Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 6
Lundúnabúar munu
aldrei beygja sig
fyrir hryðjuverkamönnum.
Sadiq Khan, Borgar-
stjóri Lundúna
Hugur minn er hjá
hinum særðu. Við
stöndum með
Bretum.
Angela Merkel,
kanslari Þýska-
lands
BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM
KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU
ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI!
Á VÖLDUM BÍLUM
SUBARU Outback Premium
Nýskr. 06/15, ekinn 64 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður: 4.690 þús. kr.
TILBOÐ 3.990 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
RENAULT Clio Sport Tourer
Nýskr. 11/12, ekinn 93 þ.km,
dísil, beinskiptur.
Verð áður: 1.380 þús. kr.
TILBOÐ 990 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
HYUNDAI IX35 Comfort
Nýskr. 05/14, ekinn 93 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður: 3.290 þús. kr.
TILBOÐ 2.890 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
NISSAN Note Acenta Plus
Nýskr. 07/15, ekinn 48 þ.km,
bensín, beinskiptur.
Verð áður: 2.390 þús. kr.
TILBOÐ 1.990 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
NISSAN Pulsar Tekna
Nýskr. 02/15, ekinn 29 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður: 2.690 þús. kr.
TILBOÐ 2.290 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
RENAULT Megane Berline
Nýskr. 07/13, ekinn 56 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður: 2.090 þús. kr.
TILBOÐ 1.790 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
Rnr. 152495
Rnr. 283951
Rnr. 370252
Rnr. 320650
Rnr. 152631
Rnr. 152388
www.bilaland.is
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og
Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is
Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16.
www.facebook.com/bilaland.is
TILBOÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
1
0
9
5
B
íl
a
la
n
d
T
il
b
o
ð
2
x
3
8
2
3
m
a
rs
Það myndi skapa
möguleika á inn-
lendum skattaparadísum og
tilheyrandi „gervibúsetu”
með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
Bæjarráð Hveragerðis
Bretland Þingmenn á breska
þinginu voru læstir inni í þingsal,
umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar
varúðarráðstafanir voru gerðar í
kjölfar árásar í nágrenni breska
þinghússins í gær. Málið er rann-
sakað sem hryðjuverkaárás og fór
rannsókn af stað í gær.
Lögregla telur að einn árásarmað-
ur hafi verið að verki. Samkvæmt
yfirlýsingu frá lögreglunni í Lund-
únum sögðu vitni árásarmanninn
hafa ekið fólk niður og stungið lög-
reglumann til bana við þinghúsið.
Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn
á vettvangi, lóð breska þingsins, og
lést hann af sárum sínum.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun
voru alls fjórir látnir. Það er lög-
reglumaðurinn, árásarmaðurinn og
tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega
tuttugu særðir, þar af þrír lögreglu-
menn og þrjú frönsk skólabörn á
unglingsaldri sem voru í vettvangs-
ferð með samnemendum.
„Fólk flaug um eins og fótboltar
þegar hann ók það niður. Þetta er
ekki eitthvað sem ég myndi vilja
verða vitni að á hverjum degi,“ sagði
vitni að nafni Ismail í viðtali við
BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti
árásinni sem algjörum hryllingi.
Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega
illt þegar hann sá árásarmanninn
keyra fólk niður.
Í samtali við fréttastofu í gær
sagði Garðar Agnarsson Hall, mat-
reiðslumeistari hjá lávarðadeild
þingsins, að engum væri hleypt út
og engum inn. „Þetta er bara algjört
„lockdown“ eins og þeir kalla það
hérna. Við erum raunverulega varin
af hryðjuverkalögreglunni. Það er
bara búið að loka húsinu en við
vitum ekkert meira,“ sagði Garðar.
Hann sagði fólk rólegt þó tilfinn-
ingin væri óþægileg.
Alþjóðasamfélagið vottaði Bret-
um samúð í kjölfar árásarinnar.
