Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 12
bjóða upp á ótal tækifæri til að vinna þjónustustörf fyrir æskuna, en þau mál hafa alltaf verið ofarlega á stefnuskrá Kiwanis- manna síðan hreyfmgin var stofnuð árið 1915. Einkunnarorð okkar þetta starfsár, „Byggjum bjartara líf“ kalla á alla Kiwanismenn til dáða. Og það, sem mest er um vert, er það, að næstum 300.000 Kiwanismenn standa hlið við hlið reiðubúnir til að byggja upp betra samfélag í 68 þjóðlöndum um allan heim. Við eigum auðvelt með að sjá frá okkar sjónarhóli í dag, hvers vegna Kiwanishreyf- ingunni hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg yfír árin eins og raun ber vitni - hvers vegna hreyfingin hvetur hugann og fyllir eldmóði þá menn, sem áhuga hafa á þjónustustörfum. Kiwanismenn vinna að þjónustustörfum í tvennum skilningi með því að velja úr þá einstaklinga, sem hafa vilja til að rétta samborgurum sínum hjálparhönd, og beina þeim síðan til þeirra, sem þurfa á hjálp að halda. Og í þessum heimi í dag, þar sem stórt hefur svo oft sömu merkingu og betra í hugum manna, þar sem tæknileg afrek og heimsvið- burðir láta einsta.klinginn hverfa í skuggann í sögunni, eru Kiwanismenn að vinna að því, að einn einstaklingur veiti öðrum hjálpar- hönd. Það er þetta, sem leyndardómurinn á bak við þá staðreynd, að Kiwanis höfðar svo sterkt til manna - leyndardómurinn, sem gerir hreyfmguna að stórveldi í heiminum í dag: Kiwanis fær einn einstakling til að hjálpa öðrum - án nokkurra spurninga, án nokkurra skilyrða. Það er þannig, sem Kiwanis hefur vaxið smám saman. I dag grípa hin jákvæðu áhrif hreyfingar okkar inn í lífi manna, kvenna og barna í yfír 7000 héruðum um víða veröld. Verkefni okkar á komandi starfsári er að tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang hreyfingarinnar. Að þessu verkefni vinnum við með því að leggjast allir á eitt með að ná markmiðum okkar fyrir starfsárið 1978 - 1979. Já, við höfum sett okkur markmið, sem því aðeins geta orðið að veruleika, að hver einstakur Kiwanismaður, hvar í heimi sem er, einsetji sér að vinna að þeim. Það er slíkur ásetningur hjá hverjum Kiwanisfélaga, sem ég treysti á til að komandi starfsár verði eitt af beztu Kiwanisárum sögunnar. Hver eru þá markmið ársins. Þau snúast um þrjú mjög svo mikilvæg atriði. Menn gera sér ekki alltaf fyllilega ljóst, að fjölgun félaga og þjálfun þeirra er eitt mikil- vægasta atriðið í þjónustustörfum okkar. Þegar þú býður einhverjum virtum samborg- arar þínum að gerast félagi í Kiwanisklúbbi þínum, ertu ekki aðeins að gera kúbbnum og samfélaginu greiða - þú ert einnig að gera þínum nýja félaga greiða - greiða, sem hann verður þér þakklátur fyrir. Nú á dögum leita allir hugsandi menn meir en nokkru sinni fyrr eftir leiðum til að bæta það samfélag, sem þeir búa í. Og nú frekar en nokkru sinni fyrr býður Kiwanis upp á réttu leiðina fyrir slíka menn. í næsta skipti, sem þú hittir einhvern, sem þú telur, að geti orðið góður Kiwanismaður, skalt þú ekki hika - bjóddu honum að gerast félagi. Með þvi gerir þú klúbbi þínum, samfélagi þínu og þínum nýja félaga mikinn greiða, sem þú mátt vera hreykinn af. Á sama hátt er stofnun nýrra klúbba spor í átt að vinna að því markmiði okkar að inna af ósérplægni af höndum þjónustustörf. Er hægt að hugsa sér betri gjöf til eins héraðs en að stofna þar nýjan Kiwanisklúbb? Með því að hvetja þá menn, sem leita leiða til að þjóna sínum byggðarlögum, til að stofna nýja Kiwanisklúbba og aðstoða þá síðan við starfið, framkvæmir þú dýrmætt og varanlegt þjónustustarf. Okkar verkefni, sem aðaláherzla verður lögð á þetta árið, rétt upphaf - mótunarárin, er sérlega áhugavert. Að hafa áhrif á ævi barns - að beina barni á þá braut, sem gerir það að nýtum og ábyrgum þjóðfélagsþegn - þetta er aíl, sem enginn kongunur ræður við, hver sem auður hans eða veldi er. Þessu afli búum við Kiwanismenn yfir, og við getum beitt því með því að vinna ötullega að þessu áherzluverkefni okkar. Fyrst verðum við að styðja við bak fjölskyldunnar, sem ennþá býr yfir því afli, sem mótar afstöðu og metnað barna sinnar. Áhrif fjölskyldunnar eru reyndar ekki lengur þau sömu og áður var, og við þurfum að vinna að því, að þau ytri öfl, sem dregið hafa úr 12 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.