Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 30
Hérna getum við nánast eingöngu róið með réttu falli og því höfum við stundum bara 6 til 7 tíma á dag til að róa. Guðni Páll Viktorsson Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Guðni Páll og þrír félagar hans, Breti og tveir Írar, lögðu af stað 5. júní frá Kin- sale, skammt frá Cork. Nú fjórum vikum síðar eru þeir komnir til Portnablagh en hafa setið þar fastir í tvo daga vegna veðurs. Raunar hefur kvarnast úr hópnum þar sem einn félaga hans þurfti að hætta vegna meiðsla. Guðni Páll hefur lengi stundað kajakróður og reri einn í kringum Ísland fyrir fjórum árum. Hann segir þó mun erfiðara að róa í kringum Írland. „Ferðin hefur gengið mun hægar en við áætl- uðum. Aðallega vegna veðurs en svo eru straumarnir hér allt öðru- vísi en á Íslandi. Hérna getum við nánast eingöngu róið með réttu falli (með strauminn með okkur) og því höfum við stundum bara 6 til 7 tíma á dag til að róa. Heima getur maður róið í 10 til 12 tíma án vandræða,“ útskýrir Guðni Páll. Nú eru þeir félagar að nálgast vesturströnd Írlands og þá vonast þeir eftir sunnanvindi í bakið. Guðni Páll segir Írland afar fal- legt land og heillandi fyrir kajak- fólk. Veðrið hefur á tímum leikið við þá félaga og ferðin í heild verið mjög ánægjuleg þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og erfitt sjólag á köflum. „Fyrir nokkrum dögum fengum við höfrungasýningu í þrjú korter á meðan við vorum að róa og það var frábær upplifun. Svo er lands- lagið hérna algjörlega magnað.“ Hann segir Íra afar gestrisna. „Það er sama hvert við komum, maður upplifir sig velkominn og allir eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur.“ Berst við írska strauma Guðni Páll Viktorsson er rúmlega hálfnaður í kajakróðri sínum í kringum Írland. Ferðin hefur tekið lengri tíma en áætlað var vegna vályndra veðra og óhentugra strauma en hann vonast til að klára á næstu þremur vikum. Dýralífið er fjölbreytt við strendur Írlands. Hér fylgjast nokkrir forvitnir selir með ræðurunum fara hjá en virðast lítið kippa sér upp við truflunina. Ferðafélagar kajakræðaranna á hafi úti eru af ýmsum toga. Höfrungar léku listir sínar fyrir þá félaga í nærri klukkutíma. Landslagið á Írlandi er ægifagurt enda þykir kajakfólki afar spennandi að róa við Írlandsstrendur. Veður geta þó verið válynd og straumarnir erfiðir. Fyrir utan eina írsku höfnina tók Guðni Páll eftir fljótandi hvítum strigaskóm. Hann veiddi þá upp úr og ákvað að taka þá með sér í land. Þar hitti hann á stúlku sem var miður sín að leita að skóm sem hún hafði gleymt í fjörunni kvöldið áður. Sú var alsæl að hitta á Guðna Pál og endurheimta skóna sína. Carrick-a-Rede kaðalbrúin á Norður- Írlandi er mjög vinsæll ferðamanna- staður. Brúin tengir meginlandið við hina örsmáu eyju Carrickarede. Brúin er 20 metrar og er í 30 metra hæð. Kajakróður er án efa afar krefjandi líkamlega en hvernig er andlega hliðin? „Þetta hefur vissulega tekið mikið á líkamlega og maður er farinn að finna fyrir þreytu og stirðleika alls staðar. En það er ekkert miðað við andlega hlutann. Ég hef oft þurft að berjast við sjálfan mig bara til að halda haus. Ég vissi fyrir þessa ferð að þetta yrði mjög erfitt, en að vera burtu frá fimm mánaða dóttur minni er það erfiðasta sem ég hef gert hingað til,“ segir Guðni Páll en tekur fram að hann eigi gott fólk heima fyrir sem geri honum lífið léttara með hjálp tækninnar. Þeir félagar vonast til að geta lagt aftur af stað fljótlega og búast við að klára hringinn á tveimur til þremur vikum ef allt gengur upp. Guðni Páll nýtir átakið til vekja athygli á starfi Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn með framlögum geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Reikningur: 0101-15-371646 Kennitala: 691086-1199 FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 30 ÁR Krakkar að 5 ára aldri borða frítt 5 -12 ára börn 1.200kr. HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með fjölbreyttum og bragðgóðum réttum Tilvalið fyrir fjölskyldur! Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 www.kinahofid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú l Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -5 3 0 0 1 D 3 C -5 1 C 4 1 D 3 C -5 0 8 8 1 D 3 C -4 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.