Þannig sagði Angela Merkel, kansl-
ari Þýskalands, árásina koma sér í
opna skjöldu. „Hugur minn er hjá
hinum særðu. Við stöndum með
Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel.
FranÇois Hollande, forseti Frakk-
lands, tók í sama streng. „Hryðju-
verk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar
þekkja vel þá þjáningu sem Bretar
þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýs-
ingu Hollande.
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi
Donalds Trump Bandaríkjaforseta,
sagði Bandaríkin fordæma árásina.
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq
Khan, tjáði sig einnig um árásina.
Sagði hann að öryggisgæsla í borg-
inni yrði aukin héðan í frá. „Lund-
únabúar munu aldrei beygja sig
fyrir hryðjuverkamönnum.“
thorgnyr@frettabladid.is
Vitni lýsa árásinni sem
algjörum hryllingi
Fjórir féllu í árás á og við lóð breska þinghússins í gær. Árásarmaðurinn er
talinn hafa verið einn að verki og var hann felldur á vettvangi. Lögregla rann-
sakar árásina sem hryðjuverk. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð sína.
Þungvopnað lið lögreglu á vettvangi í gær. Nordicphotos/AFp
stjórnmál Afnám lágmarksútsvars
brýtur „gegn anda þess jafnræðis
sem við sem þjóð viljum að ríki í
okkar samfélagi“, segir bæjarráð
Hveragerðis sem leggst eindregið
gegn samþykkt frumvarps sem
felur í sér afnám lagaákvæðis um
lágmarksútvar.
Samkvæmt núgildandi lögum
eiga sveitarfélög að innheimta að
lágmarki 12,44 prósent af launum
íbúa sinna í útsvar. Þrír þingmenn
Sjálfstæðisflokks hafa nú lagt fram
að nýju frumvarp um afnám þessara
lágmarksprósentu. Þeir segja sveit-
arfélög þurfa að rækja lögbundið
hlutverk sitt en óhófleg afskipti lög-
gjafans séu óþörf og dragi úr valdi
og ábyrgð sveitarstjórnarmanna til
að leita hagkvæmustu leiða til þess.
Bæjarráð Hveragerðis minnir á
í umsögn sinni um frumvarpið að
Samband íslenskra sveitarfélaga og
fjöldi sveitarfélaga hafi varað við
samhljóða frumvarpi frá 2014.
„Frumvarpið virðist ekki snúast
um að efla tekjustofna sveitarfélaga
eða innbyrðis skiptingu þeirra
heldur snýst það um að ákveðinn
hópur launamanna á Íslandi skuli
hafa möguleika á að sleppa að miklu
eða öllu leyti við að greiða útsvar
af launatekjum sínum þegar það
tekur ákvörðun um búsetu,“ segir
bæjarráð Hveragerðis og vitnar
til umsagnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga frá 2014.
„Þar sem fámenn sveitarfélög hafa
miklar tekjur af álagningu fasteigna-
skatts gætu þær aðstæður skapast að
þau gætu lækkað álagningarhlutfall
útsvars verulega eða jafnvel niður í
0 prósent ef lágmarksútsvar yrði
afnumið með öllu. Það myndi skapa
möguleika á innlendum skattapara-
dísum og tilheyrandi „gervibúsetu"
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
íbúar þessara sveitarfélaga myndu
því sleppa að miklu eða öllu leyti
við að greiða útsvar af launatekjum
sínum óháð upphæð launa.“
Flutningsmenn frumvarpsins eru
þingmennirnir Vilhjálmur Árnason,
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og
Hildur Sverrisdóttir. – gar
Hvergerðingar gegn skattaparadísum
2 3 . m a r s 2 0 1 7 F I m m t U d a G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
4
-4
C
7
4
1
D
1
4
-4
B
3
8
1
D
1
4
-4
9
F
C
1
D
1
4
-4
8
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
2
3
2
0
1
7
C
M
Y
K