Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 8
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
3 TEGUNDIR AF
SÚRDEIGSBRAUÐUM
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
ATVINNUMÁL Fiskeldi hefur reynst
mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í
dreifbýli í nágrannaríkjum Íslands
og er ekki ósennilegt að áhrifin gætu
orðið þau sömu hér. Hins vegar
verða stjórnvöld og fiskeldisfyrir-
tæki að stíga varlega til jarðar. Ekki
er ráðlegt að ana að neinu. Þetta
er mat Daða Más Kristóferssonar,
prófessors í hagfræði við Háskóla
Íslands.
Daði Már bendir í samtali við
blaðið á að fiskeldi hafi verið stærsti
vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu á
landsbyggðinni í Noregi og haft afar
jákvæð áhrif á byggðaþróun. Ástæð-
an sé að hluta til sú að atvinnugrein-
in sé á margan hátt stöðugri en til
dæmis fiskveiðar. Hún byggi einn-
ig á annars konar þekkingu, skapi
annars konar störf sem eru oft eftir-
sóknarverð og leiði af sér umfangs-
mikla afleidda starfsemi.
Sem dæmi um áhrif atvinnu-
greinarinnar í Noregi má benda á að
samkvæmt mati Norðmanna skapar
hvert ársverk í fiskeldi um 2,7 millj-
ónir norskra króna sem jafngildir
um 33 milljónum íslenskra króna.
Fjöldi ársverka í greininni, þ.e. eldi,
vinnslu og sölu, var um 9.500 árið
2014 en afleidd ársverk reyndust
rúmlega 19 þúsund. Allt í allt voru
því ársverkin um 28.500.
„Þetta er lyftistöng fyrir þessi sam-
félög. Og það er í sjálfu sér ástæða
til að vera jákvæður gagnvart fisk-
eldi sem grundvallaratvinnugrein á
Íslandi eins og annars staðar.“
Hins vegar þurfi fiskeldismenn og
stjórnvöld að stíga varlega til jarðar.
Ýmis þjóðhagslegur kostnaður fylgi
atvinnugreininni. „Umhverfis-
áhrifin af fiskeldi eru umtalsverð.
Þau eru mjög vandlega staðfest í
nágrannalöndunum og það er einn-
ig vandlega staðfest að þeir sem hafa
slakað verulega á kröfum í umhverf-
ismálum hafa iðulega séð eftir því til
lengri tíma litið. Við ættum að láta
það verða lexíu fyrir okkur.“
Hann bendir einnig á að sérfræð-
ingar í fiskeldi hafi slegið því föstu
að sjávarhiti við strendur Íslands
sé á mörkum þess að vera nægilega
hár, sérstaklega yfir vetrartímann.
Það sé líklegt til þess að valda vand-
ræðum sem taka þurfi tillit til, svo
sem verulegum áföllum eða hærri
framleiðslukostnaði vegna þess að
afföll yfir veturinn verði meiri hér
á landi en í samkeppnisríkjunum.
„Þá þurfa menn að hafa í huga að
fiskeldi krefst mikillar fjárbindingar
og framlegðin er yfirleitt frekar lítil.
Hún er mjög mikil núna, og margir
eru að græða vel, en vanalega hefur
verð á laxi fylgt framleiðslukostn-
aði. Og Ísland á erfitt með að keppa
á slíkum mörkuðum vegna þess að
við búum að jafnaði við hærri fjár-
magnskostnað og óstöðugri gjald-
miðil en samkeppnislöndin. Þetta
eru allt áhættuþættir sem þarf að
huga að enda geta þeir orðið upp-
byggingunni til trafala,“ segir hann.
Daði Már segir að uppbyggingin
í fiskeldi hafi tekið langan tíma í
nágrannalöndunum, svo sem Nor-
egi og Færeyjum. „Vöxturinn hjá
Norðmönnum hefur að jafnaði
verið um tíu prósent á ári og tvö-
faldast framleiðslan þannig á rúm-
lega sjö ára fresti. Færeyjar hafa
upplifað mikinn vöxt í fiskeldi og
þar hefur meðaltalsvöxturinn verið
um 6,5 prósent á ári. Framleiðslan
tvöfaldast þannig á ellefu ára fresti.“
Hann telur óvarlegt að leggja til
grundvallar að hlutirnir gangi hrað-
ar fyrir sig hér á landi en í Noregi,
enda séu aðstæður í löndunum að
mörgu leyti frábrugðnar. Hafa verði
í huga að uppbyggingin taki tíma.
Til samanburðar má benda á að
um fimmtán þúsund tonnum af
eldisfiski var slátrað hér á landi í
fyrra sem er aukning um áttatíu
prósent frá fyrra ári. Gert er ráð
fyrir miklum vexti á næstu árum
og er talið að framleitt magn verði
komið í um fjörutíu þúsund tonn
árið 2020. kristinningi@frettabladid.is
Fiskeldi megi ekki vaxa of hratt
Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir að fiskeldi hafi reynst mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á lands-
byggðinni í nágrannaríkjum Íslands. Íslendingar verði hins vegar að stíga varlega til jarðar. Huga þurfi að
fjölmörgum áhættuþáttum og þá fyrst og fremst umhverfisáhrifunum. Uppbyggingin taki enn fremur tíma.
