Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 13.–15. september 20168 Fréttir É g er búin að vera með tárin í aug- unum og ekkert annað kemst að. Þessi óvissa er skelfileg.“ Þetta segir hin 34 ára Gyða Dröfn Hannesdóttir sem greindist með æxli í hálsinum í lok sumars. Gyða fær ekki tíma í ástungu fyrr en 19. sept- ember næstkomandi. Hún bíður fyrir vikið á milli vonar og ótta eftir því að vita hvort æxlið sé góðkynja eða hvort hún sé með krabbamein. Gyða, sem þjáist af kvíða, hefur í sumar orðið fyr- ir gríðarlegu þyngdartapi, sem hún kann engar skýringar á. Við bætist að bæði í móður- og föðurætt henn- ar hefur fólk glímt við krabbamein í skjaldkirtli. Hún gagnrýnir upplýsingaskort að hálfu Landspítalans og biðtímann harðlega, en fjórar vikur munu líða frá því að hún leitaði fyrst til læknis vegna málsins og þar til hún kemst í ástungu. Þá tekur við önnur bið eftir niðurstöðum. Æxlið birtist á hálsinum Laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn var Gyða Dröfn að keyra með dóttur sinni þegar hún fékk skyndilega mik- inn höfuðverk. „Ég hef aldrei fundið svona áður. Gríðarlegur sársauki og sjóntruflanir.“ Gyða komst með naumindum heim til sín. Þar fann hún, sér til mikillar hrellingar, stórt þykkildi í hálsinum. „Þetta poppaði bara út á nokkrum klukkutímum. Æxlið sést mjög greinilega og hefur greinilega þrýst á eitthvað í höfðinu þegar það stækkaði eða braust svona hratt fram,“ segir Gyða Dröfn sem leitaði strax næsta dag á læknavakt- ina. Búin að bíða of lengi Gyða segir að læknirinn á vaktinni hafi staðið á gati varðandi þykkildið en hafi sent hana í frekari rannsóknir og ómskoðun á hálsinum, á Domus Medica, fjórum dögum síðar, eða þann 24. ágúst. Tveimur dögum síðar, þann 26. ágúst, fékk Gyða að vita að þykkildið væri æxli í skjaldkirtlinum sem er yfir fjórir sentimetrar að stærð. Ekki er hægt að segja til um hvort æxlið sé góðkynja eða illkynja krabbamein nema með ástungu. „Síðan 26. ágúst hef ég beðið á milli vonar og ótta eftir að fá tíma sem fyrst í ástungu.“ Gyða kveðst ítrekað hafa haft sam- band við innkirtladeild Landspítal- ans, sem sér um ástungur. Þar hafi hún lítil sem engin svör fengið þrátt fyrir að henni liggi á að vita hvort hún sé með krabbamein, sem og að ræða við lækni til að fara yfir málin og fá svar við spurningum er tengj- ast æxlinu. Óeðlilegt Þriðjudaginn, 6. september hafði Gyða enn einu sinni samband við deildina og sagði ritaranum að henni þætti ekki eðlilegt að þurfa að bíða svona lengi í þessu ástandi, fá engar upplýsingar um málið og vita ekki hvenær hún komist í ástungu. Að sögn Gyðu sagðist læknarit- arinn ætla að heyra í lækninum og ræða málið við hann. Gyða kvaddi hana með þeim orðum að þær skyldu heyrast aftur 7. september. Þann 8. september hringdi Gyða svo aftur og fékk þær upplýsingar að beiðni hennar um ástungu hefði verið samþykkt og send áfram á Domus Medica. Þangað eigi hún að mæta og hitta lækni sem framkvæm- ir ástunguna þann 19. september næstkomandi. Óvissan er lýjandi Gyðu, sem er kvíðasjúklingur, reynist biðin þungbær en ekki er hægt að flýta tímanum sökum álags. þAÐ HANGIR YFIR MÉR DRAUGUR n Óttast að vera með krabbamein n Æxlið fannst í lok sumars eftir mikið þyngdartap n Langur biðtími eftir ástungu Kristín Clausen kristin@dv.is „Ein hræðilegasta tilfinning sem ég hef upplifað er að þurfa að bíða í þennan tíma og vita ekki neitt. Gæði í merkingum www.graf.is • Sandblástursfilmur • Skilti úr málmi, plasti og tré • Merkingar á bíla Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.