Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 13.–15. september 201626 Fólk
Leikritið Sending frumsýnt
n Sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu n Fjallar um bjargleysi og útskúfun
L
eikverkið Sending, eftir
Bjarna Jónsson, var frum
sýnt á Nýja sviðinu í Borgar
leikhúsinu um helgina. Um
er að ræða nútímaverk sem
gerist árið 1982. Ungur drengur er
sendur í fóstur til barnlausra hjóna
leysa vestur á fjörðum. „ Konan
tekur drengnum opnum örmum en
tilfinningar mannsins eru flóknari
og ekki líður á löngu þar til líf hjón
anna umturnast. Veruleiki drengs
ins og hjónaleysanna virðist á ein
hvern undarlegan hátt hanga
saman,“ segir í kynningu á verk
inu á vef Borgarleikhússins en leik
ritið gerir bjargleysi og útskúfun að
meginviðfangsefni sínu.
Leikstjórn er í höndum Mörtu
Nordal en leikarar eru Árni Arnarson,
Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmar
Guðjónsson, Kristín Þóra Haralds
dóttir og Þorsteinn Bachmann.
Meðfylgjandi myndir eru teknar
á frumsýningarkvöldinu, þar sem
valinkunnir gestir og aðstandendur
sýningarinnar voru í sínu fínasta
pússi. n
Prúðbúin Hjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, ásamt Ingvari E. Sigurðssyni.
Mæðgin Kristín Una Mikaelsdóttir og Mikael Torfason mættu til að fylgjast með Elmu Stef-
aníu Ágústsdóttur leikkonu, en hún er hvort tveggja stjúpmóðir Kristínar Unu og spúsa Mikaels.
Mæðgur og maki Kjartan Ólafsson ásamt tengdamóður sinni, Guðríði Katrínu Arason
(eiginkonu Gunnars Eyjólfssonar leikara), og eiginkonunni Karitas H. Gunnarsdóttur.
Mekka íssins
Erum í miðbæ
Hveragerðis
Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís
Pinnaís | Krap | Bragðarefur
Ísfrappó | Sælgæti | Franskar
Samlokur | Gos | Snakk
Bland í poka | Pylsur | Kaffi
Opnunartími
mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22
lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði
Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum
Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin
mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS
Þjóðleg
sumarhús sem falla
einstaklega vel að
íslensku landslagi