Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 2
Á sjötta þúsund undirskriftir söfnuðust í átaki Barnaheilla – Save the Children á Íslandi þar sem skorað er á mennta- og menningarmálaráðherra að afnema gjaldtöku fyrir námsgögn. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, tók á móti áskoruninni i gær. Fréttablaðið/Ernir Veður Sunnan hvassviðri eða stormur. Snjó- koma eða slydda í fyrstu, síðan hlýnar og rignir en úrkomulítið verður norð- austan til á landinu. sjá síðu 26 ferðaþjónusta Leigubifreiðum á Íslandi hefur ekki fjölgað síðan ferðamenn voru 100 þúsund. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun ferðamanna eru leigubílaleyfin enn um 600 tals- ins og hefur ekki fjölgað í nokkur ár. Til að geta orðið leigubílstjóri þarf að gangast undir þrenns konar nám og próf auk þess að aka sem afleys- ingamaður hjá leyfishafa í 1.250- 1.600 daga áður viðkomandi getur öðlast réttindi til að aka fólki gegn gjaldi. Bifreiðastjórafélagið Fylkir og A-stöðin, leigubílar í Reykjanesbæ, sendu inn umsögn varðandi frum- varp um farþega- og farmflutninga þar sem þetta kemur fram. Valur Ármann Gunnarsson, tals- maður Fylkis, segir að fjölmargir hafi vaðið inn á þeirra starfsvett- vang og svört atvinnustarfsemi blómstri í ferðaþjónustunni. „Það er varla hægt að sjá bíla í dag nema með ferðamenn og enginn þeirra hefur leyfi til fólksflutninga. Það ríkir algert gullgrafaraæði hér. Við erum búin að funda með ríkisskatt- stjóra og lögreglu til að fá þá til að takast á við þetta,“ segir hann. Í umsögn SBA-Norðurleiðar um frumvarpið er ósk um að nýta allt að átta manna bifreiðar í hópbif- reiðaakstri og að eðalvagnaþjón- usta falli ekki undir skilyrði um leigubílaakstur. „Rútufyrirtækjum er ekki heimilt að sækja farþega á hótel og skutla á BSÍ eða í Holta- garða. Við erum með ákveðinn einkarétt á flutningum á færri far- þegum. Rútufyrirtæki eru að sækja einn og einn farþega og vilja nú fá að nota smærri bíla til að skutlast með farþega. Það er ekki þeirra starf.“ Valur bendir á að hver ferð sé laun leigubílstjóra. Séu aðrir að sinna þeirra störfum sé lítið til skiptanna. Þá sé starfsstéttin skattp- índ. „Við borgum fullt gjald af elds- neyti og virðisauka af viðhaldi og fleira og fleira. Rútufyrirtæki eru með niður fellingu á virðisauka- skattinum. Lagaumhverfið hér er óstabílt og allir virðast geta farið inn á þetta svið án þess að löggjaf- inn og eftirlitsaðilar geri nokkurn skapaðan hlut. Það virðist vera að rútufyrirtæki hafi góðan hljóm- grunn þessa stundina og í umsögn þeirra nota þeir að það sé óum- hverfisvænt að skutlast með fáa á stórum bílum. Það er mikið bull í gangi og við hreinlega vitum ekki hvernig á að tækla svona vitleysu,“ segir Valur. benediktboas@365.is Leigubílum fjölgar ekki í takti við ferðamenn Leigubílstjórar í Reykjanesbæ eru ósáttir við að rútufyrirtæki skutlist með far- þega og finnst að hver sem er geti vaðið inn á þeirra starfssvið. Leigubílaleyfum hefur ekki fjölgað á Íslandi þrátt fyrir algjöra sprengingu í fjölgun ferðamanna. Þrír leigubílstjórar biðu eftir fundi samgöngunefndar alþingis í gærmorgun. Valur Ármann Gunnarsson er lengst til hægri. Fréttablaðið/GVa ferðaþjónusta Áætlað er að um 170 þúsund manns komi til Akureyrar í sumar með skemmtiferðaskipum. Er það næstum tífaldur fjöldi íbúa bæjarins. Siglingum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið hér um slóðir síð- ustu ár og hefur skipum til Akureyrar til að mynda fjölgað um 50 prósent á aðeins þremur árum. Fyrsta skipið kemur til hafnar morguninn 13. maí og mun vertíðin síðan standa yfir til 19. september en 121 skip mun koma til hafnar þetta sumarið. Stærsta skipið er MSC Preziosa, 140 þúsund brúttótonn að stærð og tekur um 3.500 farþega auk áhafnar. – sa 170 þúsund inn Eyjafjörðinn samfélag Niðurstöður athugunar Fjármálaeftirlitsins á tölvukerfi Kaup- hallarinnar leiddu í ljós að öryggi tölvukerfa Kauphallar Íslands sé öfl- ugt. Fjármálaeftirlitið gerði þó eina athugasemd um að ítarlegri sviðs- myndagreining þurfi að fara fram vegna lykiláhættuþátta sem tengjast tölvuöryggi. Eftirlitið setti einnig fram nokkrar ábendingar um atriði sem það taldi að betur megi fara. Fjármálaeftirlitið hefur í sam- starfi við fjármálaeftirlit Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, þar sem Nasdaq Nordic rekur kauphallir, framkvæmt athugun á öryggi tölvu- kerfa á grundvelli samstarfssamnings um eftirlit með kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndum. Kauphöll Íslands og  systurkauphallir hennar eru í nánu samstarfi og byggir skipulag þeirra að miklu leyti á innra útvistunar- fyrirkomulagi þar sem fjölmörg verk- efni eru leyst af hendi í mismunandi starfseiningum innan samsteypu Nasdaq. Fyrirkomulagið kallar því á aukið samstarf eftirlitsaðila með kauphöllum Nasdaq og er umrædd athugun á öryggi tölvukerfa liður í því samstarfi. – bb Öflugt öryggi í Kauphöllinni Það er varla hægt að sjá bíla í dag nema með ferðamenn og enginn þeirra hefur leyfi til fólksflutninga. Valur Ármann Gunnarsson, talsmaður Fylkis Fyrsta skipið kemur til hafnar morguninn 13. maí og mun vertíðin síðan standa yfir til 19. september.  Ráðherra krafinn um úrbætur samfélag Á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar var tekin til umræðu notkun á helíum- blöðrum hjá bænum. Leggur ráðið til að Hafnarfjarðarbær og stofnanir hans hætti að nota helíum í gasblöðr- ur. Í bókun ráðsins segir að helíum sé sjaldgæft á jörðinni og gríðarlega verðmætt. Það sé eitt fárra frumefna sem leka úr lofthjúpi jarðar og út í geim og er því ekki sjálfbært. „Vísindamenn hafa í nokkur ár kallað eftir banni á notkun á helíum í gasblöðrur, vegna þess hve dýrmætt það er fyrir læknavísindin og önnur vísindi og þar sem það er af skornum skammti,“ segir í bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðsins. – bb  Helíum verði notað sparlega 2 3 . m a r s 2 0 1 7 f I m m t u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -2 4 F 4 1 D 1 4 -2 3 B 8 1 D 1 4 -2 2 7 C 1 D 1 4 -2 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.