Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 52
Golfmótið sem Manuel tók þátt í var á vegum Úrvals Útsýnar en ferðaskrifstofan hefur átt í farsælu samstarfi við Manuel og El Plantio í sautján ár. „Úrval Útsýn er með einkaleyfi á Íslandi á að selja ferðir til El Plantio golf resort,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar. Hún segir El Plantio hafa notið mikilla vinsælda hjá hópum og pörum sem og fjöl- skyldum enda bjóði staðurinn upp á marga möguleika. „Meðan golfararnir spila golf geta aðrir minna áhugasamir sólað sig eða skroppið til Alicanteborgar sem er aðeins í tíu mínútna akstursfjarlægð,“ lýsir Þórunn en golfvöllurinn sjálfur er örstutt frá alþjóðlega flugvellinum í Alicante og því stutt í allt sem máli skiptir. Framkvæmdir fram undan Íslenskt golfáhugafólk þekkir vel til El Plantio enda hafa golfferðir þangað verið afar vinsælar. Nú stendur raunar mikið til því fram- undan eru miklar framkvæmdir. „Í dag erum við með einn níu holu völl og annan 18 holu völl ásamt fjölmörgum íbúðum sem við leigjum út og glæsilegu hóteli,“ segir Manuel og bætir við að sérstaða El Plantio miðað við önnur golfsvæði á Alicante sé áherslan á golfupplifunina. „Við erum ekki í fasteignaviðskiptum eins og svo margir heldur leigjum út íbúðir til spilara. Íbúðirnar eru allar tengdar þjónustu hótelsins.“ Mikill hugur er í Manuel og stjórnendum El Plantio, sem hafa í fjölmörg ár skipulagt áfram- haldandi uppbyggingu á svæð- inu. Í lok árs hefst nýr kafli þegar byggðir verða fjórir fótboltavellir, fleiri íbúðir og 27 holur til við- bótar við þær sem fyrir eru. „Við áætlum að framkvæmdum muni ljúka á næstu þremur til fjórum árum,“ segir Manuel og bætir við Bætir við 27 holum og fjórum fótboltavöllum Manuel Ferry Sanchez, eigandi El Plantio á Alicante, spilaði miðnætur- golf á Íslandi og heillaðist af íslensku nóttinni. Fjölmargir íslenskir golfarar þekkja El Plantio enda hafa verið skipulagðar ferðir þangað í fjölmörg ár. Íslenskt golf- áhugafólk þekkir vel til El Plantio enda hafa golfferðir þangað verið afar vinsælar. Í lok árs hefst nýr kafli á svæðinu þegar byggðir verða fjórir fótbolta- vellir, fleiri íbúðir og 27 holur til við- bótar við þær sem fyrir eru. Hér eru Manuel og golfkennar- inn Jose, ásamt starfsfólki Úrvals Útsýnar þeim Tinnu Jóhannesdóttur, Þórunni Reynis- dóttur og Luka Kostic. Sumarið er komið og flestir grillarar landsins löngu búnir að taka grillið fram. Góðar sósur með grillmat geta gert kraftaverk og þótt tilbúnar sósur séu vinsælar er lítið mál að útbúa góða sósu heima fyrir, bæði kalda og heita. Hér er uppskrift að einni skemmtilegri kaldri sósu úr smiðju Nönnu Rögnvaldar sem inniheldur meðal annars jarðarber. Jarðarberja- basilíkusósa 100 g jarðarber Lófafylli af basilíkublöðum 1 msk. balsamedik 2 msk. ólífuolía Nýmalaður pipar Salt Jarðarberin eru skorin í bita, stilkarnir fjarlægðir af basilíkunni og hvort tveggja sett í matvinnslu- vél og maukað gróft. Balsamediki, ólífuolíu, pipar og salti bætt út í og þeytt snöggt saman við. Vélin á ekki að ganga lengi því maukið á ekki að vera of slétt. Sósan hentar til dæmis vel með grilluðu lamba- og svínakjöti og með laxi eða silungi. Með því að þynna hana dálítið með meiri olíu og ediki má nota hana út á salöt. Heimild: www.nannarognvaldar.com Grillsósa úr jarðarberjum Jarðarberin og basilíkan gefa sósunni skemmtilegt bragð. Þessi sósa hæfir vel með grilluðu lamba- og svínakjöti en einnig með laxi og silungi. að tilkoma fótboltavallanna opni á ýmsa möguleika. Til dæmis geti fótboltalið komið þangað í æfinga- ferðir og notið golfs milli æfinga. Frábær aðstaða Íbúðirnar sem standa gestum til boða eru tveggja og þriggja svefn- herbergja fullbúnar lúxusíbúðir með tveimur baðherbergjum. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, öryggishólf, tvö plasmasjónvörp og þráðlaus nettenging. El Plantio þykir góður valkostur fyrir íslenska kylfinga á öllum stigum. „Við viljum endilega hafa aldurshópinn sem breiðastan og bjóðum unga fólkið sérstaklega velkomið enda höfum við yfir- gripsmikla þekkingu á starfi yngri kylfinga og getum boðið kennslu og aðstöðu sem hentar,“ segir Manuel sem hitti forsvarsmenn Golfsambands Íslands meðan hann dvaldi á landinu og vonast eftir að geta komið á samstarfi þeirra við golfsamband Valencia þannig að kylfingar þaðan geti komið og upplifað að spila golf á Íslandi. Yndisleg miðnæturstund Þrátt fyrir langt og farsælt samstarf kom Manuel til Íslands í fyrsta sinn nú í lok júní í boði Úrvals Útsýnar. Hann hóf ferðina á því að taka þátt í miðnæturgolfi sem ferðaskrifstofan stendur fyrir árlega og upplifði íslensku nóttina upp á sitt besta, þar sem miðnæt- ursólin skein á iðjagrænan völlinn. Hann segir upplifunina hafa verið yndislega. En er einhver munur að spila golf á Íslandi eða á Spáni? „Golf er alltaf golf, það eina sem breytist er loftslagið, veðrið og gæði vallanna,“ svarar hann en bætir við að honum sýnist golf- vellirnir á Íslandi vera af miklum gæðum. „En annars er golfið eins og lífið, eilíf barátta og svo endar þú ofan í jörðinni,“ segir hann og hlær góðlátlega. Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 Vatnaveiðin er komin í gang! Ertu klár?www.veidikortid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú l Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 C -4 E 1 0 1 D 3 C -4 C D 4 1 D 3 C -4 B 9 8 1 D 3 C -4 A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 3 0 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.