Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 25
Vikublað 24.–26. maí 2016 Sport 17 Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Kingsley Coman Landslið: Frakkland Félagslið: Ba- yern Munich/Juventus Aldur: 19 Frakkinn ungi mun halda upp á tvítugsafmæli sitt á EM en þessi frábæri kantmaður sló í gegn með FC Bayern á tímabilinu, en þar lék hann sem lánsmaður frá Juventus. Einn efnilegasti leikmaður heims um þessar mundir og segir ýmislegt um hans hæfileika að geta unnið sér næsta fast sæti í gríðar- sterku liði Bayern. Hann hefur aðeins leikið þrjá landsleiki fyrir Frakka en engu að síður ættu allir að fylgjast vel með honum á heimavelli í sumar. Ljóst er að hann og Anthony Martial munu mynda ungt og öflugt teymi í framlínu Frakka sem þykja sigurstranglegir. Arkadiusz Milik Landslið: Pólland Félagslið: Ajax Aldur: 22 Þrátt fyrir að augu flestra verði á Robert Lewandowski, stjörnuframherja Póllands, í Frakklandi gæti Milik reynst varnarmönnum andstæðinganna erfiður ljár í þjúfu. Hann skoraði 21 mark í 31 leik í hollensku deildinni í vetur og hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Pólland. Fjölhæfur framherji sem er jafnvígur á að fá boltann djúpt úti á velli og taka andstæðinginn á og hann er í að klára færi sín í öllum regnbogans litum inni í teig. Renato Sanches Landslið: Portúgal Félagslið: Bayern Munich Aldur: 18 Það héldu allir að miðjumaðurinn eftirsótti væri á leið til Man Utd fyrir háar fjárhæðir í sumar en þá stal Bayern Munich stráksa fyrir framan nefið á enska stórliðinu á dögunum. Talið er að Bayern greiði Benfica um 80 milljónir evra fyrir Sanches þegar allt er talið til og verður því mikil pressa á hans ungu herðum á EM í sumar sem og á næstu misserum. Hefur aðeins leikið tvo landsleiki fyrir Portúgal þar sem allt snýst um Cristiano Ronaldo. Báðir munu þeir vonandi hafa sig hæga þegar þeir mæta Íslendingum 14. júní. Ein leið fyrir Ísland er að fiska hann út af. Sanches er skapbráður og hefur fengið þrjú rauð spjöld í 58 leikjum fyrir Benfica. Lorenzo Insigne Landslið: Ítalía Félagslið: Napoli Þessi 24 ára kant- og sóknar- maður var frábær með Napoli í Serie A í vetur. Skoraði 12 mörk og lagði upp önnur 10 og hjálpaði liðinu að ná öðru sæti í deildinni. Er gríðarfljót- ur, leikinn og er kallaður hinn ítalski Messi af liðsfélögum sínum. Hefur ekki alltaf verið í náðinni hjá landsliðsþjálfar- anum Antonio Conte, leikið 8 leiki og skorað 2 mörk, en Ítalir eiga það til að blómstra seint á ferlinum og Insigne mun vera mikilvægt vopn í mótinu. Dele Alli Landslið: England Félags- lið: Tottenham Aldur: 20 Allir sem fylgjast með enska boltanum þekkja Alli sem átti stórkostlegt tímabil með Tottenham. Hann er næsta vonarstjarna Englands og verður án nokkurs vafa í loka- hópi Roy Hodgson. Fyrir ári síðan var miðjumaðurinn að spila með MK Dons en verður mikilvægur enska landsliðinu í Frakklandi. Skoraði í sínum fyrsta landsleik og er líklegur til að bæta mörkum í sarpinn í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.