Norðurslóð - 15.12.2005, Qupperneq 3

Norðurslóð - 15.12.2005, Qupperneq 3
Norðurslóð - 3 Tímamót Tónleikar Friðriks Omars vinsælir Skíðasvæðið Skírn Þann 10. desember sl. var skírður í Dalvíkurkirkju, Fannar Nata- phum. Foreldrar hans eru Sigurbjörn Hjörleifsson og Kanokwan Srichaimun, Karlsbraut ll,Dalvík. Afmæli Þann 11. október sl. varð 70 ára Gíslínu Gísladóttir Sunnu- braut 14, Dalvík. Þann 3. desember sl. varð 70 ára Valdimar Kjartansson Klappar- stíg 2, Hauganesi. Norðurslóð árnar heilla. Byssurnar tilbúnar Egill tekinn til við að stjórna Samkórnum við góðar undirtektir Petru kórstjóra. Snjóframleiðsla hefst í Böggvis- staðafjalli næst þegar frystir að sögn Jóns Haldórssonar hjá skíðafélaginu. Elon Eriksson, Sérfræðingur frá Lenco-verk- smiðjunni í Svíþjóð hefur verið hér í vikunni að stilla og prófa dælubúnað og ganga frá tölvu- búnaði sem stýrir dælunum og ræsir byssurnar eftir kúnstarinn- ar reglum. Dælan er geysiöflug, lagnirnar eru 1.120 metrar upp með lyft- unni og tvær byssur sjá svo um að búa til snjóinn og úða honum yfir brekkurnar. Með fullum afköst- um eiga þær að geta framleitt um 80 rúmmetra af snjó á kiukku- stund. (Til samanburðar má geta þess að gamla sundlaugin tók um 90 rúmetra af vatni.) Jón segir að reynt verði að hafa byssurnar sem mest á sama stað og þá frek- ar notast við troðara við að ýta snjónum til en hvor byssa um sig vegur um 6 tonn. Skíðasvæðið í Böggvisstaða- fjalli var opnað formlega þann 30. nóvember. Jón segir vertíðina fara afar vel af stað. Skíðafólk hafi tekið vel við sér og þó snjór hafi verið af skornum skammti hefur aðsóknin verið góð enda veðráttan undanfarið eins og best verður á kosið til útivist- ar. Sextíu og einn nemandi úr Austurbæjarskóla í Reykjavík dvaldi hér við skíðaiðkan í þrjá daga í síðustu viku og ætluðu krakkarnir ekki að geta haft sig burt frá brekkunum að sögn Jóns. Stuðmaður með Samkórnum Egill Ólafsson fór á kostum með Samkór Svarfdæla á aðventu- tónleikum kórsins sl. laugar- dag. Fjölmenni var bæði í Dalvíkurkirkju um daginn og í Glerárkirkju á Akureyri um kvöldið. Egill söng nokkur lög með kórnum, bæði eftir sjálfan sig og aðra og einnig söng hann einsöng við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur á píanó og Steinunnar Elvu Úlfarsdóttur á þverflautu. Þá spiluðu þær Hrafnhildur Marta og Melkorka Guðmundsdætur á selló og þver- flautu með kórnum í nokkrum lögum en stjórnandi var Petra Björk Pálsdóttir. Reistur verði minnisvarði um þinghúsið á Grund Þinghúsið sáluga liggur óbætt hjá garði. Ég hef verið að vona að eitthvert menningarfélag eða -félög í Svarfaðardal taki sig fram um að reisa þessu merkilega húsi minnisvarða eða bautastein, líkt og Lionsklúbbur Dalvíkur gerði á Arnarholti um Grundarmenn hina fornu. Þingliúsið var upphaflega byggt áTungunum árið 1892. Það var tekið niður 1911 og flutt að Grund, hinum forna þingstað Svarfdæla. Þar var húsið reist að nýju sumarið 1911. Barnaskóli var settur þar haustið 1912 og stóð til 1955. Félagsheimili U.M.F. Þorsteins Svörfuðs var byggt áfast við húsið 1938. Fram yfir miðja 20. öld var þinghúsið helsta miðstöð menning- ar- og félagslífs í Svarfaðardal. Ágrip af sögu þess eftir undirritað- an er að finna í Norðurslóð 1986. Júlíus Jón Daníelsson Lesið upp úr bókum sem tengjast Svarfaðardal Síðastliðið þriðjudagkvöld var lesið upp úr nýjum bókum á Sogni.Tíu valin- kunnir bæjarbúar lásu upp úr bókum sem þeir eru að lesa þessi dægrin. Þá komu á upplesturinn tveir höfundar sem gefa út bækur nú fyrir jólin, þau Ingibjörg Hjartardóttir og Björn Þorláksson. Bók Ingibjargar nefnist, Þriðja bónin - saga móður hans, en bók Björns heitir Lífsloginn. Báðar tengjast bæk- urnar byggðarlaginu því Ingibjörg er svarfdælskur höfundur en saga Björns gerist að stórum hluta á Dalvík. * Friðrik Omar með lag í undankeppni Eurovision 2006 Sl. þriðjudag var tilkynnt um hvaða lagahöfundar kom- ust inn með lag í undan- keppni Eurovision á næsta ári, en þeirra á meðal er Dalvíkingurinn Friðrik Omar Hjörleifsson. Keppnin verður með öðru sniði og mun meira lagt í hana en áður. Haldin verða þrjú undanúrslitakvöld og síðan úrslitakvöld í framhaldinu en alls taka 24 lög þátt í undan- keppninni. Jón Halldórsson er frumkvöð- ull í snjóframleiðslu hérá landi. Margir hlógu góðlát- lega að áformum hans um snjóframleiðslu í Böggvisstaða- fjalli um árið þegar hann stóð fyrir innfiutningi snjóbyssu hingað. Byssan var aldrei sett upp þá en nú keppast skíða- svœðin við að setja upp snjófram- leiðslukeifi. Jólaundirbúningurinn er nú kominn ú fullt út um borg og bý. Krakkarn- ir í 6. bekk Dalvíkurskóla voru önnum kafnir við að búa til jóiakonfekt þegar blaðamann bar þar að garði á dögunum. Það er að verða fremur sjaldgœf sjón nú í seinni tíð að sjá togarana Björgvin EA og Björgúlf EA í Dalvíkurhöfn, hvað þá báða í einu. Þeir voru þó báðir hér sl. mánudag þegar meðfylgjandi mynd var tekin. Björgvin landaði sl. sunnudag ríflega 70 tonnum af ísfiski og Björg- úlfur landaði á þriðjudag um 80 tonnum af ísfiski. A mánudag lönd- uðu Sjöfn EA frá Grenivík 24 tonnum og Svanur EA frá Hrísey ríflega 46 tonnum, en afli þeirra allra fór að stœrstum hluta til vinnslu hjá frystihúsi Samherja á Dalvík. Þarfað bœta við aukatónleikum og breyta tímasetningum Hátíðartónleikar Friðriks Ómars í Ungó á Dalvík hafa heldur betur slegið í gegn en nær upp- selt er á áður auglýsta tónleika. Ákveðið hefur verið að bæta við þriðju tónleikunum á Dalvík og einnig tónleikum á Ólafsfirði. Á efnisskránni eru þekktir jólasálmar sem Friðrik útsetur sjálfur en hann hefur verið við upptökur á þeim í mánuðinum. Tónleikarnir eru klukkutíma langir og verða myndir sýndar frá Dalvíkurbyggð á stórum skjá meðan á tónleikunum stendur. Þriðjudagurinn 27. desember kl. 21:00 -Tjarnarborg Ólafsfirði. Miðvikudagurinn 28. desember kl. 20:00 - Ungó á Dalvík (auka- tónleikar). Miðvikudagurinn 28. desember kl. 22:00 - Ungó á Dalvík, örfá sæti laus. Áður auglýstir tónleikar færast til um klukkustund. Þeir sem áttu pant- aða miða vinsamlegast athugið breyttan tíma. Fimmtudagurinn 29. desember kl. 21:00 - Ungó á Dalvík, örfá sæti laus. Miðasala opnuð klukkutíma fyrir hverja tónleika við innganginn og eru menn hvattir til að mæta tíman- lega til að tryggja sér miða. Kristjana Arnsrímsdóttir í húminu Nýr diskur Kristjönu Ný hljómplata Kristjönu Arngrímsdóttur, íhúminu, kemur út í dag og er þegar komin í allar betri verslanir. Kristjana heldur útgáfu- tónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík næstkomandi sunnudag, 18. des. kl. 14. Á plötunni er að finna kyrrðarlög af ýmsum toga, bæði sálma og aðra tónlist sem róar taugarnar og friðar sálartetrið. Með sér á plötunni hefur Kristjana valinkunna tónlistarmenn á borð við Hjörleif Valsson, Jón Rafnsson,Örn Eldjárn Kristjánsson,Tatu Kantomaa, Örnólf Kristjánsson, Ösp Kristjánsdóttur og Sigurð Rúnar Jónsson en það var sá síðastnefndi sem sá um upptökur og eftirvinnslu. Um dreifingu sér Músík ehf. Kristjana segist stefna að tónleikum norðan heiða eftir áramót en langtímamarkmið sitt sé að syngja í sem flestum kirkjum landsins. „Ég er að safna kirkj- um,“ segir Kristjana Arngrímsdóttir söngkona.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.