Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 16.–19. desember 20162 Fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Stórtækir ilmvatnsþjófar Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríks­ sonar höfðu fyrr í mánuðinum afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum vegna þjófnaðar á ilmvatni. Í tilkynningu frá Tollinum kem­ ur fram að mennirnir hafi verið stöðvaðir í grænu hliði og reyndust þeir vera með ilmvatnsbirgðir, að verðmæti langt umfram það sem leyfilegt er að koma með til lands­ ins. Tollverðir haldlögðu því um­ framvarninginn. Daginn eftir birtust þeir aftur í flugstöðinni, þá á leið úr landi. Tollverðir ákváðu að athuga með mennina og við heimilaða leit í farangri þeirra fundust tólf ilm­ vatnsglös að verðmæti tæplega 150 þúsund krónur og Bose Bluetooth­ ferðahátalari að andvirði tæplega 35 þúsund krónur. Í ljós kom að mennirnir höfðu látið greipar sópa í fríhöfninni og var málið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum. K ópavogsbær leitaði ekki eftir tilboðum í hljóðkerfi fyrir íþróttahúsið Kórinn áður en bæjaryfirvöld sömdu við fyrirtækið Exton um leigu á tækjum. Íþróttafélagið HK fór fram á að hljóðkerfi hússins yrði endurnýj­ að en formaður þess er einn eigenda og framkvæmdastjóri hjá Exton. For­ maðurinn keypti sig inn í fyrirtæk­ ið í júlí eða í sama mánuði og Exton bauð Kópavogsbæ að leigja kerfið. Til greina kemur að bærinn kaupi hljóðkerfið en leigan hljóðar upp á átta milljónir króna í 17 mánuði. „Leiguverðið er átta milljónir króna og í því er innifalin uppsetning, kennsla og viðhald. Þessi upphæð er ekki útboðsskyld og er undir mörk­ unum. Bærinn hefur í gegnum tíðina átt í margvíslegum viðskiptum við fyrirtækið og þeir hafa komið að ein­ hverjum af tónleikunum í Kórnum,“ segir Sigríður Björg Tómas dóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, aðspurð af hverju bærinn leitaði ekki tilboða í hljóðkerfi fyrir Kórinn. Bieber-kerfi Sigríður Björg segir að umhverfis­ svið bæjarins hafi þann 1. júlí síð­ astliðinn samið um leigu á tækjun­ um sem voru sett upp fyrir tónleika kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber í Kórnum. Tónleikarnir voru haldnir 9. september en leigu­ samningurinn tók gildi 1. september. Kópavogsbær var því byrjaður að greiða leigu þegar Sena Live hélt tón­ leikana en taka ber fram að hljóð­ kerfið var einungis hluti af þeim tækjabúnaði sem viðburðafyrirtækið notaði til tónleikahaldsins. „Það kemur til greina að kaupa kerfið en það hefur ekki verið samið um það og ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun bæjarins 2017,“ segir Sigríður Björg. Krafa frá KSÍ Sigurjón Sigurðsson, formaður HK og framkvæmdastjóri lausnarsviðs Exton, segir í samtali við DV að fyrir­ tækið hafi haft frumkvæði að því að Kópavogsbær leigði kerfið. Í tilkynn­ ingu sem fjölmiðlum barst þann 7. júlí kom fram að Sigurjón og Rík­ harður Sigurðsson, bróðir hans og núverandi framkvæmdastjóri Exton, hefðu keypt hlut í fyrirtækinu. Að­ spurður staðfestir Sigurjón að HK hafi farið fram á að hljóðkerfi Kórsins yrði endurnýjað. „HK hefur farið fram á það í gegn­ um tíðina að það verði sett viðun­ andi hljóðkerfi samkvæmt því sem KSÍ hefur krafist. Það heyrðist ekkert í kerfinu sem var þarna áður enda var það eldgamalt. Dómarar voru búnir að kvarta yfir því í langan tíma og þegar landsleikir og slíkt hefur verið haldið hefur annað kerfið verið leigt inn í húsið,“ segir Sigurjón og þver­ tekur fyrir að hann hafi setið beggja megin borðsins sem formaður HK. „Þótt ég sé í sjálfboðaliðastarfi í íþróttahreyfingunni þá var það ekki þannig. Við ætluðum að selja kerfið úr landi en buðum bænum að ganga inn og leigja það. Við vorum þá beðin um að tiltaka verð í kerfið og þeir tóku því. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Sigurjón. n Kópavogsbær leigir tæKi af fyrirtæKi formanns HK n Samdi við Exton um leigu á hljóðkerfi fyrir Kórinn n Leitaði ekki eftir tilboðum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Við vorum þá beðin um að tiltaka verð í kerfið og þeir tóku því. Þetta var ekki flóknara en það Formaður HK Sigurjón Sigurðsson keypti í sumar hlut í Exton ehf. Fyrirtækið leigir Kópavogsbæ hljóðkerfi fyrir Kórinn. Notaði tækin Hljóðkerfið sem Kópavogsbær leigir nú var sett upp fyrir tónleika Justins Bieber í Kórnum í byrjun september. MyNd SiGtryGGur Ari Kórinn Íþróttastarf HK fer að mestu fram í íþróttahúsinu í Kópavogi. MyNd SiGtryGGur Ari Mikið frost á aðfangadag Það verður kalt í veðri hér á landi á aðfangadag ef marka má lang­ tímaspá norsku veðurstofunnar. Á aðfangadag er gert ráð fyrir allt að 11 stiga frosti í Reykjavík en bjart verður í veðri og hæg norðaustan­ átt. Svipaða sögu er að segja af öðrum landshlutum; á Akureyri verður allt að 13 stiga frost, frostið á Ísafirði verður um sex stig og á Egils stöðum verður það tólf stig. Bjart verður í nær öllum landshlut­ um að Vestfjörðum undanskildum en þar er gert ráð fyrir éljum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.