Í fyrra var rúmlega fimmtán þúsund tonnum af eldisfiski slátrað hér á landi. Það er metframleiðsla í fiskeldi. Vöxturinn
var yfir áttatíu prósent á milli ára. Gert er ráð fyrir miklum vexti í greininni á næstu árum. Fréttablaðið/Pjetur
Það er í sjálfu sér
ástæða til þess að
vera jákvæður gagnvart
fiskeldi sem grundvallarat-
vinnugrein á Íslandi eins og
annars staðar.
Daði Már Kristó-
fersson, prófessor í
hagfræði við
Háskóla Íslands
UMhVerfIsMÁL Áætlað er að 80
ótímabær dauðsföll verði árlega á
Íslandi af völdum loftmengunar.
Þetta kemur fram í skýrsludrögum
um aðgerðaráætlun í loftslagsmál-
um Íslendinga.
Doktor Ragnhildur Finnbjörns-
dóttir, loftslagssérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun, segir þá sem
deyja ekki vera heilbrigða heldur
einstaklinga sem eru veikir fyrir.
Það flýti fyrir dauða þeirra.
Ragnhildur segir tölurnar byggja á
skýrslu sem Umhverfisstofnun Evr-
ópu gefur út árlega. „Þau nota loft-
gæðamælingar í hverju landi fyrir
sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa
þetta sem viðmið til að bera saman
möguleg áhrif loftmengunar á milli
landa,“ segir Ragnhildur.
Samkvæmt lögum gefur umhverf-
is- og auðlindaráðherra út áætlun
um loftgæði til 12 ára. Umhverfis-
stofnun hefur unnið drög að áætlun
til 2030 að höfðu samráði við heil-
brigðisnefndir sveitafélaga, Samtök
atvinnulífsins og fleiri.
Í áætluninni eru tvö markmið
sett fram til að endurspegla það
meginmarkmið að viðhalda góðum
loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni
kemur fram að heildarkostnaður
sem fellur til vegna aðgerðanna sé
að lágmarki 324,5 milljónir króna.
Fyrsta markmiðið er að fækka
árlegum ótímabærum dauðsföllum
af völdum loftmengunar á Íslandi úr
80 í færri en fimm fyrir árið 2030.
Annað markmið er að fækka
árlegum fjölda daga þar sem svifryk
fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af
völdum umferðar úr 7-20 skiptum
niður í núll skipti fyrir árslok 2030.
Í áætluninni eru settar fram þrett-
án aðgerðir sem ráðast mætti í til að
ná fram fyrra markmiðinu og sjö
aðgerðir sem ráðast mætti í til að
ná seinna markmiðinu.
Ragnhildur segir að ein stærsta
aðgerðin sé að koma upp loftgæða-
upplýsingakerfi. „Þar getum við
spáð fyrir í framtíðinni um gæði
andrúmsloftsins næstu daga. Þetta
verður nokkurs konar veðurspá
næstu tvo daga fram í tímann,“
segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið
ákvarðanir um líf sitt á grundvelli
þeirra spáa.
„Ef þú ert að fara út að skokka
næstu daga þá geturðu athugað
hvernig loftgæðin verða á þessum
tíma sem þú ætlaðir að fara að
skokka,“ nefnir Ragnhildur sem
dæmi. – jhh
80 deyi árlega vegna loftmengunar
Það er bannað að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökumaður bregður sér út.
ragnhildur segir að það verði að upplýsa fólk betur. Fréttablaðið/anton brink
ragnhildur
Finnbjörnsdóttir,
loftslagssér-
fræðingur
DANMÖrK Stór hópur karla í Kaup-
mannahöfn á á hættu að fá áunna
sykursýki. Þess vegna hafa borgaryfir-
völd hrundið af stað verkefnum til að
vekja athygli á bættri heilsu.
Eitt verkefnanna er „Karlar í Kaup-
mannahöfn“ sem staðið hefur í tæpt
ár. Markhópurinn er atvinnulausir
einhleypir karlar yfir fertugu sem
almennt hugsa lítið um heilsuna.
Haft var samband við þá á krám og
í almenningsgörðum og hengdar
upp auglýsingar. Samkvæmt frétt
danska ríkisútvarpsins hefur átakið
gengið vel þar sem óbreyttir borgarar
í hverfum karlanna hafa kennt þeim
að gera skynsamleg innkaup og elda
hollan mat. – ibs
Bæta heilsu
karla í Köben
einstæðum körlum í kaupmanna-
höfn er kennt að elda hollan mat.
norDiCPHotoS/GettY
ÞýsKALAND Þýska þingið samþykkti
í gær að lögleiða samkynja hjóna-
bönd, stuttu eftir að Angela Merkel
kanslari hætti að beita sér gegn því að
slík atkvæðagreiðsla færi fram. Merkel
kaus þó gegn frumvarpinu. Alls kusu
393 með frumvarpinu en 226 gegn því.
Að sögn kanslarans finnst henni
að hjónaband eigi einungis að vera á
milli karls og konu. Þó vonaði hún að
samþykkt frumvarpsins myndi leiða
til friðar og samheldni.
Í viðtali í vikunni kom Merkel
fjölmiðlum á óvart, að því er BBC
greinir frá, með því að segja að í ljósi
stuðnings annarra flokka myndi hún
heimila atkvæðagreiðslu um sam-
kynja hjónabönd. – þea
Samkynja
hjónabönd leyfð
1 . j ú L í 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r8 f r é T T I r ∙ f r é T T A B L A ð I ð
0
1
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-3
5
6
0
1
D
3
C
-3
4
2
4
1
D
3
C
-3
2
E
8
1
D
3
C
-3
1
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
0
s
_
3
0
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K