Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 01.07.2017, Qupperneq 74
Bloggarinn og sælkerinn María Gomez er ættuð frá Spáni og heldur fast í spænskar hefðir. Hún reiðir reglulega fram tapas en setur réttina gjarnan í íslenskan búning. „Ég reyni að breyta hefðbundnum spænskum uppskriftum sem eru kannski of fram- andi fyrir Íslendinga og setja smá íslenskt blóð í þær.“ Gómsætt tapas í íslenskum búningi SanGria 1 flaska af þurru rauðvíni (þarf ekki að vera dýrt eða fínt) 2 ferskjur með hýði (má líka nota úr dós ef ekki til ferskar) 1 epli með hýði 1 appelsína með berki 2-3 msk. sykur eða agavesíróp eða önnur sæta 250-500 ml af Sprite eða Appelsíni eða Scweppes með engiferbragði. Einnig er hægt að bæta smá appels- ínulíkjör út í. Þvoið ávextina vel. Takið kjarna og steina úr ávöxtunum og skerið í ferninga. Setjið í stóra könnu eða skál. Stráið næst sykri eða þeirri sætu sem þið notið yfir og hrærið létt í. Næst er rauðvíninu helt ofan í og síðast því gosi sem þið kjósið að nota af ofantöldu. Smakkið til og bætið í eða dragið úr sætu eftir smekk. Geymið í kæli í 2 klukkustundir og berið svo fram ískalt með klaka. Döðlur klæddar hráskinku, fylltar með heimagerðum hvítlauksosti (Datiles en jamon rellenos de queso casero de ajo) Rjómaosturinn 500 ml hreint skyr 500 ml rjómi 1 tsk. salt 4-6 hvítlauksrif Steinselja eftir smekk Skyr og rjóma er hrært saman þar til orðið silkimjúkt og slétt. Setjið svo hreint viskustykki eða taubleyju yfir skál og klemmið á kanta skálarinnar eða brettið endana undir skálina. Tuskan má ekki snerta botninn á skálinni. Hellið svo blöndunni ofan í tuskuna og látið standa á borði eða ísskáp yfir nótt. Hellið svo öllu burt sem hefur síast í skálina og notið bara rjómablönd- una í ostinn. Merjið ofan í rjómablönduna 4-6 hvítlauksrif eftir því hversu sterkan þið viljið hafa hann og stráið 1 tsk. af salti og steinselju yfir eftir smekk, betra að hafa meira en minna. Döðlurnar Notið ferskar döðlur eins og fást í kæli eða Medjooldöðlur, það er best. Skerið döðluna í tvennt án þess að taka hana alveg í sundur og takið steininn úr. Setjið svo ½ -1 tsk. af hvítlauksrjómaosti á milli og lokið eins og samloku. Vefjið svo ⅓-½ sneið af hráskinku utan um. Ef þið viljið hafa minni bita klippið þá tilbúna döðlu í tvennt. Melónuboltar með hráskinku (Melon con jamon) 1 hunangsmelóna eða kantalópu- melóna 1-2 bréf hráskinka Skerið melónuna með melónuskeið sem mótar litlar kúlur. Ef þið eigið ekki þannig skerið þá melónuna í 5 cm þykkar sneiðar og hverja sneið í 2-3 parta. Vefjið svo hráskinku utan um og neytið strax. Þetta er ekki hægt að geyma lengi því þá verður hrá- skinkan blaut og sjúskuð utan um. Fylltar SMápaprikur með spænskri ommelettu (Pimiento frito relleno de tortilla Española) Spænsk ommeletta ½-1 bökunarkartafla ½ laukur Salt 5 egg 8-10 stk. smápaprikur Skerið lauk og kart- öf lu niður í litla þunna bita og saltið. Steikið svo í olíu þar til mýkist. Hrærið svo eggin saman og hellið yfir laukinn og kartöf lur nar og steikið aðeins þar til eggin verða þéttari og bindast saman. (Má alveg brotna eða gera hræru þar sem þetta er bara fylling). Takið rassinn úr paprikunum og fyllið þær með ommelettu, setjið þær svo á sjóðheita grillpönnu með olíu eða á grill og grillið þar til þær verða mjúkar, sætar og húðin verður smá brennd. ChurroS Með Súkkulaði (Churros con chocolate) 1 -2 vatnsglös 1-2 glös af hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi ½-1 tsk. salt 1 lítri sólblómaolía Athugið að það á að nota jafnmikið af vatni og hveiti. 