Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 13.–15. september 20164 Fréttir G estir Bláa lónsins greiddu 4,7 milljarða króna í að- gangseyri í fyrra eða þrettán milljónir króna á dag. Tekjur fyrirtækisins af sölu í lón- ið jukust þá um einn milljarð króna miðað við árið á undan eða um 27%. Veitinga- og vörusala jókst einnig milli áranna 2014 og 2015 eða um jafnvirði 500 milljóna króna. Vörur fyrir 1,2 milljarða Samkvæmt ársreikningi Bláa lóns- ins, sem finna má í nýrri ársskýrslu fyrirtækisins, var vöxtur í öllum helstu tekjuliðum þess. Veitinga- salan nam 1,5 milljörðum króna, samanborið við 1,2 milljarða árið 2014. Vörusalan jókst einnig en Bláa lónið selur meðal annars vinsælar húðvörur. Nam hún 1,2 milljörðum eða um 200 milljónum króna meira en árið 2014. Rekstrartekjur vegna Lækningalindarinnar í Svartsengi í Grindavík jukust einnig eða um jafn- virði 70 milljóna króna. Bláa lónið birti afkomutilkynn- ingu í maí síðastliðnum og kom þá fram að fyrirtækið hagnaðist um 15,8 milljónir evra í fyrra eða 2,3 milljarða króna. Afkoman var 800 milljónum króna betri en árið á undan sem var einnig metár. Heildartekjur fyrirtæk- isins námu 7,6 milljörðum en um 919 þúsund gestir heimsóttu lón- ið eða meira en tvöfalt fleiri en árið 2010. Ódýrasti aðgöngumiðinn fyrir fullorðna kostar 5.400 krónur en Bláa lónið rukkar 6.800 krónur á sumrin. Gestir sem heimsækja fyrirtækið, án þess að fara ofan í lónið sjálft, greiða um tíu evrur, um 1.300 krónur, fyrir heimsóknina. Starfsmönnum Bláa lónsins fjölgaði úr 256 árið 2014 í 302 ári síðar. Launakostnaður fyrirtæk- isins jókst að sama skapi eða úr 1,2 milljörðum í 1,7 milljarða króna. Metár hjá öllum Fjallað var um metafkomu stóru baðstaðanna þriggja hér á landi í síðasta tölublaði DV. Bláa lónið er eitt þeirra en hinir eru Jarðböðin við Mývatn og Laugarvatn Fontana. Jarðböðin voru rekin með 238 millj- óna króna hagnaði í fyrra þegar gest- ir baðstaðarins voru alls 149 þús- und. Laugarvatn Fontana skilaði þá jákvæðri afkomu í fyrsta sinn frá opnun árið 2011 og nam hún 27 milljónum. Íslenskar heilsulindir ehf., dótturfélag Bláa lónsins, á 18,8% hlut í Laugarvatni Fontana og 23,4% í Jarðböðunum við Mývatn. Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins, situr í stjórnum allra félaganna þriggja. Fyrirtæki hans er metið á 20 milljarða króna, líkt og kom fram í umfjöllun DV í nóv- ember í fyrra, og er því næstverð- mætasta fyrirtæki landsins í ferða- þjónustu á eftir Icelandair. Grímur á um 17% hlut í Bláa lóninu í gegn- um félagið Kólf ehf. sem er því met- inn á um 3,5 milljarða króna. Kólfur á í fyrirtækinu í gegnum Hvatningu hf. sem á 39% í fyrirtækinu. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með 30%. n Borguðu 4,7 milljarða króna ofan í Bláa lónið n Þrettán milljónir í aðgangseyri á dag n Veitinga- og vörusala tók stökk Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bláa lónið Grímur Sæ- mundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins, og aðrir hluthafar fyrirtækisins fengu greidda alls 1,4 milljarða króna í arð vegna rekstr- arársins í fyrra. F orsvarsmenn íslenska fyrirtæk- isins Atlantic Green Chemicals (AGC) ætla að gera aðra til- raun til að fá Héraðsdóm Reykjaness til að staðfesta að Reykjanesbær hafi úthlut- að því lóð í Helguvík árið 2011. Málið verður tekið fyrir 22. september en Héraðsdómur Reykjaness vísaði sambærilegu máli AGC frá í október í fyrra. AGC stefndi þá sveitar- félaginu og dótturfélagi þess, Reykjaneshöfn, vegna úthlutunar lóðarinnar Berghólabraut 4 í Helgu- vík. Fyrirtækið Thorsil ehf. hefur samið um leigu lóðarinnar undir kísilmálmverksmiðju en fulltrúar AGC, sem vilja byggja lífalkóhól- og glýkólverksmiðju, fullyrða að því hafi verið lofað lóðinni. Stað- setningin skipti AGC miklu máli, bæði út af nálægð- inni við Helguvíkurhöfn en einnig vegna þess að fyrir- tækið ætlar sér að nýta af- gangsvarmaorku frá kísil- veri United Silicon á næstu lóð. AGC hafi sótt um fram- kvæmdaleyfi til Reykjanesbæjar í jan- úar 2015 en verið hafnað þar sem fyrir tækið hefði ekki lóð. n haraldur@dv.is Vill að héraðsdómur staðfesti lóðarúthlutun í Helguvík Lóðarkrafa AGC aftur fyrir dóm Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn „Þetta var hræðilegt“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi eitthvað þessu líkt. Þetta var hræðilegt. Mjög, mjög óhuganlegt,“ seg- ir Joanna Palczewska sem var um borð í flugvél WestJet- flugfélagsins sem neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Mjög mikill við- búnaður var vegna vélarinn- ar sem sendi frá sér neyðarkall laust upp úr klukkan ellefu á laugardagsmorgun. Bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinn- ar sem var á leið frá London til Edmonton í Kanada. Eins og DV greindi frá á laugardag voru 130 björgunar- sveitarmenn í viðbragðsstöðu vegna vélarinnar. Betur fór þó en á horfðist og tókst flugmönn- um vélarinnar að lenda henni á Keflavíkurflugvelli klukkan 14.40 á laugardag. Þá hafði vél- in þurfti að hringsóla innan ís- lenskrar lögsögu til að brenna eldsneyti. Í viðtali við Global News seg- ir Joanna að starfsmenn um borð hafi verið að bera fram drykki þegar skyndilega heyrðist hvellur frá öðrum hreyfli vélar- innar. „Starfsmenn litu hver á annan og maður skynjaði að eitthvað var ekki eins og það átti að vera,“ segir hún. 258 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 767. Joanna var ein af rúmlega hundrað farþegum vélarinnar sem dvöldu í Reykja- vík aðfaranótt sunnudags. Hún hrósar flugmönnum og starfs- fólki vélarinnar í hástert og seg- ir að viðbrögð þeirra hafi verið mjög fagmannleg. „En maður sá í augunum á þeim að það var ekki allt í lagi.“ Þá hrósar hún íslenskum við- bragðsaðilum sem voru á vett- vangi þegar vélin lenti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.