Fréttablaðið - 03.07.2017, Side 10
Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera
að vasast í rekstri sem aðrir geta
sinnt betur. Á einhver að vera að
vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt
betur? Umræddum predikunum
fylgja þau rök að losa þurfi ríkið
og skattgreiðendur undan þeirri
áþján sem felst í því að ríkið standi
að rekstri sem er svo óarðbær að
Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast
sínum verstu andstæðingum að
lenda í slíkum hremmingum. Sé
tekið mið af framansögðu ættu rík-
isstjórnarflokkarnir að forgangs-
raða björgunaraðgerðum og skera
óarðbæru einingarnar af fyrst. En
því fer víðs fjarri.
Rekstur Áfengisverslunar rík-
isins er ekki óarðbær, og slíkur
business er það reyndar hvergi á
byggðu bóli. Rekstur flugvallarins
á Reykjanesskaga, eina alvöru flug-
vallarins hér á landi, er ekki heldur
óarðbær og íþyngjandi – hann
bara vex og dafnar eins og áhugi
fjármála- og forsætisráðherra á
að selja hann. Einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu, sem er í aðstöðu
til að velja sér arðbær verkefni
en nýtur engu að síður fallhlífar
frá opinbera kerfinu, er fjarri því
að vera glórulaus fjárfesting, að
ógleymdri fyrirhugaðri sölu bank-
anna – á nýjan leik.
Hvað gengur Sjálfstæðisflokkn-
um til? – hvernig er forgangsröð-
uninni háttað? Þegar betur er að
gáð kemur í ljós að búið er að for-
gangsraða röngum lista – listanum
yfir fýsilegustu kaupendurna hefur
verið raðað upp samviskusamlega
og áherslur þeirra og kröfur eru
með þeim hætti, að listi hins opin-
bera yfir fyrirtæki sem mikið ríður
á að losa sig við, er listi arðbærra
fyrirtækja í eigu almennings. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill sem sagt
selja frá hinu opinbera rekstur og
fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna
stöðuga framlegð, eru með sterka
markaðsstöðu og eru jafnvel í tölu-
verðum vexti.
Níski karlinn í Spaugstofunni
Og hverjir fylla listann, sem búið er
að forgangsraða kaupendamegin?
Hvaða áhættufælnu athafnamenn
hafa áður farið fremst í flokki
þegar seldir hafa verið hlutir í arð-
bærum fyrirtækjum í eigu hins
opinbera undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins, á allt of lágu verði og
með greiðsluskilmálum sem líkjast
meira greiðslufyrirkomulagi fyrir
vinningshafa hjá Íslenskri getspá
en hefðbundnum samningsskil-
málum – ekki væri verra ef hægt
er að greiða með fjármunum sem
fylgja með í kaupunum, taka við
hinu selda, greiða sér út arð áður
en kemur að greiðslu kaupverðs,
svona eins og níski karlinn í Spaug-
stofunni gerði í viðskiptaerindum
forðum daga. En hann var að
svindla og svíkja, það er ágrein-
ingslaust.
Þurfum við að rifja upp nýaf-
staðin viðskipti hins opinbera, þar
sem hlutum í Borgun var úthlutað
til valinna aðila, eða hvernig
mál atvikuðust varðandi einka-
væðingu bankanna á sínum tíma
undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Er almenningur vaknaður af rotinu
í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en
tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir
Sjálfstæðisflokksins eiga náttúr-
lega ekkert að vera að vasast í því
sem almenningur á, nema sitja við
sama borð og aðrir, greiða fullt
verð fyrir og fjármagna kaupin með
eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið
opinbera ekki að vera að vasast í
rekstri sem er íþyngjandi og óarð-
bær og aðrir geta sinnt betur, er
það eitthvert vafamál? Hvort um er
að ræða bjarnargreiða við þjóðina
eða bjarnargreiða við útvalda skal
ósagt látið, en hvorugt er af hinu
góða.
Ógreiðasemi Sjálfstæðisflokksins við
skattgreiðendur – Fyrri hlutiÍ
fjölmiðlum hafa birst fregnir af
því að einhver fyrirtæki í ferða-
þjónustu virði ekki kjarasamn-
inga leiðsögumanna. Sum þessara
mála hafa borist á borð þeirra stétt-
arfélaga sem í hlut eiga og verður
auðvitað tekið á þeim. Auk þess
má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé
nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma
fram í dagsljósið vegna þess að laun-
þegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir
ekki að biðja um aðstoð við leiðrétt-
ingu þegar á honum er brotið af ótta
við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru
dæmi þess að vinnuveitendur hafi
beinlínis meinað launþegum að
vera í réttu stéttarfélagi, enda er
það áhrifamikil leið til að „deila og
drottna“.
