Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 16.–19. desember 201620 Fólk Viðtal
Þ
orgerður er fædd árið 1965,
dóttir hjónanna Gunnars
Eyjólfssonar leikara og
Katrínar Arason deildar-
stjóra. Hún ólst upp fyrstu
æviárin í Vesturbænum en flutti sjö
ára gömul með foreldrum sínum
og eldri systur í Breiðholtið. „Ég er
Breiðhyltingur að upplagi og naut
þess frelsis sem börn í Breiðholti
nutu á þeim tíma, sem voru
ómalbikaðar götur, frelsið niðri í
Elliðaárdal, fullt af leikfélögum í
hverfi í uppbyggingu. Margar af mín-
um bestu vinkonum enn í dag eru
stelpur sem ég kynntist sem barn í
Breiðholtinu. Það voru bara átta hús
í götunni og í næsta húsi við mig bjó
Hanna Kata sem nú er þingflokksfor-
maður Viðreisnar. Við urðum góðar
vinkonur, vorum saman í handbolt-
anum í ÍR eins og fleiri góðar stelp-
ur. Það einkenndi Breiðholtið á þess-
um tíma að það voru sterkar stelpur
þarna, í minni götu sem víðar.“
Hefði verið óbærilegt að verða
KR-ingur
Þurfti að vera töggur í stelpunum,
vegna umhverfisins?
„Ég veit það svo sem ekki, en um-
hverfið mótar mann. Þetta var dá-
lítið hrátt allt saman og það voru
mikil umskipti að flytja úr tiltölu-
lega vernduðu umhverfi úr leik-
arablokkinni í Vesturbænum. Ég var
til dæmis á góðri leið með að verða
KR-ingur, sem hefðu auðvitað verið
alveg óbærileg örlög, þótt það hafi
alltaf verið sætir strákar í KR. Þetta
ómótaða frelsi sem við nutum þarna
uppi í Breiðholtinu á frumbýlisárum
þess var nýtt og skilaði sér í skapandi
hugsun og þroska.“
Að þið flytjið upp í Breiðholtið,
úr því sem kallað hefur verið menn-
ingarsinnað hverfi, Vesturbænum,
þóttu það tíðindi?
„Mér fannst það æðislegt og
mikið ævintýri. Sumum þótti það
hins vegar ekkert rosalega fínt þá, að
flytja í Breiðholtið, og fannst frekar
að mamma og pabbi ættu bara að
búa niðri í bæ. En það var þeirra stíll,
að og gera það sem stendur hjart-
anu næst. Ég hef alltaf verið þakk-
lát fyrir að alast upp í Breiðholtinu.
Stundum þegar ég segi að ég sé
Breiðhyltingur þá horfir fólk á mig
og segir: Já, nú skil ég margt – ertu
sem sagt Breiðholtsvillingur? Ég er
reyndar bara stolt af því og vona að
„Vona
að ég sé
ennþá
villingur“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er snúin aftur
á svið íslenskra stjórnmála og það með miklum
gusti. Þorgerður yfirgaf sviðið árið 2013 en hafði fyrir
þann tíma verið ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðis
flokksins, ráðherra og varaformaður hans. Hrunið
og eftirmálar þess ollu því að Þorgerður leit svo á að
tíma sínum í stjórnmálum væri lokið en heillaðist af
stefnu nýs framboðs, Viðreisnar, og ákvað að taka
slaginn. Viðreisn náði miklum árangri í kosningunum,
ekki síst Þorgerður sem kjörin var 4. þingmaður
Suðvesturkjördæmis. Hún boðar ný stjórnmál, aukið
frjálslyndi og samvinnu og segir að við lifum ótrúlega
áhugaverða tíma í íslenskri pólitík.
Vill meira frjálslyndi Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir er snúin aftur í stjórnmálin og hyggst berjast fyrir
opnara og frjálslyndara samfélagi. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is