Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 13.–15. september 2016 Fréttir 11 verktakafyrirtækinu Björgun, og Promens voru þá verðmætustu eign- ir félagsins. Þá átti Atorka einnig alla hluti í Jarðborunum sem það seldi svo til Geysis Green Energy síðar sama ár. Kaupverðið nam alls 14,3 milljörðum og innleysti Atorka alls 11 milljarða króna hagnað af sölunni. Félagið var þá að stærstum hluta í eigu Þorsteins Vilhelms- sonar og Magnúsar Jónssonar, þá- verandi forstjóra Atorku Group, og annarra lykilstjórnenda fyrirtækis- ins. Greiddu hluthafar Atorku sér alls um 4,4 milljarða króna í arð vegna frammistöðu þess á árunum 2005 til 2007. Misstu allt Efnahagshrunið lék Atorku grátt og fjárhagsstaðan gjörbreyttist í kjölfar falls íslenska bankakerfisins. Þann 13. október 2008 óskaði félagið eftir því að bréf þess yrðu tekin úr viðskipt- um í Kauphöll Íslands. Tap Atorku á fyrri helmingi þess árs hafði þá numið 8,7 milljörðum króna og virði skráðra eigna félagsins lækkað í verði. Rúmum fjórum mánuðum áður en tilkynning um afkomuna var birt tók aðalfundur félagsins ákvörðun um 2,1 milljarðs króna arðgreiðslu til hluthafa. Magnús Jónsson lét af störfum sem forstjóri Atorku í september 2009. Fyrirtækið hafði þá fengið áframhaldandi heimild til greiðslu- stöðvunar á meðan unnið yrði áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu þess. Þremur mánuðum síðar þurftu eigendurnir að gangast undir nauða- samning við kröfuhafa sína sem tóku félagið á endanum yfir í ársbyrjun 2010. Lýstar kröfur námu þá 56 millj- örðum króna. Samningurinn fól í sér að hlutafé félagsins var fært niður að fullu, og misstu þáverandi eigendur Atorku þá allt sitt í fyrirtækinu, og kröfunum var breytt í nýtt hluta- fé. Stóru viðskiptabankarnir þrír og skilanefnd Glitnis eignuðust þá 70% hlut í Atorku. Í kjölfarið eignaðist fjárfestingarfélagið Horn, dótturfélag Landsbankans, allt hlutafé Atorku í Promens þegar kröfuhafarnir fengu á móti eign bankans í Atorku. Eign- ir félagsins voru þá allar erlendis en kröfuhafarnir að mestu íslenskir. Fyrrverandi eigendur Atorku voru mjög ósáttir við hvernig staðið var að yfirtökunni. Vildu þeir meina að ekkert tillit hefði verið tekið til framtíðarvirðis eignasafns félagsins. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi í kjölfar- ið frá því að skilanefnd Landsbank- ans hefði þurft að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda Atorku sem höfðu þá öll verið tekin til gjaldþrotaskipta. Íslandsbanki stærstur Samkvæmt fréttum frá desember 2009 voru eignir Atorku þá metnar á 104 milljarða króna. Skuldirnar námu hins vegar 138 milljörðum og eigið fé félagsins því neikvætt um 34 millj- arða. Í nýjasta ársreikningi Atorku, sem er fyrir árið 2014, eru eignir þess metnar á rúma 1,2 milljarða króna en skuldirnar nema 142 milljónum. Árið áður átti félagið eignir upp á rúma fimm milljarða en eins og Einar Páll segir þá hafa stjórnendur þess síð- ustu ár unnið að losun eigna. Til að mynda var í júlí 2012 greint frá því að fimm íslenskir lífeyris sjóðir hefðu keypt erlendar eignir af Atorku fyrir 2,9 milljarða króna. Íslandsbanki var stærsti eigandi Atorku í árslok 2014 með 27% hlut. LBI átti þá 13%, Glitnir hf. 9,6% og Arion banki 6,7%. Fjöldi hluthafa í félaginu var þá 57. n Ris og fall Atorku 1990 Íslenski hlutabréfasjóðurinn, sem síðar varð Atorka Group, stofnað- ur í mars 1990. 2002 Hluthafar samþykkja að ein- blína á fjárfestingar erlendis en fyrstu tólf árin var aðallega keypt í íslenskum fyrirtækjum. Þorsteinn Vilhelmsson fer inn í hluthafahópinn og verður síðar stjórnarformaður Atorku Group. 2004–2006 Atorka kaupir sig inn í fyrirtæki á borð við Sæplast (Promens), Jarðboranir og Geysi Green Energy. Magnús Jónsson er ráðinn for- stjóri 2005 og ári síðar kaupir félagið sig inn í flutningafyrirtækið InterBulk sem sérhæfir sig í gámaeiningum fyrir efnaiðnað. 2007 Markaðsvirði Atorku Group nemur 37 milljörðum króna. 2008–2009 Bréf félagsins tekin úr viðskiptum í Kauphöll Íslands. Óskað er eftir greiðslustöðvun en kröfuhafar taka félagið yfir með nauðasamningi sem er undirritaður í desember 2009. Hluthafar Atorku missa allt sitt í fyrirtækinu. 2016 Hluthafafundur Atorku tekur ákvörðun um að slíta félaginu. Þriggja manna stjórn þess kjörin í skilanefnd. Var stærsti hluthafinn Þorsteinn Vilhelmsson, fyrrverandi stjórnarfor maður Atorku Group, átti um tíma um 40% í fyrirtækinu. Mynd 365 Fjárfestingarrisi Atorka Group var umsvifamikið fjár- festingarfélag sem átti í íslenskum sem erlendum stórfyrir- tækjum. Höfuðstöðvar þess voru um tíma við Hlíðasmára í Kópavogi. Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Í skýrslu sem Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu fyrir Alþingi í gær er því haldið fram að íslenska ríkið hafi tekið 296 milljarða áhættu án hugsanlegs ávinnings þegar ís- lensku bankarnir voru afhentir er- lendum kröfuhöfum. Í stað þess að eignast alla bankana hafi íslenska ríkið aðeins eignast Landsbankann. Steingrímur J. Sigfússon, þáver- andi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Því er haldið fram að hann hafi tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu og hafið samningagerð upp á eigin spýtur við hina erlendu kröfuhafa. Að mati skýrsluhöfunda hafi ákvæði neyðarlaganna verið höfð að engu og kröfuhöfum færð- ir íslensku bankarnir með tugmilljóna með- gjöf frá skattgreiðend- um. Fullyrt er að í skjöl- um sem höfundar hafi kynnt sér komi fram undarlegur ótti samn- ingamanna og vanmáttar- kennd gagnvart kröfuhöfum og lögfræðingaher þeirra. Þá er sagt að skýrslan sýni að samningagerðin hafi alfarið gengið út á að friðþægja kröfuhafana með því að afhenda þeim eignarhald á bönkun- um, varpa allri ábyrgð á íslenska skattgreiðend- ur og falla frá tugmillj- arða króna arðgreiðsl- um, endurgreiðslum og vaxtagreiðslum. Skýrsluhöfundar telja að afleiðingar þess að kröfuhafar hafi eign- ast tvo af þremur bönkum hafi birst í aðgangshörku gagn- vart skuldurum – einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. n Bera Steingrím þungum sökum Talað um undarlegan ótta samningamanna og vanmáttarkennd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.