Það er vont ef ástand á þessum
vinnumarkaði er þannig að unnt
sé að misbeita valdi og hunsa þá
ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á
því að samningar séu virtir. Á þessu
verða stéttarfélög að taka með
ákveðni og afli. Vegna þessa viljum
við undirritaðir koma eftirfarandi á
framfæri, svo auðveldara verði fyrir
vinnuveitendur leiðsögumanna að
gera sér grein fyrir skyldum sínum
í þessum efnum og leiðsögumönn-
um sé ljóst hver réttindi þeirra eru:
Stéttarfélög eru samtök launa-
manna úr tilteknum starfsstéttum
og eru þau stofnuð í þeim tilgangi
að sjá um sameiginlega hagsmuni
þeirra. Í því felst m.a. gerð kjara-
samninga, sem er samkomulag um
réttindi og skyldur starfsmanna og
launagreiðenda. Kjarasamningur
veitir báðum aðilum viss réttindi
og leggur á þá gagnkvæmar skyld-
ur, og þetta ber báðum aðilum að
virða sem lágmarksréttindi. Meðal
annars er það skylda fyrirtækja í
ferðaþjónustu að greiða þeim sem
hjá þeim starfa við leiðsögn ferða-
manna að lágmarki skv. kjarasamn-
ingum Leiðsagnar – félags leiðsögu-
manna.
Hluti af þessum skyldum launa-
greiðanda er að halda eftir af laun-
um starfsmanna sinna iðgjaldi,
félagsgjöldum og framlögum til
samningsbundinna sjóða, og greiða
það til viðkomandi stéttarfélags.
Launamenn mega skv. ákvæði
stjórnarskrárinnar um félagafrelsi
og ákvæðum laga 55/1980 standa
utan stéttarfélaga, en þeim ber
engu að síður skylda til að taka
þátt í því kjarnahlutverki stéttar-
félaganna að gera kjarasamninga
sem ná til allra í viðkomandi starfs-
stétt. Það er því ekki hægt að velja
sér stéttarfélag, eins og borið hefur
við að gert er.
Greiða ber iðgjöld til þess félags
sem gerir kjarasamninga fyrir við-
komandi starfsgrein. Í samræmi við
framangreint eiga allir launagreið-
endur leiðsögumanna að greiða
iðgjöld af launum þeirra til Leið-
sagnar – félags leiðsögumanna.
Öllum er frjálst að taka þátt í
starfi síns stéttarfélags og vinna að
bættum kjörum félagsmanna, og
skulu allir hvattir til þess enda eflir
það félagið að sem flestir taki þátt
og hafi áhrif.
Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði
ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu
sporin í þjónustu við ferðamenn
voru tekin snemma í sögu okkar
og þá hefði nú sennilega engan
órað fyrir því að fjöldi ferðamanna
í framtíðinni næmi margföldum
fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað
erum við þó engu að síður komin
og þá ríður á að ferðaþjónustan sé
fagmannleg og traust.
Það er ekki viðunandi að kjara-
samningar starfsfólks í stærstu
undirstöðuatvinnugrein þjóðar-
innar séu virtir að vettugi og slegið
sé af kröfum um faglega þjónustu.
Metnaður ferðaþjónustunnar á
m.a. að felast í að bera virðingu
fyrir náttúru lands og menningu
þjóðar og því fylgir að fara að
lögum og kjarasamningum. Svo
einfalt er það!
Kjarasamningar
í ferðaþjónustu
Nokkuð er rætt um hagræð-ingu í rekstri framhalds-skólanna þessa dagana.
Hæst ber þar umræðu um sam-
einingu skóla. Annars vegar FÁ og
Tækniskólans og hins vegar MR og
Kvennó.
Fleiri athyglisverð mál þarfnast
skoðunar á næstunni eins og útboð
á þjónustusamningum Versló,
Tækniskólans, Menntaskóla Borgar-
fjarðar og auðvitað á nýjum þjón-
ustusamningi Fjölbrautaskólans
við Ármúla, ef færa á rekstur hans
úr höndum ríkisins til einkaaðila.
Lítum nánar á þessi mál hvert
fyrir sig:
1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ,
sem er áhugaverður kostur, verður
slík einkavæðing að fara í útboð á
Evrópska efnahagssvæðinu sam-
kvæmt lögum um opinber innkaup
nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok
síðasta árs. Það ferli sem skilgreint
er í lögunum útilokar með öllu að
ráðherra eða ríkisstjórn geti haft
það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili
tekur við rekstri skólans. Þar með er
útilokað að Tækniskólinn hafi ein-
hverja sérstöðu ef af þessu verður.
Því er óraunhæft á þessu stigi að tala
sérstaklega um sameiningu þessara
tveggja skóla.
