Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 14
Vikublað 24.–26. maí 20162 Viðhald húsa - Kynningarblað 24 ára reynsla í þakdúkum Þ akplan ehf. er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í lagningu þakdúka, hefur 24 ára reynslu í faginu og afar mikla þekk- ingu og kunnáttu á þéttingu á flötum þökum. Með viðskiptum við Þakplan tryggja húseigendur sér frá- bæran og endingargóðan þakdúk og framúrskarandi þjónustu. Þakplan býður upp á lausn við þéttingu á flöt- um þökum sem telst ein sú besta á markaðnum, enda fylgir henni tíu ára ábyrgð. Margir húseigendur þekkja af sárri og kostnaðarsamri reynslu að vatn er oft til vandræða og skaða. Sikaplan PVC þakdúkar, sem Þakplan selur og leggur, eru varanleg vatnsvörn á svalir og þök. Öll samskeyti eru soðin saman og vatnið á enga leið í gegnum dúkinn sem er níðsterkur og algjör- lega viðhaldsfrír. Sikaplan þakdúk er hægt að leggja allt árið um kring og sérmenntaðir starfsmenn Þakplans sjá um að leggja allan dúk sem fyrirtækið selur. Þetta ásamt ótvíræðum gæðum Sikaplan þakdúkanna gerir Þakplani kleift að bjóða tíu ára ábyrgð á bæði efni og vinnu. Gott er að heimsækja fyrirtæk- ið eða hafa samband símleiðis eða í gegnum tölvupóst (sjá upplýsingar hér að neðan) til að fræðast nánar um Sikaplan þakdúkana. Þakplan gerir föst verðtilboð sem eru kaupendum að kostnaðarlausu. Óhætt er að segja að þegar dæmið er reiknað til enda þá sé Sikaplan hagkvæmur kostur. Enn fremur selur og leggur Þak- plan Bitumen tjörudúk á þök. Bitu- men dúkur notast við sérstök tilefni, til dæmis á viðsnúin þök. Þakplan hefur áralanga reynslu af lagningu tjörudúksins og gæði hans eru fram- úrskarandi. n Þakplan ehf. Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogur Sími: 564 4680 Netfang: stefan@takplan.is Þakplan ehf. Korputorg Elliheimili í Suðurey í Færeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.