Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 13.–15. september 201616 Sport Sport 16
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
Í
slenska liðið í opnum flokki
Ólympíuskákmótsins í Bakú tap-
aði á sárgrætilegan hátt gegn afar
sterku landsliði Póllands í næst-
síðustu umferð mótsins. Hannes
Hlífar Stefánsson gerði auðveldlega
jafntefli gegn Radoslaw Wojtaszek,
einum helsta byrjanasérfræðingi
heims. Bragi Þorfinnsson tapaði fyrir
stórmeistaranum Dariusz Swiercz og
Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafn-
tefli gegn stórmeistaranum Mateusz
Bartel. Seinasta skákin var viðureign
Guðmundar Kjartanssonar og Kacper
Piorun. Guðmundur saumaði jafnt og
þétt að þeim pólska sem varðist þó
fimlega.
Í miklu tímahraki leyfði Guð-
mundur hins vegar sömu stöðunni að
koma upp þrisvar sinnum og þá gat
Piorun krafist jafnteflis og þar með
tryggt Pólverjum sigur með minnsta
mun, 2½-1½. Líklega var Guðmund-
ur með unna stöðu og því fór þar frá-
bært tækifæri forgörðum til þess að
ná stigi gegn hinu sterka pólska liði.
Tapið þýðir að liðið er í 46. sæti fyrir
síðustu umferð og mætir öflugu liði
Argentínu í síðustu umferð.
Íslenska kvennalandsliðið vann
auðveldan 3-1 sigur á landsliði Srí
Lanka í næstsíðustu umferð mótsins.
Lenka Ptacnikova, Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir og Hrund Hauksdótt-
ir unnu örugga sigra en Guðlaug Þor-
steinsdóttir mátti sætta sig við tap.
Íslenska liðið er í 67. sæti og mætir
landsliði Grikklands í síðustu umferð.
Þar er við ramman reip að draga.
Fyrsti stórmeistari Færeyinga
lítur dagsins ljós
Í opnum flokki stefnir allt í sigur
Bandaríkjanna og gullið blasir við
Kínverjum í kvennaflokki. Það væru
talsverð tíðindi ef þessi lið hefðu sigur
enda hafa Bandaríkjamenn ekki bor-
ið sigur úr býtum á Ólympíumóti síð-
an 1976 og Kínverjar hafa ekki sigrað
í kvennaflokki síðan 2004. Þær stað-
reyndir blikna þó í samanburði við
þær ánægjulegu fréttir að frænd-
ur okkar Færeyingar eignuðust sinn
fyrsta stórmeistara í skák. Sá heitir
Helgi Dam Ziska og er 26 ára gamall.
Hann landaði sínum þriðja og síðasta
stórmeistaraáfanga með því að leggja
alþjóðlega bólivíska meistarann
Jose Gemy að velli. Helgi var kosinn
íþróttamaður ársins í Færeyjum fyrir
nokkrum árum og ljóst er að hann
gerir tilkall til þess titils aftur í ár. n
Fyrsti stórmeistari
Færeyinga í skák
Íslendingar töpuðu á grátlegan hátt fyrir Pólverjum
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Helgi Dam Ziska Fyrsti stórmeistari
Færeyinga í skák.
Öruggur sigur Fyrir-
liðinn Lenka Ptacnikova
vann öruggan sigur gegn
sterkustu skákkonu
Srí Lanka, Niklesha
Tharushi. Íslenska
kvennaliðið vann 3-1 sig-
ur þegar upp var staðið.