ í öllu
því sem kemur inn. Við erum að
vanda okkur mikið og fylgja þeim
gildum sem Halla stendur fyrir.“
Framboð Höllu hefur verið
virkt á Facebook og verið með
ýmsar skemmtilegar nýjungar.
M.a. beinar útsendingar þar sem
hún svarar spurningum og á
samtal við kjósendur.
„Núna erum við að nota sam-
félagsmiðlana mikið en höf-
um nánast ekkert aug-
lýst enn sem komið
er. Svo erum við
að skipuleggja
fundi og koma
Höllu fyr-
ir framan
fólk svo það
hafi tækifæri
til að kynn-
ast henni. Hún
er tiltölulega
óþekkt, nema í af-
mörkuðum hópi, og
það hefur reynst mjög
vel þegar fólk hefur fengið tæki-
færi til að hitta og kynnast henni.
Auglýsingar fara mjög mikið eft-
ir fjármögnuninni en það yrði
aldrei fyrr en nær dregur. Við vilj-
um frekar fá tækifæri til að kom-
ast í viðtöl, í fjölmiðla og þar sem
fólk hefur tækifæri til að kynnast
henni, frekar en að setja mikið í
auglýsingaefni.“
Halla Tómasdóttir
Fylgjendur
á Facebook:
3.437
Fylgi skv.
nýjustu
könnun:
1,5%
Fylgi skv.
nýjustu
könnun:
17,4%
Fylgjendur
á Facebook:
3.526