1 glas hveiti=1 vatnsglas. Hrærið saman öllum þurrefnum í skál og setjið vatnið í pott. Þegar vatnið byrjar að sjóða, slökkvið þá undir og hellið öllum þurrefnunum í einu lagi út í pottinn og byrjið strax að hræra þar til verður kekkjalaust. Ef blandan er mjög stíf bætið þá smátt og smátt vatni út í þar til auð- veldara er að hræra hana en hún á að vera frekar þétt í sér. Hitið svo olíuna í potti. Setjið churroblönduna í rjóma- sprautupoka með frekar breiðum stjörnustút og sprautið á smjör- pappír í þeirri lengd sem þið viljið. Klippið svo smjörpappírinn í kringum hvert churro og setjið ofan í olíuna með pappanum á, ca 3 churro í senn. Fjarlægið pappírinn um leið og hann losnar með töngum. Steikið þar til verður gullinbrúnt og berið fram með heitu spænsku churrosúkkulaði. Churrosúkkulaði 150-200 g dökkt súkkulaði 1 lítri mjólk 1 kúfuð msk. hveiti ½-1 dl köld mjólk ½ tsk. salt 2-3 msk. sykur Smá vanilludropar eða fersk vanilla Hrærið saman í potti 1 lítra af mjólk og súkkulaði, setjið salt, sykur og vanillu út í og hrærið reglulega í til að það brenni ekki við. Þegar suðan kemur upp setjið þá hveitið og köldu mjólkina í hristiglas og hristið saman. Hellið svo smátt og smátt út í sjóðandi súkkulaðið þar til þið fáið þá þykkt sem þið viljið en þetta á að líkjast kakósúpu. Sjóðið í 10-15 mínútur á vægum hita og hrærið reglulega í pottinum á meðan. Borið fram með churroinu en súkkulaðið er notað eins og sósa til að dýfa churroinu ofan í. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SpænSkar tapaS Snittur með hráskinku og chorizo Snittubrauð Vel þroskaðir tómatar, þurfa ekki að vera dýrasta tegund bara vel þroskaðir Vel græn extra virgin ólífuolía Salt Hráskinka Chorizo Klettasalat og basilíka til skreytingar ef vill (má sleppa) Skerið snittubrauðið niður í þunnar sneiðar ca 1 ½ cm þykkar. Skerið næst tómata í tvennt og smyrjið sneiðarnar með því að kreista innihald tómatsins yfir brauðið og nudda tómatinum á brauðið til að fá sem mest af tómat- innihaldinu. (Tómatinum sjálfum er svo hent.) Hellið ögn af extra virgin ólífuolíu yfir og saltið svo mjög létt yfir. Svo er hráskinka eða chorizo sett ofan á og skreytt með klettasalati á hráskinkutapasið og basilíku á chorizotapasið. Snyrtistofan Hafblik ER HÚÐIN FARIN AÐ SLAPPAST? NÝ LAUSN “SÉRMEÐFERД Í DEMANTSHÚÐSLÍPUN Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Húðin verður þéttari - mýkri – hreinni & unglegri á náttúrulegan hátt Fyrir Eftir Fyrir Eftir 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R42 l í f i ð ∙ f R É T T A B l A ð i ð Lífið 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 C -3 0 7 0 1 D 3 C -2 F 3 4 1 D 3 C -2 D F 8 1 D 3 C -2 C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.