Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Síða 20

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Síða 20
þær sem eingöngu eru ætlaðar öryrkjum, sem ekki þurfa neina fasta stoð eða leiðbeiningar við heimilishaldið og hins vegar íbúðir þar sem gert er ráð fyrir húsbændum, sem gætu veitt öryrkjum þjálfun í heimilishaldi og nauðsynlegt öryggi. Vegna þess hversu kostnaðarsamt er að koma upp slíku húsnæði og vegna þess, að Geðverndarfélagið hefur takmörkuð fjárráð hafa Kiwanisklúbbarnir á íslandi nú ákveðið að verja verulegum hluta af ágóðanum frá síðasta K-degi til þess að styrkja byggingu slíks húsnæðis. Er sú ákvörðun eðlilegt fram- hald fyrri styrks Kiwanisklúbbanna til endur- hæfingar geðsjúkra. Hér er ætlunin að stuðla að frekari endurhæfmgu i heimilishaldi og jafnfram að stuðla að því, að sú endurhæfing, sem fyrrverandi sjúklingar eða öryrkjar hafa náð nýtist og öryrkjarnir geti orðið sjálfstæðir og notið jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna. Halldór Hansen, formaður Geðverndarfélags Islands: Það er öllum í Geðverndarfélagi íslands mikið fagnaðarefni að Kiwanishreyfingin hefur tekið málefni geðsjúkra og öryrkja af völdum geðsjúkdóma að sér og það föstum tökum. Og enn vænna þykir okkur um, að almenningur styður verkefni Kiwanismanna af heilum hug og ber traust til þeirra um að leiða það fram til sigurs, sem þeir taka að sér. Ella mundi fjársöfnun Kiwanishreyfingar- innar ekki ganga jafnvel og raun ber vitni. Geðverndarfélag Islands stendur nú þegar í mikilli þakkarskuld við Kiwanismenn fyrir dyggilegan og hagnýtan stuðning við atvinnu- mál geðsjúkra. Þeir hafa lagt Bergiðjunni það lið, sem um munar, en það er einmitt úr einingum hennar - eða réttara sagt einingum framleiddum á hennar vegum - sem fyrir- hugað heimili verður byggt. I þessu er mikil hagkvæmni og tveim óskyldum en samt ná- tengdum marmiðum náð: Fyrrverandi geð- sjúklingar eignast þak yfir höfuðið og jafn- framt skapast hentugir atvinnumöguleikar fyrir þá. Vonandi verður mjög fljótlega hægt að hefjast handa um byggingarframkvæmdir og að þeim loknum mun heimilið ætlað til afnota fyrir einstaklinga af báðum kynjum og á öllum aldri - ekki hvað síst unglinga - hvar svo sem þeir eiga lögheimili á landinu. Um leið og ég færi Kiwanishreyfingunni og alþjóð hjartkærar þakkir fyrir að taka að sér málstað þeirra, sem einna síst geta rekið réttar síns sjálflr, vona ég af alhug, að þetta heimili verði einungis það fyrsta af mörgum. Merkum áfanga er nú þegar náð, en betur má ef duga skal. Og það er von mín og trú, að þeir, sem lífið leikur grátt, geti haldið áfram að leggja traust sitt á stuðning almennings og þrautseigan dugnað samtakaeins og Kiwanis- hreyfingarinnar. Halldór Hansen yngri, Formaður Geðverndarfélags Islands. PRAKTICA LjósmYndavélar Einkaumboð: XCO HF. Vesturgötu 53 B Símar: 27979 og 27999 CHIOR1DE Eldvamakerfi og neyðarlýsingar. XCO HF. Vesturgötu 53 B Símar: 27979 og 27999 20 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.