Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stúlku um miskabætur vegna atviks sem átti sér stað á sólbaðsstofu við Grensásveg. Um hádegisbil þann 11. apríl árið 2015 barst lögreglu tilkynning um að tvær stúlkur svæfu vímusvefni í ljósa- bekkjum stofunnar. Óskaði starfsfólk eftir að þær yrðu fjarlægðar. Lögreglu tókst að vekja stúlkurnar eftir nokkra mæðu. Önnur stúlknanna yfirgaf sólbaðsstofuna í kjölfarið. Hin var í svo slæmu ástandi, að því er fram kemur í dómnum, að henni var það ekki unnt. Var hún því flutt á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu þar sem til stóð að bjóða henni gistingu. Við komu á lögreglustöðina var stúlkan hins vegar orðin hressari og var henni ekið heim til ömmu sinnar. Sú síðarnefnda stefndi ríkinu í kjölfarið. Fullyrti hún að lögregluþjónar sem voru karlkyns hefðu séð hana nakta í ljósabekknum. Þeir hefðu auk þess neitað að yfirgefa klefa hennar þegar hún klæddi sig. Krafðist hún 900 þúsund króna í miskabætur. Lögreglumenn neituðu sök. Í framburði þeirra kom fram að starfsfólk sólbaðsstofunnar hefði verið búið að breiða handklæði yfir stúlkurnar þegar þá bar að garði. Þeir sögðust jafnframt hafa vikið úr klefanum meðan stúlkan klæddi sig. Dómara þótti stúlkunni ekki hafa tekist að sýna fram á að lögreglumenn hefðu valdið henni miska með því að ganga nær friðhelgi einkalífs hennar en efni stóðu til þegar þeir vöktu hana á sólbaðsstofunni. Ekkert benti til þess að þeir hefðu niðurlægt hana með því að standa yfir henni meðan hún klæddist. Stærsta spurningin Þegar ég renndi augunum yfir frétt af ofangreindu dóms- máli í vikunni fannst mér það vart í frásögur færandi. Það var greinilega komin gúrkutíð. En af einhverjum ástæðum sat málið í mér. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að ég áttaði mig á hvers vegna fyrirsögnin „Sofnaði vímusvefni í ljósa- bekk og stefndi ríkinu“ leitaði enn á mig. Stærstu spurn- ingum málsins var nefnilega enn ósvarað: Hvers vegna í ósköpunum er ekki löngu búið að banna ljósabekki og loka öllum sólbaðsstofum? Væri ekki nær að stefna ríkinu fyrir að heimila notkun ljósabekkja? Gríðarstór tilraun Sérfræðingur á sviði geislavarna sem Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin vitnar í segir ljósabekki „gríðarstóra lifandi tilraun á áhrifum geislunar á fólk í Norður-Evrópu og Ameríku“. Tíu prósent fólks í Norður-Evrópu nota ljósabekki reglulega. Rannsóknir sýna hins vegar að notkun ljósa- bekkja stóreykur hættu á illkynja húðkrabbameini. Þeir sem nota ljósabekki fyrir þrjátíu og fimm ára aldur eru næstum tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá illkynja sortuæxli, hættulegustu tegund húðkrabbameins. Þeir sem nota ljósabekki fyrst eftir þann aldur eru 20% líklegri til að fá sortuæxli. Árið 2010 voru birtar niðurstöður rannsóknar á þróun sortuæxla á Íslandi í tímaritinu American Journal of Epi- demiology. Segir þar að fram undir 1990 hafi Íslendingar verið með lægstu tíðni sortuæxla í húð á Norðurlöndum. Eftir það jókst tíðnin mikið uns íslenskar konur urðu þær líklegustu á Norðurlöndum til að fá sortuæxli. Talið er að meiri notkun á ljósabekkjum hér á landi en í nágranna- löndunum sé hluti skýringarinnar. Eftirsjá Ég sé ekki eftir mörgu í lífinu; mér finnst það of stutt til að horfa mikið um öxl. En ég á mér eina eftirsjá. Þegar ég var þrettán ára tókum við vinkonurnar okkur til og keyptum okkur allar tíu tíma ljósakort. Við vorum nefnilega að fara að fermast. Við vorum brúnar og sætar á fermingardaginn. En pjattið var dýrkeypt. Á einu bretti höfðum við bæst í þann hóp sem er tvisvar sinnum líklegri til að fá sortuæxli. Árið 2009 voru ljósabekkir bannaðir í Brasilíu. Árið 2015 gekk sambærilegt bann í gildi í Ástralíu. Er ekki tími til kominn að við Íslendingar bregðumst við niðurstöðum nýjustu rannsókna, bönnum þann skaðvald sem ljósa- bekkir eru og björgum mannslífum? Dýrkeypt pjatt Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Kristján Þór Júlíusson menntamála-ráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfs- fólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skóla- starfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu náms- skráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breið- holti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskól- ann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta mennta- stofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru sam- ofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mót- mælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenrétt- indabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna ein- staklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mann- lífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágæt- lega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Færibandafólkið 1 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R12 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -4 4 3 0 1 D 3 C -4 2 F 4 1 D 3 C -4 1 B 8 1 D 3 C -4 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.