Ef það er rétt, sem haldið hefur
verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra
hafi rætt sérstaklega við tiltekna
einkaaðila um „að taka við skól-
anum“ án opins útboðs er það brot
á þessum lögum. Í 1. grein laganna
segir: „Markmið með lögum þessum
er að tryggja jafnræði fyrirtækja,
stuðla að hagkvæmni í opinberum
rekstri með virkri samkeppni og
efla nýsköpun og þróun við innkaup
hins opinbera á vörum, verkum og
þjónustu.“
Lögin ná til kaupa ríkisins á
þjónustu yfir kr. 50 milljónum.
Ekki þarf því fleiri orð um þetta
atriði. Að auki er alls ekki óhugs-
andi að erlendir aðilar vilji koma
að skólarekstrinum sem gæti orðið
lyftistöng fyrir íslenskt mennta-
kerfi.
2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að
sameining tveggja ríkisstofnana er
einfalt mál sé það vilji stjórnvalda
(ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis).
Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt
samþykki þessara aðila. Auðvitað
má þó búast við mótmælaöldu eins
og alltaf þegar einhverju á að breyta
í blessuðu menntakerfinu. Hinu
verður ekki á móti mælt að þessir
skólar eru um margt líkir bóknáms-
skólar sem höfða til svipaðs nem-
endahóps, þ.e. nemenda sem eru
að leita þekkingar í raungreinum,
tungumálum og félagsvísindum og
eru á leið í nám í háskóla.
Engin sérstök sérhæfing er aug-
ljós sem líkleg er til að tapast verði
skólarnir sameinaðir, þótt hags-
munaaðilar beggja skóla muni
vafalítið benda á ýmislegt. Verður
því ekki annað séð en að sameining
geti verið skynsöm ákvörðun enda
einfalt að spara með því mikið fé.
Útboð á rekstri þessara skóla mundi
enn fremur vera líklegt til að auka
nýsköpun og bæta rekstur. Það er
mikilvægt.
3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur
út 31. desember 2017), Tækniskól-
ann (samningur rennur út 31. maí
2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar
(samningur rennur út 31. desember
2017) renna út á næstu mánuðum. Í
lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði
um að slíkan rekstur eigi að bjóða
út. Ekki er þó óhugsandi að stjórn-
völd reyni með tæknilegum brellum
eða reglugerðum að forðast útboð.
Slíkir tilburðir nú eru óskynsam-
legir og stríða gegn lögunum. Um
leið yrði fórnað tækifæri til endur-
skipulagningar á því skólastarfi
sem þessir skólar sinna og reyndar
til endurskipulagningar á íslenska
framhaldsskólakerfinu öllu.
Ljóst er að spennandi tímar með
einstökum tækifærum eru fram
undan í íslenskum framhalds-
skólum. Vonandi bera stjórnvöld
gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur
öllum til hagsbóta en þó fyrst og
fremst til hagsbóta fyrir ungmenni
framtíðarinnar. Að þjóna þeim
hópi sem best með vönduðu og
fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað
það sem þetta allt snýst um. Því
mikilvæga atriði má ekki gleyma
við vörslu sérhagsmuna.
Sameining framhaldsskóla
og útboð þjónustusamninga
Gunnar
Árnason
starfar við
arktektúr og
hönnun
Ólafur Johnson
fyrrverandi
skólastjóri
Ef það er rétt, sem haldið
hefur verið fram í fjöl-
miðlum, að ráðherra hafi
rætt sérstaklega við tiltekna
einkaaðila um „að taka við
skólanum“ án opins útboðs
er það brot á þessum lögum.
Þegar betur er að gáð kemur
í ljós að búið er að forgangs-
raða röngum lista – listanum
yfir fýsilegustu kaupendurna
hefur verið raðað upp sam-
viskusamlega og áherslur
þeirra og kröfur eru með
þeim hætti, að listi hins opin-
bera yfir fyrirtæki sem mikið
ríður á að losa sig við, er listi
arðbærra fyrirtækja í eigu
almennings.
Indriði H.
Þorláksson
formaður Leið-
sagnar – félags
leiðsögumanna
Jakob S. Jónsson
formaður kjara-
nefndar Leið-
sagnar – félags
leiðsögumanna
Það er ekki viðunandi að
kjarasamningar starfsfólks í
stærstu undirstöðuatvinnu-
grein þjóðarinnar séu virtir
að vettugi og slegið sé af
kröfum um faglega þjónustu.
3 . j ú l í 2 0 1 7 M Á N U D A G U R10 s k o ð U N ∙ F R É T T A B l A ð i ð
0
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-A
B
E
0
1
D
3
C
-A
A
A
4
1
D
3
C
-A
9
6
8
1
D
3
C
-A
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K