Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 12
Neysla eftir helstu vöruflokkum 2016 miðað við 2007 Viðskipti Þegar litið er á heildar- myndina er ljóst að fataverslun á Íslandi hefur aukist talsvert síðustu ár og eru fréttir af dauða fataversl- unar á Íslandi ótímabærar. Hins vegar þurfa verslunarmenn að huga að því hvort þeirra verslun er samkeppnisfær við erlendar verslanir, hvort sem er við net- verslanir, erlenda smásölurisa með verslanir hér á landi eða verslunar- ferðir Íslendinga til útlanda. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hag- fræðideildar Landsbankans á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Greiningin verður kynnt á opinni ráðstefnu á Nordica í dag. Á fund- inum mun Anna Fellander, ráðgjafi og hagfræðingur, fjalla um áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu. Jafnframt munu for- maður Samtaka verslunar og þjón- ustu, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, halda tölu. Fram kemur í greiningunni að þróun í verslun hér á landi er mis- jöfn eftir vöruflokkum. Verslun með um helming vöruflokka er meiri nú en góðærisárið 2007. Mest hefur aukningin verið í sölu á símtækjum, eða um 87 prósent, en mestur samdráttur er í sölu stærri tómstundatækja (t.d. hjól- og felli- hýsa og sportbáta), sem hefur minnkað um 55 prósent frá árinu 2007. Raunaukning fataverslunar var 14 prósent milli ára í fyrra. Hún var þó enn 11 prósent minni en þegar mest var árið 2008. Líklegt er að aukin kaup erlendra ferðamanna á útivistarfatnaði eigi talsverðan þátt í vaxandi fataverslun hér á landi síðustu ár á sama tíma og Íslending- ar virðast kaupa meira af fatnaði í gegnum bæði erlendar netverslanir og á ferðalögum erlendis. Skósala hefur aukist á landinu og sló hún met árið 2016. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir að áhugavert sé að niðurfell- ing á tollum á fötum og skóm virðist hafa leitt til aukningar í fata- og skóverslun. „Það er gríðarlega gott fyrir samfélagið Ísland. Í stað þess að fólk sé að versla erlendis er það að versla á Íslandi og það skilar sköttum og gjöldum hingað og eykur atvinnu.“ Hún segir þó að miklar áskoranir séu í verslun hér- lendis. „Verslunin er að breytast gríðarlega mikið og kauphegðun er að breytast. Það sem við erum að standa fyrir er að íslensk verslun aðlagi sig þessum nýja tíma fyrr en seinna. Við höfum verið sein að taka við okkur varð- andi netverslunina og við megum ekki vera sein í áframhaldandi þróun.“ Í greiningunni kemur einnig fram að verð á karlmannsfötum hefur hækkað meira en verð á kven- og barnafatnaði. Þar má sérstaklega sjá áhrif þess að í kjölfar komu Lin- dex (sem selur ekki karlmannsföt) til landsins hefur dregið úr verð- hækkunum á barna- og kvenfatn- aði. „Þetta er framboð og eftirspurn með karlaföt. Kannski eru kven- og barnaföt viðkvæmari fyrir erlendri verslun,“ segir Margrét. Daníel Svavarsson, forstöðumað- ur Hagfræðideildar Landsbankans, segir athyglisverðast varðandi þróun í verslun á Íslandi að kaup- máttur hafi aukist hraðar en einka- neysla. „Þannig að heimilin hafa verið skynsamari í sínum útgjöldum. Þau eru að auka neysluna en líka sparnaðinn.“ Hann tekur undir með Margréti að kaupmenn þurfi að bregðast við aukinni verslun Íslendinga við erlendar búðir. „Þeir þurfa að huga að sínum inn- kaupum og ná hagstæðari samn- ingum við sína birgja til að geta verið samkeppnishæfir í verði. Fá aukna framleiðni bæði út úr starfs- fólki sínu og nýtingu fjármagns og á húsnæði.“ Hann segir að greina megi skýr ferðatöskuáhrif og áhrif af netversl- un. „Vöxturinn í þeim vöruflokkum sem auðvelt er að koma ofan í ferðatösku eða ofan í fríhafnarpoka virðist hafa verið hægari heldur en kannski í stærri vöruflokkum eins og húsgögnum sem erfitt er að taka með sér úr utanlandsferðum.“ Greiningin bendir til þess að verslun Íslendinga erlendis gæti komið til með að aukast en 82 pró- sent landsmanna hyggja á utan- landsferðir á næstunni, samanborið við um 79 prósent í fyrra. Daníel bendir á að þó að fata- verslun sé ekki búin að ná sér að fullu á strik frá metinu árið 2008 hafi hún farið stöðugt vaxandi. „Þar er væntanlega að spila inn í þessi útivistarklæðnaður, ferðamenn hafa verið duglegir að fata sig upp,“ segir Daníel. Hann telur að talsvert minni aukning hafi orðið í fata- verslun séu kaup ferðamanna tekin út fyrir sviga. saeunn@frettabladid.is Fataverslun enn ekki náð fyrri hæðum Verslun með um helming vöruflokka er meiri nú en góðærisárið 2007. Mest hefur aukningin verið í sölu símtækja. Íslensk fataverslun hefur meðal annars vaxið vegna útivistarfatnaðarkaupa ferðamanna. Kaupmenn þurfa að bregðast við netverslun og verslunarferðum. Verð á karlafatnaði hefur hækkað meira en á kvenfatnaði. Fréttablaðið/Ernir markaðurinn Símtæki lyf og lækningavörur Drykkjarvörur raftæki Matur Vefnaðarvörur til heimilis Hreinlætis- og snyrtivörur Áfengi Skór 87% 48% 38% 26% 23% 15% 10% 9% 6% blöð, bækur og ritföng Föt borðbúnaður og heimilis- áhöld Verkfæri o.fl. fyrir hús og garð Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl. Húsgögn og heimilis- búnaður tómstunda- vörur, leikföng o.fl. Kaup ökutækja tómstundir, stærri tæki o.fl. -55%-3% -4% -8% -11% -13% -22% -38% -38% Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans Vöxturinn í þeim vöruflokkum sem auðvelt er að koma ofan í ferðatösku eða ofan í frí- hafnarpoka virðist hafa verið hægari. Daníel Svavarsson, forstöðmaður Hagfræðideildar Landsbankans Það sem við erum að standa fyrir er að íslensk verslun aðlagi sig á þessum nýja tíma fyrr en seinna. Margrét Sanders, for- maður SVÞ www.apotekarinn.is - lægra verð Eyrnadropar við verk og bólgu Við eyrnaverk og bólgu í tengslum við miðeyrnabólgu • Hjálpar einnig við að fjarlægja eyrnamerg úr hlustinni • Hentar börnum • Gefið sem úði, auðvelt í notkun • 100% náttúruleg innihaldsefni • 15 ml glas Nýtt OTIKON_5x10-Apotekarinn copy.pdf 1 07/03/17 13:58 2 3 . m a r s 2 0 1 7 F i m m t U D a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -4 7 8 4 1 D 1 4 -4 6 4 8 1 D 1 4 -4 5 0 C 1 D 1 4 -4 3 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.