Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 14
Guðjón Andri Þorvarðarson útskrifaðist nýlega sem fata-hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Áhugi hans á tísku hófst þegar hann var hálfnaður með framhaldsskólann en þá segist hann hafa fengið áhuga á því hvernig föt væru búin til og hvernig þau um leið líta út. Eini sauma- skapurinn sem hann kunni á þessum tíma var að stytta og þrengja gallabuxur. „Því ákvað ég að fara til Dan- merkur í lýðháskóla til þess að sjá hvort þetta væri eitthvað sem ég myndi vilja læra og starfa við í framtíðinni. Sá skóli gerði mikið fyrir mig og náði að opna huga minn mjög mikið enda var þetta mjög skemmtilegur tími. Hópurinn innihélt um 80 krakka á svipuðum aldri sem höfðu mjög svipuð áhugamál og ég kynntist mörgum þeirra vel.“ Námið í Danmörku veitti honum grunn sem kom honum inn í Listaháskól- ann þar sem hann dvaldi næstu þrjú árin. Hann segir helsta kost- inn við námið í Listahá- skólanum hafa verið þann að þar þurftu nemendur að taka allar ákvarðanir sjálfir. „Verkefnin voru mjög fjölbreytt og það fólst mikið frelsi í því að finna út hvernig mér fannst best að vinna. Bekkurinn var mjög góður og við urðum miklir vinir. Allar löngu svefnlausu næturnar og stressið varð miklu auðveldara með þessu æðislega fólki. Við fórum einnig í margar ferðir tengdar skól- anum sem þjöppuðu hópnum mikið saman. Þetta eru sam- bönd sem munu endast að eilífu og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim öllum.“ Litlu hlutirnir Hann segir einn stóran kost við námið í Listaháskólanum vera þann að nemendum er hent beint út í djúpu laugina, til dæmis í tengslum við starfsnám hjá fyrirtækjum í París. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Peysa úr merínóull, prjónuð á heimaprjónavél. Skyrta úr hör með belti um hálsinn til að gera háan víðan kraga. Buxur úr hör með vösum niður með skálmum. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON Jakkinn er úr hör með stórum vösum og miklu ,,volume“. Vasar ná niður fyrir fald. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON Ljós hörjakki með plíser- ingum. Langir vasar ná niður fyrir faldinn. Plís eringar framan og aftan til að skapa flæði. Buxur prjónaðaðar úr merínóull á heimaprjónavél. MYND/RAGNAR VISAGE Peysa úr bómull, prjónuð með gataprjóni úr prjónavél til að fá „see through effect“. Skyrtan er úr hör með belti um hálsinn til að gera háan víðan kraga. Buxur úr bómull prjónaðar á prjónavél. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON Starri Freyr Jónsson starri@365.is Hörjakkinn til vinstri er með plíseringum að framan og aftan til að skapa flæði. Hörbuxur með vösum niður með skálmum. MYND/RAGNAR VISAGE og ég hef sjálfur kynnst þegar ég setti upp eigin tískusýningu þá eru þetta hlutir sem verða að vera vel gerðir, annars verður sýningin ekki flott. Það var mikið af löngum og erfiðum dögum og lítill tími til þess að skoða borgina.“ Guðjón hannar karlmannsfatnað, innblásinn af kvenleika að eigin sögn. „Ég hef seinustu ár blandað kvenlegum eiginleikum inn í karl- mannsfatnað. Mér hefur alltaf fundist kvenmannsfatnaður miklu áhuga- verðari. Það er svo mikið af áhuga- verðum kvenmannsflíkum sem mér finnst oft vanta í karlmannsfatnað þar sem virðist um leið alltaf vera reynt að halda í það gamla. Það er þó að breytast í dag og ég vil bara reyna að leggja mitt af mörkum til þess.“ Kvenlegir eiginleikar Lokalína hans var þannig innblásin af klassískum herrafatnaði sem blandað var við kvenlega eiginleika sem vega á móti. „Hún einkennist af hörjökkum með stóru „volume“ með ýmsum smáatriðum frá klassískum herrafatn- aði í bland við kvenlega eiginleika, til dæmis plíseringar og mikið flæði. Einnig er þar að finna léttari flíkur úr annaðhvort prjóni eða léttu höri. Seinasta sumar byrjaði ég aðeins og Allar löngu svefn- lausu næturnar og stressið varð miklu auðveldara með þessu æðislega fólki. Guðjón Andri Þorvarðarson fikta við prjónavélar og hafði mjög gaman af því. Ég gat eytt endalausum tíma í tilraunaferlinu í að prjóna mis- munandi prjón, með mismunandi áferðum ásamt því að blanda saman ólíku garni.“ Næst á dagskrá er mikil vinna enda kostaði lokalínan skildinginn, segir hann. „Með vinnunni ætla ég að vinna í vinnumöppu sem ég get sent á fyrirtæki eða skóla erlendis. Það er einmitt planið að fara eitthvert út á næsta ári. Ég er ennþá að melta hvort mig langi frekar að fara í skóla eða að vinna. Einnig er ég að leita að prjónavél en ég hafði svo gaman af því að vinna við prjónavélarnar í skólanum að mig langar til að halda því áfram og fara með það eitthvað lengra. Svo er ég líka að reyna að finna auka hönnunargigg með þessu öllu.“ „Þar vann ég bæði hjá Acne Studios og Sharon Wauchop. Hjá Sharon var ég aðallega að gera tækniteikningar ásamt því að fara í alls konar sendi- ferðir. Hjá Acne starfaði ég vikuna fyrir tískusýningu þeirra sem var mjög skemmtilegt. Þar var ég helst að gera litlu hlutina sem hljómar eins og það skipti ekki miklu máli. En eins 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . j ú l Í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 0 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -B A B 0 1 D 3 C -B 9 7 4 1 D 3 C -B 8 3 8 1 D 3 C -B 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.