Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 13.–15. september 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Höskuldur sat sem fastast Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins á Akureyri um nýliðna helgi varð ekki til að höggva á þann hnút sem myndast hefur í flokknum. Höskuldur Þórhallsson sagði við fjölmiðla að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, hafi haldið reiðilestur yfir Sigurði Inga Jóhannssyni for- sætisráðherra eftir að sá síðar- nefndi sagði í ræðu á fundin- um að hann ætlaði ekki að halda áfram sem varaformaður undir núverandi stjórn. Enginn virð- ist hafa orðið vitni að þessum reiðilestri Sigmundar Davíðs nema Höskuldur. Hins vegar voru vitni að því að Höskuldur stóð ekki upp og klappaði að lokinni ræðu formannsins heldur sat sem fastast. Ekki á réttum aldri Margrét Tryggvadóttir lenti í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í flokksvali í Suð- vesturkjördæmi. Svo einkennilega vill til að hún fær þó ekki það sæti á listanum vegna þess að hún er ekki réttum aldri. Samkvæmt reglum flokksins verð- ur að vera einn frambjóðandi undir 35 ára aldri í einu af þremur efstu sætunum. Margrét er 44 ára gömul. Stuðningsmönnum Mar- grétar er mörgum heitt í hamsi vegna þessa og segja regluna fá- ránlega. Sumir þeirra fullyrða að reglan sé stjórnarskrárbrot. Ég vildi vinna gull fyrir ástina mína Jón Margeir Sverrisson lenti í fjórða sæti í skriðsundi á Ólympíumótinu. – ruv.is Konum er beinlínis rutt burt Egill Helgason um úrslitin í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. – eyjan.is Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks Sigríður Andersen um sömu úrslit. – eyjan.is Sjálfstæðisflokkur í vanda Myndin Kólnandi veður Veturinn er á næsta leiti og hver lægðin rekur aðra. Senn þurfa bifreiðaeigendur að huga að dekkjaskiptum. MynD SIGTryGGur ArI A uðvitað er það reiðarslag fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður hans, Þorsteinn Pálsson, og fyrr- verandi varaformaður, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, þoli þar ekki lengur við og ákveði að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn. Sjálfstæðismenn gátu lengi vel stært sig af því að tilheyra fjölda- hreyfingu. Nú er öldin önnur. For- maður flokksins, Bjarni Benedikts- son, ber þar mikla ábyrgð. Hann gerði ekkert til að ná sáttum við Evrópu- sinnaða flokksmenn sem hver á fætur öðrum yfirgáfu Sjálfstæðisflokkinn, enda fundu þeir mætavel að skoðan- ir þeirra voru illa þokkaðar af foryst- unni. Það er furðulegt að formaður flokks, sem lengi gat státað af því að vera fjöldahreyfing, skuli hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að þrengja flokkinn svo mjög að stórum hópi flokksmanna, þar á meðal fyrrverandi áhrifafólki, væri ekki lengur vært. Framboðslistar flokksins eru enn eitt vandræðamálið. Ber þar fyrst að nefna „lögfræðingalistann“ í Reykja- vík. Nú skal ekki gert lítið úr lögfræði- menntun, hún er vissulega brúkleg, en það er vægast sagt til marks um gríðarlega einsleitni þegar lögfræði- menntað fólk skipar sjö af átta efstu sætum listans. Framboðslistar eiga að spegla samfélagið, þar á ekki ein stétt að hreiðra sældarlega um sig. Kynjahlutfallið á listum í tveimur kjördæmum hefur síðan orðið að stórfrétt og veldur usla innan flokksins. Málið er vissulega allt hið vandræðalegasta fyrir flokkinn, en það er ekki jafn einfalt og látið er í veðri vaka í um- ræðunni. Í Suður- kjördæmi var vitað að staða Ragnheiðar Elínar Árnadóttur væri erfið. Hún hefur verið um- deildur ráðherra og harðlega gagn- rýnd fyrir verkleysi. Þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Suður- landi voru einfaldlega óánægðir með störf ráðherrans og komu þeirri skoðun sinni til skila. Það kemur því máli ekkert við að ráðherrann er kona. Á Suðurlandi kann Unnur Brá Konráðsdóttir að hafa goldið fyrir það að tala máli mannúðar í útlendinga- málum meðan Ásmundur Friðriks- son, sem hefur harða stefnu í þeim málum, gerði lukku og lenti ofar- lega á lista. Það ætti að vera verulegt áhyggjuefni meðal Sjálfstæðismanna! Einungis þrjár konur voru með- al frambjóðenda á Suðurlandi, en því var öðruvísi farið í Suðvesturkjör- dæmi þar sem þær voru nánast jafn- margar og karlarnir. Útkoman þar á bæ var hörmuleg fyrir konur. Bjarni Benediktsson reyndi víst að bjarga því sem bjargað varð með því að reyna að fá Þorgerði Katrínu þar í framboð. Hún hefði mjög líklega náð þar góð- um árangri, sem og Ragnheiður Rík- harðsdóttir hefði hún boðið sig fram til endurkjörs. Hvorug þeirra var á listanum en það réttlætir samt ekki útkomuna. Það hefði ekki átt að vera svo fjarska erfitt að merkja við konur í prófkjör- inu, en einhvern veginn vafðist það fyrir þeim sem kusu í þessu kjör- dæmi. Sjálfstæðisflokk- urinn er í vanda og flokksmenn hafi fært pólitískum andstæðingum vopn í hendur. Viðreisn hefur gert að verkum að auðvelt að stimpla Sjálf- stæðisflokkinn sem harðlínu-hægri flokk sem gæti sérhagsmuna. Slæm staða kvenna í tveimur prófkjörum mun verða til þess að flokkurinn verð- ur kallaðar gamaldags karlaflokk- ur. Hugsanlega verður reynt að setja plástur á sárin og breyta listunum og gera konum hærra undir höfði. Það er hins vegar ansi vandræðalegt að breyta reglum eftir á og lagfæra lýð- ræðisleg prófkjör af því að þátttak- endur í þeim völdu ekki rétta gerð af fólki. Spyrja má: Til hvers að hafa prófkjör ef vilji þeirra sem tóku þátt í þeim er að engu hafður? Það er sama hvað gert verður. Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda. n „Á Suðurlandi kann Unnur Brá Konráðsdóttir að hafa goldið fyrir það að tala máli mannúðar í útlendingamálum. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.