Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 13.–15. september 2016 Menning 19 Komu með nótur í farteskinu n Óðinn Melsted er höfundur bókar um erlenda tónlistarmenn á Íslandi n Guðni Th. hvatti hann til að skrifa bókina við tónlistarskólana, hljóðfæraleik­ ara til að spila á skemmtistöðum í bænum og svo komu aðrir, sérstak­ lega upp úr 1950, til að spila með Sinfóníuhljómsveitinni. Í umræðunni er oft talað eins og þetta fólk hafi aðallega verið flótta­ menn og gyðingar. En í raun og veru var bara einn gyðingur í þessum hópi, Heinz Edel­ stein. Þrír aðrir tónlistarmenn komu hingað út af gyðingaof­ sóknum nasista, en voru samt ekki gyðingar. Það voru Victor Urbancic, en kona hans var af gyðingaættum, Albert Klahn, sem átti líka konu sem var af gyðingaættum, og svo Róbert Abraham, sem var gyðingaætt­ ar en samt kaþ­ ólskur. Það er engin ástæða til að halda því fram að það hafi aðal­ lega verið gyðingar sem settu svip á tónlistarlífið. Flestir tónlistarmenn komu af því að þeir voru ráðn­ ir samkvæmt samningi og fannst spennandi að fá að starfa á Íslandi, en ekki af því að þeir væru á flótta undan hakakrossinum.“ Andblær evrópskrar borgaramenningar Tóku Íslendingar vel á móti þessum erlendu tónlistarmönnum? „Yfirleitt voru móttökurnar mjög góðar en á því voru þó einhverj­ ar undantekningar. Stéttar félag íslenskra hljómlistarmanna var stofnað 1932 og sinnti hagsmunum íslenskra hljóðfæraleikara sem spiluðu á skemmtistöðum. Stéttar­ félagið lagðist eðlilega gegn því að skemmtistaðir réðu til sín erlendar hljómsveitir og erlenda tónlistar­ menn. Þessi andstaða beindist samt ekki persónulega gegn er­ lendu tónlistarmönnunum sem hér voru, heldur leit stéttarfélagið á þetta sem prinsippmál. Á þessum tíma komu fleiri innflytj­ endur til Íslands en tónlistarfólk. Árið 1949 kom hingað til lands þýskt land­ búnaðarverkafólk sem varð vissulega fyrir fordómum. Erlendu tónlistar­ mennirnir sögðust hins vegar lítið hafa orðið fyrir fordómum.“ Hvaða máli skipti koma þessara tónlistarmanna fyrir tónlistarlíf á Íslandi? „Þetta fólk hafði allt áhrif á sín­ um vettvangi og lagði sitt af mörk­ um til að hraða uppbyggingu tón­ listarlífsins. Nokkrir tónlistarmenn höfðu verið sérstaklega ráðnir sem kennarar við Tónlistarskólann í Reykjavík og höfðu þar mjög mikil áhrif, menn eins og Franz Mixa, Hans Stepanek og Heinz Edelstein. En það voru ekki bara þeir sem höfðu áhrif. Ég komst til dæmis að því að það voru tvær konur sem kenndu í dreifbýlinu, María Fick Eðvarðsdóttir á Snæfellsnesi og Rut Gröschl Magnúsdóttir á Eyrar­ bakka. Þær voru organistar, kenndu börnum á tónlist, sáu um kirkjukór­ inn og höfðu þannig mikil áhrif. Aðrir sem komu til að spila á skemmtistöðum höfðu mikil áhrif á skemmti­ staðamenn­ inguna sem varð til á þess­ um árum. Þeir komu með andblæ evrópskrar borgaramenn­ ingar til Ís­ lands. Svo eru þeir sem voru sérstak­ lega sóttir til landsins til að spila í Sin­ fóníuhljóm­ sveitinni, en án þeirra hefði varla verið hægt að flytja sinfóníur, alla­ vega á fyrstu árunum. Niðurstaðan er sú að á því tímabili sem ég fjalla um, 1930– 1960 verða gífurlegar breytingar í tónlistarlífi Íslendinga. Á þess­ um tíma þróaðist tónlistarlífið hér á landi, bæði í skemmtitónlist og klassískri tónlist, í átt til þess að verða eins og gerðist í umheim­ inum. Auðvitað má ekki gleyma að það voru ekki bara útlendingar sem stuðluðu að þessari þró­ un heldur einnig Íslendingar. En koma erlendra tónlistarmanna varð sannarlega til að hraða upp­ byggingu íslensks tónlistarlífs.“ n „Á þessum tíma þróaðist tónlistar­ lífið hér á landi, bæði í skemmtitónlist og klass­ ískri tónlist, í átt til þess að verða eins og gerðist í umheiminum. Óðinn Melsted „Þess má til gamans geta að það var þáverandi forseti Sögufélagsins, Guðni Th. Jóhannesson, sem hvatti mig til að skrifa þessa bók.“ Mynd Sigtryggur Ari E iríkur Smith Finnbogason listmálari er látinn, 91 árs gamall. Eiríkur var afkasta­ mikill listmálari en hann nam við Myndlista­ og handíða­ skólann á árunum 1946 til 1948, í Kaupmannahöfn frá 1948 til 1950 og í París frá 1950 til 1951. Þá nam hann prentmyndasmíði hér á landi á sjötta áratug liðinnar aldar. Eiríkur hélt fjölmargar sýningar á ferli sínum sem listmálari og verk hans eru í eigu opinberra listasafna og einkasafnara. Stóran hluta lista­ verkasafns síns gaf hann Hafnar­ borg, listasafni Hafnfirðinga. Safnið hefur á undanförnum árum sett upp röð sýninga til að kynna margbreyttan feril þessa merka listamanns. Á 100 ára afmælis­ ári Hafnarfjarðarkaupstaðar var Eiríkur Smith útnefndur heiðurs­ listamaður Hafnarfjarðar. Hann var sæmd ur ridd ara krossi fálka­ orðunn ar 2005 fyr ir mynd list ar­ störf. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Bryndís Sigurðardóttir. n Eiríkur Smith látinn Tilboð þér að kostnaðarlausu Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna GOTT ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ • Netverslun: www.sportlif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.