Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 35
Æðsta valdið í málefnum húsfélags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Enginn getur sagt sig úr húsfélagi nema með því að selja eign sína. Húsfélag þarf ekki að stofna formlega, þau eru til í sér-hverju fjöleignarhúsi og ekki er þörf á eiginlegum stofn- fundi. Eigendur bera sameigin- lega og hver fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag gegni hlutverki sínu og starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að sérhver eigandi geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að blása lífi í óvirkt húsfélag, þar á meðal að boða til hús- fundar. Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. Meirihlutinn ræður Í húsfélögum hefur meirihlutinn mikið vald sem honum ber að fara vel með og virða rétt minnihlutans. Það er forsenda fyrir því að hús- félag geti starfað með réttum hætti að gætt sé lýðræðislegra gilda og aðferða við ákvarðanatöku. Æðsta valdið í málefnum hús- félags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Það er grundvallar- regla að ákvarðanir um sameiginleg málefni skuli taka á húsfundi eftir að öll sjónarmið og rök hafa komið fram. Fundi verður að boða skrif- lega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina ræki- lega. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólögmætur og ákvarðanir hans óskuldbindandi. Meginreglan er sú að einfaldur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir. Dýrar lagfæringar Einfaldur meirihluti miðað við hlutfallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar við- gerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endurbætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarð- anir um óvenjulegar og meiri- háttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þving- aðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og tilfæringar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sameign eða eru óvenjulegar, óhóf- legar og dýrar. Þarf samþykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsa- gerðar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verð- mætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur talsvert svigrúm til að velja á milli mismunandi kosta, lausna eða leiða. Sameiginlegt rými Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, til dæmis stigahús, ráða viðkomandi eigendur sameigin- legum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í einstökum stiga- húsum fjöleignarhúsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða viðkomandi eigendur málum sínum innan vébanda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhúsfélagsins. Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðan- ir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Greinin var unnin í samvinnu við Húseigendafélagið. Húsfélag þarf að vera í hverju fjölbýli Húsfélag er nauðsynlegt í fjöleignar- húsi. Sameiginlegum málum húseig- enda þarf að ráða í félagi, samkvæmt því sem Sigurður Helgi Guðjónssyni, formaður Húseigendafélagsins, segir. Hver er hagurinn af félagsaðild? Félagsaðild er forsenda fyrir þjónustu félagsins. Það eru félagsmenn sem standa undir starfsemi þess að öllu leyti. Félagið nýtur engra styrkja og stendur alfarið á eigin fótum. Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræði­ þjónustu sem hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir mikilli og sérhæfðri þekkingu og reynslu í fasteigna lögfræði, ekki síst í málum fjöleignarhúsa og húsfélaga. Með félagsaðild öðlast einstaklingar og húsfélög aðgang að þekkingarbanka félagsins, sérhæfðri lögfræðiþjónustu og húsfundarþjónustu. Slíkar upplýsingar og þjónustu er hvergi annars staðar að fá. Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt: Almenn hagsmunagæsla • Fræðlu- og upplýsingamiðlun • Lögfræðiþjónusta Yfir 800 húsfélög á Íslandi eru meðlimir í Húseigendafélaginu. Í heildina eru um 10.000 fasteignaeigendur skráðir í félagið. Frjálst og óháð Húseigendafélagið hefur starfað óslitið í 94 ár og er óháð og nýtur engra styrkja. Bæði einstaklingar og húsfélög geta sótt um félagsaðild. Lögfræðiþjónusta Húseigendafélagið veitir sérhæfða lögfræðiþjónustu í málum sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Húsfundarþjónusta Húseigendafélagið veitir lögfræðilega aðstoð við húsfundi. Fundaststjórn og ritun fundagerða er í höndum sérfróðra lögfræðinga sem tryggja lögmæta fundi og fyrirbyggir skakkaföll. Húsaleiguþjónusta Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm. Húseigendafélagið veitir ráðgjöf og aðstoð við gerð leigusamninga. Við vanskil og vanefndir veitir félagið lögfræðiaðstoð. Réttarbætur Húseigendafélagið hefur stuðlað að miklum réttarbótum öllum húseiendum til hags og heilla. Má nefna lög um fjöleignarhús, húsaleigu og fasteignakaup. Heimasíðan – Greinar Á heimasíðu Húseigendafélagsins er fjöldi greina um lagaleg efni sem varða fasteignir sem félagsmenn geta nálgast án endurgjalds. Slóðin er: www.huso.is Félagsgjaldið Félagsgjald einstaklina er kr. 5.500.­ en kr. 3.500 fyrir hverja íbúð í húsfélagi. KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 2 3 . m a r S 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -3 D A 4 1 D 1 4 -3 C 6 8 1 D 1 4 -3 B 2 C 1 D 1 4 -3 9 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.